Monday, February 05, 2007
Partý, partý, partý
Webster party var haldið á báti í þetta sinn með titlinum “Webster pops the cork.” Á leið til steffi í fyrirpartý ákvað ég að kíkja á ástina mína sem er á fullu að vinna hjá soho. Svo fór ég í fyrirpartý þar sem ég og Ligia hittumst hjá Steffi og héngum þar. Ég tók yfir tónlistina og setti á Steedlord og Trabant til að setja rétta stemmningu auk pink og aguileru. Það var rosa huggulegt og kynntumst við Steffi mjög vel. Íbúðin hennar er geggjuð. Er hjá Schwedenplatz, varla fimm mínutur frá Stephansplatz (miðbænum), er með allt inn í sem mig vantar og svaka flott útsýni. Ég bauðst til að fá íbúðina ef hún flytti burt,hehe.
Eftir partýið tókm við leigubíl á Schiffzentrum, nálægt Handelskai. Þar birtist okkur svaka stórt hvítt skip með limmósínum fyrir framan, rauðan dregil og ljós út um allt. Svaka glamúr. Mér fannst eins og ég væri mætt á óskarinn. Það var svaka snjóbylur úti en þrátt fyrir það komu 400 manns. Báturinn lagði af stað um 12 en margir voru mættir fyrir það. Það var siglt í fjóra tíma og þar sem mér líkaði ekki tónlistin ákvað ég að nota tímann og taka myndir og spjalla við folk úr skólanum og hanga með Ligiu og Steffi. Ég fór um fjögur leytið þar sem fólkið sem ég fór með (sem býr í byggingunni minni) vildi vera aðeins lengur. Fyndið, þegar við forum út var svakalegur kuldi, snjór og hálka á götunum. Meðan í öllum öðrum heyrðist “brrr” og nöldur út af kuldanum, leit ég í kringum mig og sagði “reminds me of home”
Myndirnar sem ég tók úr partýinu eru á nemendafélagssíðunni
www.wuvsc.at
Íslendingadjamm, fór til alexöndru og hitti þar ósk og helgu (nýjustu íslendingana) og við forum í drykkjuleik og hlustuðum á góða tónlist. Svo héldum við okkar leið á bjórkvöld Íslendingafélagsins. Við stoppuðum þó stutt við, rétt heilsuðum upp á liðið, fengum okkur gómsætar franskar og kók og forum svo á kaiko club. Þrátt fyrir ágæta tónlist á Kaiko þá var allt troðfullt af litlum krökkum og þegar maður er 21 árs og finnst maður gamall þá er e-h að, að mínu mati svo við forum út. Stelpurnar héldu leið sína á Charlie ps en þar sem það var styttra að taka leigubíl frá kaiko þá gerði ég það.
Annars hef ég verið svakallega týnd eitthvað. Ekkert vitað hvað mig langaði að gera í framtíðinni og hvað ég væri að gera. Mér er búið að leiðast eitthvað svo mikið í skólanum og því fór ég að pæla í hvort þetta væri rétta námið fyrir mig, eða hvort ég væri að eyða peningum og tíma í ekkert. En kannski er þetta bara eðlilegt. Kannski er ég kominn á þann aldur þar sem allar þessar spurningar umkringja huga manns.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment