Lífið mitt þessa dagana snýst í kringum skólann. Var að klára ritgerð um “politics in street names” og er að fara í 2 lokapróf á fimmtudag. Er ekki einungis í tveim 4 vikna tímum heldur er líka skráð í tvo 8 vikna tíma, Webcast og Newspaper Production, aðallega til að fá einingarnar. Þurfti að fara til aðstoðarskólastjórann til að fá leyfi fyrir því en fékk það að lokum.
Í þessari viku var Modernism tími í Belvedere. Þar sáum við listaverk á borð við Klimt og Kokoscha. Frekar erfitt að gera verkefni því ég hef lítið sem ekkert vit á list. Verð nú að segja að mér fannst Belvedere höllin flottari heldur en listaverkin þar.
Lumi vann ekki þessa vikuna því hann fór í aðgerð á mánudaginn og mátti ekki vinna. Kom mér þvílíkt á óvart að koma heim eftir langan skóladag og íbúðin var glansandi og hann hafði eldað mat fyrir mig. Ég átti ekki til orðs. Ég hefði ekkert á móti því að vinna og hann gæti verið heima að sjá um heimilið, híhíhí.
Lumi fór svo til Kosovo á laugardaginn L Mjög einmanalegt án hans og á eftir að sakna hans. Skrýtið að sjá allt í einu ekki ástina sína sem maður sér venjulega á hverjum degi.
Eftir að hafa setið inni í sólinni að skrifa ritgerð fór ég aðeins út og hitti stelpurnar á laugardaginn. Við ætluðum á Filimfestival en þar sem það var ekki komið upp ákváðum við að halda leið okkar á T.G.I Fridays, sérstaklega þar sem Ligia hafði aldrei farið þangað. Alltaf gott að hafa smá stelpuspjall. Svo kíkti ég með Dóru í afmæli til Kristínar, þar sem flestir Íslendingarnir hittust. Það var svaka stuð, við enduðum í Limbó keppni með Gling gló í botni. Svo var ég dugleg stelpa, fór heim og kláraði ritgerðina mina.
Á sunnudag var ég svo að læra og SÖNG SVO Í STUDIO... kennari minn gerði heimildarmynd um Ísland og álfatrú og vildi fá mig til að syngja inn á hana svo í gær fór ég í studio til vinar hans og tók upp íslensk lög. Gekk mjög vel og svaka gaman, leið eins og alvöru söngkonu.
Styttist í heimför. Kem heim 16.júní!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
1 comment:
Post a Comment