Dragkeppni Íslands:
Ég, Frikki, Hemmi, Sandra og Siggi dönsuðum fyrir Steina, aka Blær, með mix af lögunum "The Real Me", "From Paris to Berlin" og "Theres a stranger in my house." Fyrst var þvílíkt popp dans, svo stóladans (með neoni hellt á okkur, leit flott út en manni sveið eftir á og fötin eyðilögð) og í lokin drógum við borða af honum og lékum okkur með þá og enduðum í lokastellingu við hann. Þetta kom flott út en við vorum ekki sigurviss. Svo komu úrslitin, "Dragdrottning Íslands er..... BLÆR". Þetta var æðisleg stund og við vorum svo stolt. Næstu daga var Steini í viðtölum alls staðar og minntist á professional dansarana sína sem mér fannt rosa sætt af honum. Svo komu myndir í öllum blöðunum. Við fórum líka í Kastljósið en ÞAU BIRTU ÞAÐ EKKI. Ekki er enn komin útskýring af hverju.
Gay Pride
Margir tóku eftir mér í Fréttablaðinu og í sjónvarpinu. Jú ég var á palli rétt eins og önnur ár, bara meira áberandi í svaka flottum fötum frá Pop og skrin frá Svölu. Ég og Frikki vorum "Svala creation". Við fórum um morguninn til Svölu en greyið var veik svo hún rétt svo gerði okkur til en gat ekki verið með okkur á pallinum. Hún kom þó seinna með Einari, kærasta hennar að horfa á okkur :) Ótrúlega skemmtilegur dagur, sól og blíða. Um kvöldið tókum við svo atriðið frá dragkeppninni á sviði á NASA en síðan var ég svo þreytt og pirruð að ég fór heim.
Annars hef ég bara verið að klippa Making of Stelpurnar niður í Sagafilm og hitt Þórunni, Óla Helga, Evu, Vælsdruslurnar og fleiri góða vini. Gleymdi að minnast á það í fyrri færslum þegar Alexandra, besta vinkona mín í Vín, kom til landsins. Hún gisti hjá Dóru og Magga og var því mest með þeim en það var æðislegt að hitta hana, þó það væri ekki nema bara að sýna henni uppáhalds staðina mína í Reykjavík. Besti vinur minn Frikki var að fara til Ástralíu að verða alvöru dansari og danskennari. Á eftir að sakna hans sárt.
Ein vika þar til ég fer til Vínar....get ekki beðið eftir að hitta kærastann og vinina þar.
1 comment:
þetta eru æðislega flottar myndir af þér :) svo mikil gella í bleiku! verðum samt að hittast áður en þú ferð, ferðu ekki 24 út eða ? kem suður á miðvikudaginn og vil endilega skella mér á kaffihús eða eitthvað sniðugt, getum platað ósk líka með okkur :D
bless kex
Post a Comment