Wednesday, December 24, 2008

Afmælið mitt

Fyrst ég var á milli Maldives og Dubai á síðasta ári hélt ég ekki upp á afmælið mitt í fyrra. Því varð ég að halda upp á afmælið þetta árið og það gerði ég með stæl.

Þemað var Hollywood og voru hollywood stafir á vegg, hollywood borðdúkur, glös, diskar og servéttur og til að toppa það var rauður dregill upp að íbúðinni okkar. Inni beið þeirra partýpizzur, marens kökur, snakk og kók og appelsín.



Ekki nóg að hafa bara veitingar, við fórum einnig í leiki.

Fyrst var sett stjarna á bakið á gestunum með nafn af fraegum leikara/leikkonu, svo áttu gestirnir að giska á hver þau væru. Þetta var mjög skemmtilegur leikur, mæli eindregið með honum.



Svo hafði ég búið til marga miða með quote frá kvikmyndum sem ég setti í hatt og ein manneskja í einu átti að taka upp, leika og hinir máttu giska með að rétta upp hendina sem fyrst. Þú fékkst 1 stig fyrir myndina, 1 stig fyrir leikarann sem sagði quotid og 1 stig fyrir karakterinn sem hann lek, svo 3 stig gastu unnið í heildina. Ef þú giskaðir ekki eða gast vitlaust þá máttu hinir reyna. Stefán vann leikinn en þar sem hann vann í afmælinu sem paparazzi þá leyfði hann Dagnýju að fá verðlaunin sem var "Love Guru" dvd.




Í lokin tók fólkið sing star. Við vorum til kl.3 eða 4. Svaka stuð á fólkinu og fannst mér gaman að sjá alla, sérstaklega marga sem ég hafði ekki séð í langan tíma. Einnig fannst mér ljúft að fá öll skilaboðin á facebook.


Takk fyrir komuna, þið sem komuð og fyrir skilaboðin, mér þótti mjög vænt um þau.

No comments: