Saturday, December 13, 2008

Hátíð er í bæ

Þakkargjörðarhátíð eyddi ég í Webster (fyrrum skólanum mínum) tar sem þau settu á borð kalkún, kjöt, graenmeti, kökur og annað meðlæti. Ótrúlega góður matur í hópi góðra vinkvenna.

Maður saknar stundum matsins heima svo ég gerði tilraun að búa til heitan rétt eins og mamma gerir og tókst ágætlega. Lumi líkaði vel við og ég var mjög sátt. Eina vesenið hér með að baka og elda er að hráefnin heima eru ekki til hér eða heita öðrum nöfnum svo ég sé þau ekki.



Við vinkonurnar hittumst á barnum Pointers. Var rosa fínt að hitta stelpurnar og sötra á bjór og skiptast á slúðri svona í lok vikunnar.

Ég fór í jólahádegisverð með vinnunni, fórum á Gmoakeller, ekta austurrískan stað og ég fékk mér súpu og svo snitzel og kartöflusalat, rosalega gott og mikill munur frá kantinunni í vinnunni. Gaman að hanga með starfsfólkinu meira utan vinnunnar.

Dansstudioid mitt, Casomai, hélt einnig upp á jólin. Við hittumst í dansstudioinu, spiluðum bingo (eða ambo eins og það heitir á ítölsku). Svo kom strætó að sækja okkur (með merkinu "Merry Christmas Casomai Team") og við fórum í skoðunaferð, sóttum tvo aðra kennara og enduðum á tapas bar að borða ljúffengan spænskan mat. Rosa skemmtileg og einstök jólaskemmtun.


Í vinnunni er ég og Philippe búin að vera með jólatónlistina á fullu, borðandi mandarínur og jólakökur. Ég er rosa ánægð hjá EPO (evrópsku einkaleyfastofunni), fólkið er rosa ljúft og vinnan er ágæt. Vonast til að fá samningin framlengdan.



6 dagar þar til ég kem heim. Get ekki beðið eftir að hitta ykkur.

1 comment:

Anonymous said...

Ég get heldur ekki beðið eftir að hitta þig !!! heyri í þér á föstudaginn :D