Thursday, December 31, 2009
Uppgjör 2009
Árið var eins og rússíbani, það var gleði er Ásdís systir mín eignaðist tvíbura þann 070809, ég og Lumi fögnuðum 5 ára sambandsafmæli, ferðaðist með vinum og fékk vinnu á hinum ýmsu stöðum. Á hinn bóginn, þá var kreppan farin að segja til sín í Austurríki svo samningnum mínum hjá Raiffeisen var ekki framlengt, erfitt að finna vinnu og þar af leiðandi erfiðara að sjá framtíð mína úti sem fékk mig til að efast allt,einnig þekkt sem Quarterlife Crisis. Ég náði þó að nota atvinnuleysið og einbeita mér að mínum málum og ná mér upp úr krísunni og einbeita mér að jákvæðari hlutum og er nú í betri ástandi en fyrr.
Það helsta á árinu 2009:
Gerðist pressupenni og skrifa þar ennþá, sjá http://www.pressan.is/pressupennar/AnnaClaessen
Skradi mig i Womens Career Network og gerdist PR fyrir tau (sja www.wcnvienna.org).
Samningum mínum hjá EPO lauk í lok mars og fyrsta apríl vann ég hjá Raiffeisen International í 6 mánuði. Kynntist skemmtilegu fólki á báðum stöðum sem ég hitti enn, þ.á.m bíókvöld með Evu og djamm með Tinu, Tom, Andreas og Alex.
Eg og Lumi fórum til Alicante (sumarhús Claessen fjölskyldunnar) i lok juni til ad fagna 5 ara afmaeli okkar.
Heilsumánuður...tók heilan mánuð þar sem ég hjólaði 5 km, lyfti og teygði svo á á hverjum morgni áður en ég fór í vinnuna. Mjög hressandi.
Ég er atvinnulaus, en verð að segja að ég nýt þess. Fæ ég meiri tíma með Lumi (hann vinnur næturvinnu) og get dundað mér við dans, söng og skrif. Einnig get ég slappað af, hef horft mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Alls ekki slæmt ;)
Aðrir atburðir:
Ferðalög: Reykjavík (Ísland), Kaupmannahöfn (Danmörk), Alicante (Spánn), Berlín (Þýskaland) og Traunsee (Austurríki)
Tónleikar: útskriftarball webster
Greinar: The Vienna Review (www.viennareview.net) og pressan (www.pressan.is)
Viðtöl: FM4 tók viðtal við mig tvisvar vegna ástandsins á Íslandi
Keppnir: var valin af 500 umsækjendum að keppa í söngvakeppninni The Voice og vann kampavín í staffeventi Raiffeisen International
Vesen: hitakassinn bilaði og viðgerð á glugga
Heimsókn til Vínar: Alexandra, Anna Nagel, Lenka, Þórdís
Vinna: EPO, Casomai, Betke, Raiffeisen International, Pressan
Heimasíða: http://sites.google.com/site/annaclaessen/home
Hlakka því mjög til nýja ársins 2010..ætla sko að taka það með trompi.
Monday, December 28, 2009
Ný pressugrein: Velkomin heim
Nýjasta greinin mín á Pressunni um lokasetninguna í flugvélum, Velkomin heim og tilfinninguna sem kemur með.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/velkomin-heim
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/velkomin-heim
Wednesday, December 23, 2009
Monday, December 21, 2009
Ný presugrein: Jólahefðir Austurríkismanna
Sunday, December 13, 2009
Ný pressugrein: jólamarkaðir
Friday, December 11, 2009
Jólamyndir/Jólaþættir til að koma okkur í jólaskap
Jólamyndir:
Home Alone
http://www.megavideo.com/?v=P9RNDLUQ
Home Alone: New York
http://www.megavideo.com/?v=10Z988A7
It´s a Wonderful Life
http://www.surfthechannel.com/video/63642/2661850.html
Love Actually
http://www.megavideo.com/?v=7EKX3YX7
Christmas Vacation
http://www.megavideo.com/?v=2K4JIV5M
Miracle on 34th Street
http://www.novamov.com/video/49e272eb4d4da
The Holiday
http://www.megavideo.com/?v=GOIU8O8V
Scrooged
http://www.tudou.com/programs/view/j5RaGFDlxCM/
Elf
http://www.megavideo.com/?v=227ZX3FB
Santa Clause myndirnar
http://megavideo.com/?v=7EAFC12T
http://www.watch-movies-online.tv/movies/the_santa_clause_2/
http://www.watch-movies-online.tv/movies/the_santa_clause_3_the_escape_clause/
Jólaþættir:
Friends:
http://www.tehcake.com/video/Friends/9x10.html
Seinfeld:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/2980240/title/seinfeld-festivus-strike
Grey´s Anatomy:
http://www.tehcake.com/video/Greysanatomy/2x12.htm
How I met your mother:
http://www.megavideo.com/?v=4SXUKFO9
http://www.megavideo.com/?v=CGKA8WWY
Gilmore girls
http://www.megavideo.com/?v=Q0LUZ1FV
http://www.megavideo.com/?v=J6B94LN4
http://www.megavideo.com/?v=8RRORZAB
The Office (3 þættir)
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12168/title/christmas-sitcom-office-christmas-party
http://tvatnet.com/the-office-s03e10-a-benihana-christmas-1.html
http://tvatnet.com/the-office-s05e10-moroccan-christmas.html
Scrubs:
http://www.megavideo.com/?v=YJSQGI81
Will&Grace
http://tehcake.com/video/Willandgrace/5x11.html
Simpsons:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/2978262/title/simpsons-christmas-episode-season-1
Family Guy:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/2980225/title/family-guy-happy-freakin-christmas
That 70´s show
http://www.megavideo.com/?v=I6BFHRLT
Og fyrir krakkana (eða fullorðna sem fíla barnaefni)
Mikki Mús (Mickey Mouse Christmas Carol)
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12937/title/mickeys-christmas-carol
Charlie Brown
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12319/title/charlie-brown-christmas
Strumparnir
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12177/title/smurfs-christmas-special
Grettir (Garfield)
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12181/title/garfield-christmas
Flinstones:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/13204/title/christmas-sitcom-flintstones
Home Alone
http://www.megavideo.com/?v=P9RNDLUQ
Home Alone: New York
http://www.megavideo.com/?v=10Z988A7
It´s a Wonderful Life
http://www.surfthechannel.com/video/63642/2661850.html
Love Actually
http://www.megavideo.com/?v=7EKX3YX7
Christmas Vacation
http://www.megavideo.com/?v=2K4JIV5M
Miracle on 34th Street
http://www.novamov.com/video/49e272eb4d4da
The Holiday
http://www.megavideo.com/?v=GOIU8O8V
Scrooged
http://www.tudou.com/programs/view/j5RaGFDlxCM/
Elf
http://www.megavideo.com/?v=227ZX3FB
Santa Clause myndirnar
http://megavideo.com/?v=7EAFC12T
http://www.watch-movies-online.tv/movies/the_santa_clause_2/
http://www.watch-movies-online.tv/movies/the_santa_clause_3_the_escape_clause/
Jólaþættir:
Friends:
http://www.tehcake.com/video/Friends/9x10.html
Seinfeld:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/2980240/title/seinfeld-festivus-strike
Grey´s Anatomy:
http://www.tehcake.com/video/Greysanatomy/2x12.htm
How I met your mother:
http://www.megavideo.com/?v=4SXUKFO9
http://www.megavideo.com/?v=CGKA8WWY
Gilmore girls
http://www.megavideo.com/?v=Q0LUZ1FV
http://www.megavideo.com/?v=J6B94LN4
http://www.megavideo.com/?v=8RRORZAB
The Office (3 þættir)
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12168/title/christmas-sitcom-office-christmas-party
http://tvatnet.com/the-office-s03e10-a-benihana-christmas-1.html
http://tvatnet.com/the-office-s05e10-moroccan-christmas.html
Scrubs:
http://www.megavideo.com/?v=YJSQGI81
Will&Grace
http://tehcake.com/video/Willandgrace/5x11.html
Simpsons:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/2978262/title/simpsons-christmas-episode-season-1
Family Guy:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/2980225/title/family-guy-happy-freakin-christmas
That 70´s show
http://www.megavideo.com/?v=I6BFHRLT
Og fyrir krakkana (eða fullorðna sem fíla barnaefni)
Mikki Mús (Mickey Mouse Christmas Carol)
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12937/title/mickeys-christmas-carol
Charlie Brown
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12319/title/charlie-brown-christmas
Strumparnir
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12177/title/smurfs-christmas-special
Grettir (Garfield)
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/12181/title/garfield-christmas
Flinstones:
http://www.fanpop.com/spots/christmas/videos/13204/title/christmas-sitcom-flintstones
Saturday, December 05, 2009
Jóladagatal
Til að koma mér og fleirum í jólaskap ákvað ég að hafa mitt eigið jóladagatal, þ.e. að pósta myndböndum á twitter síðuna mína
www.twitter.com/aclaessen
Endilega fylgið mér og komið ykkur í jólaskapið :)
Sjáið pressugreinina mína
www.twitter.com/aclaessen
Endilega fylgið mér og komið ykkur í jólaskapið :)
Sjáið pressugreinina mína
Tuesday, December 01, 2009
Ny pressugrein: Ekki sama hvar maður er Íslendingur
Sunday, November 29, 2009
Þakkargjörðarhátíð, dans og störf
Í tilefni þakkargjörðarhátíðarinnar (Thanksgiving) þá fór ég í gamla skólann minn Webster. Á hverju ári halda þau upp á hátíðina með að gefa nemendum að borða, kalkun, kökur og annað góðgæti. Ég gat ekki staðist svo ég mætti eldsnemma og hjálpaði Agniezsku og Manuleu vinkonum mínum að skreyta og borðaði svo með þeim og Andreeu. Æðislegt að hitta vinkonurnar þar sem ég hef lítið hitt þær því þær eru svo uppteknar í skólanum. Eftir matinn hjálpuðum við svo að taka til og að lokum sáum nýju íbúð Agniezsku sem er í grennd við skólann.
Ég hitti Manuelu þennan manuðinn og fór með henni í smá verslunarleiðangur. Markmiðið var að kaupa buxur. Að finna buxur sem smellpassa er stundum mission impossible, ég vissi þó um eina búð í Kagran, XANADA, sem selur buxur (ekki bara fyrir grannar stelpur). Ég fór með hana þangað og viti menn, hún fann buxur. Þar sem ég lifi á atvinnuleysisbótum stóðst ég mátið og keypti ekki neitt en var glöð að hafa hjálpað henni að finna það sem hún var að leita eftir. Við fengum okkur svo ódyran kínverskan mat og spjölluðum. Ég átti svo að kenna dans um kvöldið svo við skelltum okkur í bæinn, þar sem Christkindlmarkt (jólamarkaður) fyrir framan ráðhúsið.
Ég dýrka að það er alltaf e-h að gerast fyrir framan ráðhúsið. Og þvílík sjón. Jólaljós alls staðar, jólatónlist, adventukransar, hringekja fyrir börnin og básar að selja ýmsan jólaglaðning. Það vinsælasta fyrir fullorðna er þó jólaglöggið, glühwein. Þar safnast fullorðnirnir saman svo stundum er erfitt að komast fram hjá. Ég hef farið á jólamarkaðinn á hverju ári en tók í fyrsta sinn eftir tölunum (líkt og á dagatali) í gluggunum á ráðhúsinu. Ég varð forvitin og vildi vita hvað myndi birtast á 24.des, er þá eitthvað í glugganum? Verð að fara í desember og skoða þetta nánar.
Danskennslan hefur gengið upp og niður. Ekki margir að nenna að mæta í tíma, kannski vegna skóla/vinnuanna. Efast um að það sé vegna veðursins því hér er 10 stiga hiti, rosa fínt veður. Ég tók yfir tíma Özru, hip hop fyrir krakka, streetdance og svo minn eigin jazz tíma. VÁ hvað það tók á. Hreyfingarnar eru svo allt öðruvísi en í jazzballet. Það var þó ekki það eina sem gerði útaf við mig. Hip hop fyrir krakka var martröð því einn strákurinn vildi ekki hlýða, er örugglega með athyglissýki. Azra hafði varið mig við honum. Ég hitaði upp með þeim og kenndi þeim eina rútína, leyfði þeim svo að leika boltaleik og gera sinn eigin dans og freestyle í lokin. Pant ekki vera afleysingakennari aftur fyrir krakka. Engin virðing. Ber virðingu fyrir afleysingakennurum eftir þessa reynslu. Hinir tímarnir gengu þó mjög vel. Ég var mjög fegin að hafa ekkert plan daginn eftir því ég var með þvílíkar harðsperrur.
Mér var boðið í afmæli Claudiu, annars danskennara sem var að sjálfsögðu haldið í Casomai. Þrátt fyrir góðan mat og drykk þá þekkti ég bara 2 manneskjur svo ég fór snemma heim. Hefði viljað taka vin með (bara ef Frikki hefði verið í Vin á þessum tíma), þá hefðum við skemmt okkur konunglega. En svona er þetta.
Gömlu vinnufélagarnir hringdu í mig og buðu mér upp á drykk með þeim. Ég hitti þau á barnum Frankies og spjallaði allengi við þau, við fórum svo á Cafe Leopold en þar var ekkert spes stemmning svo ég og Tina vorum samferða heim. Alltaf gaman að hitta fólk.
Búin að vera atvinnulaus í 2 mánuði þann 15.des, er alltaf að sækja um vinnu en ekkert gengur. Fór þó í nokkur starfsviðtöl og hjálpaði einum fjölmiðlamanni en það gekk ekki (var í raun fegin því ég fílaði ekki að vinna fyrir hann). Nýt tímans með Lumi, kenna dans og skrifa pressugreinar. Er líka að vinna í öðru verkefni, sem er á tilraunastigi svo læt ykkur vita meira seinna þegar það er komið lengra.
Er komin í smá jólaskap eftir að ég og Lumi horfðum á Home Alone, santa clause 2 og Christmas Vacation en vantar enn snjóin og jólafílinginn. vonandi fæ ég hann í desember. Það verður þó aldrei eins og þegar maður var krakki. Þegar maður beið spenntur eftir næsta degi til að sjá hvað maður fékk í skóinn og opna jóladagatalið, þegar allt efni í sjónvarpi var jólatengt sem og lögin í útvarpinu og þegar skólatíminn var eyddur í skraut og sögur.
Mikilvægustu fréttirnar:
Kem heim 17.desember og verð til 8.janúar..... get ekki beðið.
sakna ykkar
Ég hitti Manuelu þennan manuðinn og fór með henni í smá verslunarleiðangur. Markmiðið var að kaupa buxur. Að finna buxur sem smellpassa er stundum mission impossible, ég vissi þó um eina búð í Kagran, XANADA, sem selur buxur (ekki bara fyrir grannar stelpur). Ég fór með hana þangað og viti menn, hún fann buxur. Þar sem ég lifi á atvinnuleysisbótum stóðst ég mátið og keypti ekki neitt en var glöð að hafa hjálpað henni að finna það sem hún var að leita eftir. Við fengum okkur svo ódyran kínverskan mat og spjölluðum. Ég átti svo að kenna dans um kvöldið svo við skelltum okkur í bæinn, þar sem Christkindlmarkt (jólamarkaður) fyrir framan ráðhúsið.
Ég dýrka að það er alltaf e-h að gerast fyrir framan ráðhúsið. Og þvílík sjón. Jólaljós alls staðar, jólatónlist, adventukransar, hringekja fyrir börnin og básar að selja ýmsan jólaglaðning. Það vinsælasta fyrir fullorðna er þó jólaglöggið, glühwein. Þar safnast fullorðnirnir saman svo stundum er erfitt að komast fram hjá. Ég hef farið á jólamarkaðinn á hverju ári en tók í fyrsta sinn eftir tölunum (líkt og á dagatali) í gluggunum á ráðhúsinu. Ég varð forvitin og vildi vita hvað myndi birtast á 24.des, er þá eitthvað í glugganum? Verð að fara í desember og skoða þetta nánar.
Danskennslan hefur gengið upp og niður. Ekki margir að nenna að mæta í tíma, kannski vegna skóla/vinnuanna. Efast um að það sé vegna veðursins því hér er 10 stiga hiti, rosa fínt veður. Ég tók yfir tíma Özru, hip hop fyrir krakka, streetdance og svo minn eigin jazz tíma. VÁ hvað það tók á. Hreyfingarnar eru svo allt öðruvísi en í jazzballet. Það var þó ekki það eina sem gerði útaf við mig. Hip hop fyrir krakka var martröð því einn strákurinn vildi ekki hlýða, er örugglega með athyglissýki. Azra hafði varið mig við honum. Ég hitaði upp með þeim og kenndi þeim eina rútína, leyfði þeim svo að leika boltaleik og gera sinn eigin dans og freestyle í lokin. Pant ekki vera afleysingakennari aftur fyrir krakka. Engin virðing. Ber virðingu fyrir afleysingakennurum eftir þessa reynslu. Hinir tímarnir gengu þó mjög vel. Ég var mjög fegin að hafa ekkert plan daginn eftir því ég var með þvílíkar harðsperrur.
Mér var boðið í afmæli Claudiu, annars danskennara sem var að sjálfsögðu haldið í Casomai. Þrátt fyrir góðan mat og drykk þá þekkti ég bara 2 manneskjur svo ég fór snemma heim. Hefði viljað taka vin með (bara ef Frikki hefði verið í Vin á þessum tíma), þá hefðum við skemmt okkur konunglega. En svona er þetta.
Gömlu vinnufélagarnir hringdu í mig og buðu mér upp á drykk með þeim. Ég hitti þau á barnum Frankies og spjallaði allengi við þau, við fórum svo á Cafe Leopold en þar var ekkert spes stemmning svo ég og Tina vorum samferða heim. Alltaf gaman að hitta fólk.
Búin að vera atvinnulaus í 2 mánuði þann 15.des, er alltaf að sækja um vinnu en ekkert gengur. Fór þó í nokkur starfsviðtöl og hjálpaði einum fjölmiðlamanni en það gekk ekki (var í raun fegin því ég fílaði ekki að vinna fyrir hann). Nýt tímans með Lumi, kenna dans og skrifa pressugreinar. Er líka að vinna í öðru verkefni, sem er á tilraunastigi svo læt ykkur vita meira seinna þegar það er komið lengra.
Er komin í smá jólaskap eftir að ég og Lumi horfðum á Home Alone, santa clause 2 og Christmas Vacation en vantar enn snjóin og jólafílinginn. vonandi fæ ég hann í desember. Það verður þó aldrei eins og þegar maður var krakki. Þegar maður beið spenntur eftir næsta degi til að sjá hvað maður fékk í skóinn og opna jóladagatalið, þegar allt efni í sjónvarpi var jólatengt sem og lögin í útvarpinu og þegar skólatíminn var eyddur í skraut og sögur.
Mikilvægustu fréttirnar:
Kem heim 17.desember og verð til 8.janúar..... get ekki beðið.
sakna ykkar
Thursday, November 19, 2009
Ný pressugrein: Fall Berlínarmúrsins
Enn ein greinin komin á Pressuna
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/falli-berlinarmursins-fagnad-og-eg-med-
Endilega kommentið, langar að vita hvaða greinar ykkar finnst bestar/verstar?
Er eitthvað efni sem þið viljið að ég skrifi um?
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/falli-berlinarmursins-fagnad-og-eg-med-
Endilega kommentið, langar að vita hvaða greinar ykkar finnst bestar/verstar?
Er eitthvað efni sem þið viljið að ég skrifi um?
Monday, November 09, 2009
Berlinarferd
Alexandra vinkona mín var svo ljúf að bjóða mér í heimsókn til hennar í Berlín og ég gat ekki staðist tilboðið svo ég skellti mér til Berlínar á sunnudagskvöldi.
10 stunda rútuferð var frekar erfið þar sem ég náði ekki að sofa heldur las, horfði á myndir og hlustaði á tónlist á ipodnum mínum og hroturnar í kallinum fyrir aftan mig.
Um 6 leytið á mánudegi var ég svo komin til Berlínar. Alexandra sótti mig og við tókum leigubíl heim til hennar. Hún býr í Austur Berlín, rétt hjá Rosenthalerstrasse í rosa fínni 2 herbergja íbuð með gangi, eldhúsi og baðherbergi. Ég svaf út og skrapp svo með Alexöndru í vinnuna hennar og horfði á myndir og skrifaði. Við versluðum svo í matinn og kíktum um kvöldið til félaga hennar (Julian og Till) sem klipptu myndefni sem hún hefði tekið upp á Berlinale (þ.á.m viðtal við Blake Lively, konu Sean Penn og Keanu Reaves, hvorki meira né minna). Á meðan þau klipptu efnið, notaði ég tímann og spjallaði við Till um Munich, L.A. og Berlin. Rosa áhugavert að hlusta á sögur hans.
Búð sem selur Ampelmann (manninn á ljósunum, sem er einungis til í Austur Berlín)
Á þriðjudaginn svaf ég til 12, fékk mér svo hádegismat með Alexöndru og kærasta hennar Paul og fór svo í skoðunarferð, frá Rosenthalerstrasse, alexanderplatz, markað og svo þar sem Deutsche Staatsoper og Guggenheim er. Þvílík sjón. Fannst gaman að sjá öll "hof" in, fallegar búðir faldnar inn í hofunum sem og byggingarnar. Kom mér mjög á óvart. Hitti ALexöndru og við versluðum og hittum svo vinkonur Alexöndru þær Athiye og Nargas frá Íran/Indlandi á Von mir zu dir, rosa funky staður. Fórum heim og ég og Paul horfðum á All the Presidents Men.
Fróðleiksmoli: Athiye sagði mér að uppruni þess að heilsast í hendur væri að sýna að þú værir ekki með nein vopn og að skála væri að sýna að þú hefðir ekki eitrað fyrir hinum (glösin mætast að ofan svo stundum fer smá vökvi úr glasi til hins aðilans).
Miðvikudagur var skoðunarferðardagurinn mikli. Ég hitti Nargas (systur vinkonu Alexöndru) á u-bahnstöð og við skruppum svo á kebab staðinn Baghdad og fengum okkur að borða. Þegar við litum út um gluggann sáum við snjó. Nargas var þvílíkt hissa og ánægð því hún býr í San Diego í Bandaríkjunum og hafði aldrei séð snjó. Svo mikið krútt. Við létum ekki snjókomuna stoppa okkur heldur héldum leið okkar áfram. Áfangastaður East Side Gallery, þar sem leifar Berlínarmúrsins eru. Þar mátti sjá málverk sem voru máluð eftir fall múrsins en svo fyllt í á þessu ári í tilefni 20 ára afmæli falli múrsins. Ég og Nargas tókum fullt af myndum en svo varð myndavélin mín batteríslaus svo ég tók myndirnar á hennar vél. Ég náði þó einni af henni fyrir framan eitt málverkið.
Við vorum varla komnar hálfa leið þegar norsk fjölmiðlakona vildi taka mynd af okkur, okkur fannst þetta mjög fyndið og pósuðum, svo héldum við áfram og þegar við vorum komnar næstum alla leið komu gaurar frá kvikmyndaskóla og tóku myndband og viðtal við okkur. Til að toppa þetta, þá fórum við hjá Brandenburgtor einungis til að vera teknar aftur í viðtal, í þetta sinn af ZDF vegna U2 átti að flytja nokkur lög þar fyrir MTV hátíðina í tilefni afmæli falli múrsins. Eftir allt þetta fórum við svo á Jewish Holocaust Memorial, ótrúlega flott safn, sem skiptist í tímaröð, sögur, staðina, o.s.frv. Ótrúlegt að þetta hafi gerst. Fór heim og slappaði aðeins af þar til Alexandra var búin í vinnunni. Ætluðum svo á nokkra bari en áttum í erfiðleikum með að finna þá svo gengum og gengum um Berlin, enduðum á kjúklingastað (vá hvað hann var góður) og fundum loks fínann bar, sátum þar í smá stund og fórum svo heim
Fróðleiksmoli: Þú getur sagt leigubílsstjóra í Berlín "Kurzstrecke" og einungis borgar 4 evrur (það er þó einungis stutt ferð,t.d. á milli staða)
Graffiti "Fuck the police"
Á fimmtudeginum svaf ég út og hitti Alexöndru svo í hádegismat, labbaði svo upp götu þar sem margar verslanir má finna sem og graffiti (vá hvað ég fíla graffiti og götulist).Næsta stopp var Potsdamer Platz, þar sem er stór verslunarmiðstöð og nútímalegar byggingar. Þar var staður þar sem þú gast rennt þér á kút niður snjó. Fyndið. Einnig mátti sjá nokkra búta frá Berlínarmúrnum þar sem maður sat og seldi visa með öllum stimplunum sem þú þurftir til að fara á milli landamærana. Mér fannst þetta þvílíkt sniðug gjöf svo keypti svoleiðis fyrir mig og Lumi. Ótrúlegt að þegar við fæddumst þá var múrinn enn uppi.
Tók u-bahn og sá Memorial Church, kirkja sem er enn eins og í seinni heimsstyrjöldinni, þvílíkt falleg en þú getur séð rústirnar. Stökk aftur í u-bahn og sá 17.júní götuna og styttuna þar sem Love Parade er haldin ár hvert. Stökk svo aftur í ubahn og hitti Nargas á Alexanderplatz, þar kíktum við á tímabeltislistaverkið og sýningu á friðlegum mótmælum eftir fall múrsins. Kvaddi Nargas, Fór heim og slappaði af þar til við hittum félaga alexöndru (till og julian sem og eitt par). Við drukkum og fórum svo á tvo bari, ekkert spes, einn var með 90s þema, þ.á.m "baby one more time" (var mér hugsað til vælsdruslnanna minna) og svo "quit playing games with my heart" (backstreet boys)...við dönsuðum og hlógum sérstaklega því strákarnir höfðu engan áhuga á að vera þarna. Ég blandaði Long island iced tea, tequila, absinth og bjór svo þið getið ímyndað ykkur hvernig ég var daginn eftir=magakveisa dauðans. Eftir að hafa tekið verkjalyf, þá fór ég á Alexanderplatz og keypti bók og sótti hluti fyrir Alexöndru. Fór svo heim, pakkaði og svo á lestarstöðina. 10 stundir til baka, var fegin að geta sofnað um 2 leytið, sérstaklega því magakveisan kom aftur. Kom þó heil heim á laugardagsmorgun.
Svona endar Berlínarsagan mín, frábær ferð þar sem ég sá heilan helling og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Verð að segja að Berlín kom mér mjög á óvart, hefði alls ekkert á móti að búa í þeirri borg. Hver veit nema ég búi þar seinna meir. En eins og ég sagði Nargas "We´ll always have Berlin"
10 stunda rútuferð var frekar erfið þar sem ég náði ekki að sofa heldur las, horfði á myndir og hlustaði á tónlist á ipodnum mínum og hroturnar í kallinum fyrir aftan mig.
Um 6 leytið á mánudegi var ég svo komin til Berlínar. Alexandra sótti mig og við tókum leigubíl heim til hennar. Hún býr í Austur Berlín, rétt hjá Rosenthalerstrasse í rosa fínni 2 herbergja íbuð með gangi, eldhúsi og baðherbergi. Ég svaf út og skrapp svo með Alexöndru í vinnuna hennar og horfði á myndir og skrifaði. Við versluðum svo í matinn og kíktum um kvöldið til félaga hennar (Julian og Till) sem klipptu myndefni sem hún hefði tekið upp á Berlinale (þ.á.m viðtal við Blake Lively, konu Sean Penn og Keanu Reaves, hvorki meira né minna). Á meðan þau klipptu efnið, notaði ég tímann og spjallaði við Till um Munich, L.A. og Berlin. Rosa áhugavert að hlusta á sögur hans.
Búð sem selur Ampelmann (manninn á ljósunum, sem er einungis til í Austur Berlín)
Á þriðjudaginn svaf ég til 12, fékk mér svo hádegismat með Alexöndru og kærasta hennar Paul og fór svo í skoðunarferð, frá Rosenthalerstrasse, alexanderplatz, markað og svo þar sem Deutsche Staatsoper og Guggenheim er. Þvílík sjón. Fannst gaman að sjá öll "hof" in, fallegar búðir faldnar inn í hofunum sem og byggingarnar. Kom mér mjög á óvart. Hitti ALexöndru og við versluðum og hittum svo vinkonur Alexöndru þær Athiye og Nargas frá Íran/Indlandi á Von mir zu dir, rosa funky staður. Fórum heim og ég og Paul horfðum á All the Presidents Men.
Fróðleiksmoli: Athiye sagði mér að uppruni þess að heilsast í hendur væri að sýna að þú værir ekki með nein vopn og að skála væri að sýna að þú hefðir ekki eitrað fyrir hinum (glösin mætast að ofan svo stundum fer smá vökvi úr glasi til hins aðilans).
Miðvikudagur var skoðunarferðardagurinn mikli. Ég hitti Nargas (systur vinkonu Alexöndru) á u-bahnstöð og við skruppum svo á kebab staðinn Baghdad og fengum okkur að borða. Þegar við litum út um gluggann sáum við snjó. Nargas var þvílíkt hissa og ánægð því hún býr í San Diego í Bandaríkjunum og hafði aldrei séð snjó. Svo mikið krútt. Við létum ekki snjókomuna stoppa okkur heldur héldum leið okkar áfram. Áfangastaður East Side Gallery, þar sem leifar Berlínarmúrsins eru. Þar mátti sjá málverk sem voru máluð eftir fall múrsins en svo fyllt í á þessu ári í tilefni 20 ára afmæli falli múrsins. Ég og Nargas tókum fullt af myndum en svo varð myndavélin mín batteríslaus svo ég tók myndirnar á hennar vél. Ég náði þó einni af henni fyrir framan eitt málverkið.
Við vorum varla komnar hálfa leið þegar norsk fjölmiðlakona vildi taka mynd af okkur, okkur fannst þetta mjög fyndið og pósuðum, svo héldum við áfram og þegar við vorum komnar næstum alla leið komu gaurar frá kvikmyndaskóla og tóku myndband og viðtal við okkur. Til að toppa þetta, þá fórum við hjá Brandenburgtor einungis til að vera teknar aftur í viðtal, í þetta sinn af ZDF vegna U2 átti að flytja nokkur lög þar fyrir MTV hátíðina í tilefni afmæli falli múrsins. Eftir allt þetta fórum við svo á Jewish Holocaust Memorial, ótrúlega flott safn, sem skiptist í tímaröð, sögur, staðina, o.s.frv. Ótrúlegt að þetta hafi gerst. Fór heim og slappaði aðeins af þar til Alexandra var búin í vinnunni. Ætluðum svo á nokkra bari en áttum í erfiðleikum með að finna þá svo gengum og gengum um Berlin, enduðum á kjúklingastað (vá hvað hann var góður) og fundum loks fínann bar, sátum þar í smá stund og fórum svo heim
Fróðleiksmoli: Þú getur sagt leigubílsstjóra í Berlín "Kurzstrecke" og einungis borgar 4 evrur (það er þó einungis stutt ferð,t.d. á milli staða)
Graffiti "Fuck the police"
Á fimmtudeginum svaf ég út og hitti Alexöndru svo í hádegismat, labbaði svo upp götu þar sem margar verslanir má finna sem og graffiti (vá hvað ég fíla graffiti og götulist).Næsta stopp var Potsdamer Platz, þar sem er stór verslunarmiðstöð og nútímalegar byggingar. Þar var staður þar sem þú gast rennt þér á kút niður snjó. Fyndið. Einnig mátti sjá nokkra búta frá Berlínarmúrnum þar sem maður sat og seldi visa með öllum stimplunum sem þú þurftir til að fara á milli landamærana. Mér fannst þetta þvílíkt sniðug gjöf svo keypti svoleiðis fyrir mig og Lumi. Ótrúlegt að þegar við fæddumst þá var múrinn enn uppi.
Tók u-bahn og sá Memorial Church, kirkja sem er enn eins og í seinni heimsstyrjöldinni, þvílíkt falleg en þú getur séð rústirnar. Stökk aftur í u-bahn og sá 17.júní götuna og styttuna þar sem Love Parade er haldin ár hvert. Stökk svo aftur í ubahn og hitti Nargas á Alexanderplatz, þar kíktum við á tímabeltislistaverkið og sýningu á friðlegum mótmælum eftir fall múrsins. Kvaddi Nargas, Fór heim og slappaði af þar til við hittum félaga alexöndru (till og julian sem og eitt par). Við drukkum og fórum svo á tvo bari, ekkert spes, einn var með 90s þema, þ.á.m "baby one more time" (var mér hugsað til vælsdruslnanna minna) og svo "quit playing games with my heart" (backstreet boys)...við dönsuðum og hlógum sérstaklega því strákarnir höfðu engan áhuga á að vera þarna. Ég blandaði Long island iced tea, tequila, absinth og bjór svo þið getið ímyndað ykkur hvernig ég var daginn eftir=magakveisa dauðans. Eftir að hafa tekið verkjalyf, þá fór ég á Alexanderplatz og keypti bók og sótti hluti fyrir Alexöndru. Fór svo heim, pakkaði og svo á lestarstöðina. 10 stundir til baka, var fegin að geta sofnað um 2 leytið, sérstaklega því magakveisan kom aftur. Kom þó heil heim á laugardagsmorgun.
Svona endar Berlínarsagan mín, frábær ferð þar sem ég sá heilan helling og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Verð að segja að Berlín kom mér mjög á óvart, hefði alls ekkert á móti að búa í þeirri borg. Hver veit nema ég búi þar seinna meir. En eins og ég sagði Nargas "We´ll always have Berlin"
Kommentið
Fyrst ég er ekki búin að fá lítið sem ekkert af kommentum á síðustu færslur, þá er komið af ykkur að svara.
Kommentið ef þið lesið bloggið,
-lesið þið það á facebook eða http://annaclaessen.blogspot.com
-það væri líka gaman að vita hve oft, hvað ykkur finnst gott/slæmt,
Sama má segja um pressugreinarnar mínar, ef þið hafið efni sem þið viljið að ég skrifi um, eða viljið kommenta á þær, ekki hika við að kommenta. Alltaf áhugavert að heyra hvað fólki finnst.
Ég var að spá í að hafa bloggið á ensku frá Janúar 2010, nýtt ár, nýtt blogg
hvað finnst ykkur um það?
Kommentið ef þið lesið bloggið,
-lesið þið það á facebook eða http://annaclaessen.blogspot.com
-það væri líka gaman að vita hve oft, hvað ykkur finnst gott/slæmt,
Sama má segja um pressugreinarnar mínar, ef þið hafið efni sem þið viljið að ég skrifi um, eða viljið kommenta á þær, ekki hika við að kommenta. Alltaf áhugavert að heyra hvað fólki finnst.
Ég var að spá í að hafa bloggið á ensku frá Janúar 2010, nýtt ár, nýtt blogg
hvað finnst ykkur um það?
Saturday, November 07, 2009
Atvinnulaus
Þeir sem þekkja mig eru vanir að sjá mig í tveim vinnum og svo að sinna einhverju áhugamáli. Ég finn mér venjulega alltaf eitthvað að gera. Þessa dagana er ég atvinnulaus, tek íslendinginn á þetta og fæ pening frá ríkinu. Ekki því ég kýs það, ég hef sótt um eins og brjálæðingur en ástandið á vinnumarkaðinum er slæmt, 319.320 manns eru atvinnulausir í Austurríki, eða jafnmargir og íbúar Íslands. Ekkert fullt starf, en ég kenni þó ennþá jazzballet hjá Casomai og skrifa greinar fyrir Pressuna.
Það eru þó ýmsir kostir, t.d. fæ ég meiri tíma með Lumi (hann vinnur næturvinnu) og get dundað mér við dans, söng og skrif. Einnig slappað af, hef horft mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Fannst það skrýtið fyrstu vikuna en er núna búin að venjast þessu og tek ráði systur minnar, reyni að fara út hvern dag, þótt það sé ekki nema bara í göngutúr og nota tímann að hanga með lumi, vinum og gera það sem ég vil. Alls ekki slæmt ;)
Notaði tímann og hitti Agnieszku og Ligiu á Charlie Ps, írskum bar og svo Manuelu og Andreeu á Crossfields, áströlskum bar í smá spjall. Gott að geta komist út og heyra þeirra sögur.
Halloween
Mamma keypti indverkan kjól á mig í fyrra og ég fann aldrei tækifæri til að klæðast honum fyrr en á hrekkjarvökunni. Gerði mig til og fór svo í kveðjupartý til Katie (stelpu sem ég hef skrifast við því hún er eigandi Ether online magazine). Ég var sú eina sem var klædd í búning, talandi um að vera öðruvísi. Ég fór á nokkra staði með Katie of fylgiliði en fékk svo nóg og fór heim. Engin stemmning.
Er annars bara búin að taka atvinnuleysinu í afslappelsi og sjónvarpsglápi, lít á það sem frí í Vín.
Það eru þó ýmsir kostir, t.d. fæ ég meiri tíma með Lumi (hann vinnur næturvinnu) og get dundað mér við dans, söng og skrif. Einnig slappað af, hef horft mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Fannst það skrýtið fyrstu vikuna en er núna búin að venjast þessu og tek ráði systur minnar, reyni að fara út hvern dag, þótt það sé ekki nema bara í göngutúr og nota tímann að hanga með lumi, vinum og gera það sem ég vil. Alls ekki slæmt ;)
Notaði tímann og hitti Agnieszku og Ligiu á Charlie Ps, írskum bar og svo Manuelu og Andreeu á Crossfields, áströlskum bar í smá spjall. Gott að geta komist út og heyra þeirra sögur.
Halloween
Mamma keypti indverkan kjól á mig í fyrra og ég fann aldrei tækifæri til að klæðast honum fyrr en á hrekkjarvökunni. Gerði mig til og fór svo í kveðjupartý til Katie (stelpu sem ég hef skrifast við því hún er eigandi Ether online magazine). Ég var sú eina sem var klædd í búning, talandi um að vera öðruvísi. Ég fór á nokkra staði með Katie of fylgiliði en fékk svo nóg og fór heim. Engin stemmning.
Er annars bara búin að taka atvinnuleysinu í afslappelsi og sjónvarpsglápi, lít á það sem frí í Vín.
Wednesday, October 28, 2009
Auf Wiedersehen, Raiffeisen
Ég vann hjá Raiffeisen International í 6 mánuði, en vegna kreppunnar var ekki til peningur fyrir "externals" eins og mig og því var samningurinn ekki endurnýjaður. Yfirmennirnir mínir voru mjög ósáttir þegar þeir heyrðu þetta og vildu halda mér, komu mér meira að segja í viðtal hjá annarri deild , en ég neitaði því starfi, vegna þess að þetta var bara önnur 6 mánaða vinna, mikil vinna og erfitt fólk. Fannst það ekki þess vert. Vildi frekar vera atvinnulaus og leita að einhverju sem hentar mér betur. Er enn að leita....
Svona er að vinna hjá vinnumiðlunum (sem externals), samningarnir stuttir og þú færð ekki afslætti eða aðra kosti sem þú færð þegar þú vinnur hjá fyrirtækinu sjálfu. Aftur á móti færðu meira frelsi og auðveldara að segja þig úr starfi. Þetta er gott fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill (eins og mig) en ég hef núna unnið í ár (á tveim stöðum) og maður fær ógeð á að leita að nýrri vinnu á 6 mánaða fresti.
En svona er staðan í dag í Austurríki. Flest fyrirtæki ráða í gegnum vinnumiðlanir einmitt til þess að vera ekki bundin.
Ok nóg um dapurslega atvinnuumhverfið, þó verð ég að segja að eftir að allir vissu að samningnum mínum væri ekki framlengt , kom fólk með samhryggistóninn og "are you ok?" og "head tilt" eins og í þessu myndbroti úr Friends:
http://www.youtube.com/watch?v=F4595J4Mu7o&feature=related
Áður en ég fór tók ég þó þátt í staffa eventinu, þar sem við vorum sett í ákveðin lið og svo kepptum við í ýmsum þrautum (boccha, spýtuhlaup, giska á kaloriur, lyfta upp kubbum í sameiningu, semja ljóð, þekkirðu vörumerkin, o.s.frv). Við vorum rosa heppin með veður, sól og blíða í Präter Hauptallee (sem er ekkert smá stórt og fallegt svæði). Eftir þrautirnar var okkur svo boðið upp á mexíkóskan mat, drykki og lokum dansleikur. Svo var sagt hver vann þrautirnar: MOLDOVA, ég trúði þessu ekki, mitt lið vann og við fengum kampavín að launum. Snilldarkvöld :)
Kveðjupartýið
Ég starfaði fyrir tvo yfirmenn og tvær deildir í IT deild, flestir karlmenn, svo mér fannst kveðjupartýið mitt frekar skondið enda fullur salur af körlum og svo ég. Ég hló með sjálfri mér og hugsaði að ég væri stödd í verstu martröð Lumi.
Skrifstofukonurnar komu svo inn og gáfu mér 170 evra virði í spa, blóm og smá pening fyrir taxi og svo fékk ég 80 evra gjafabréf á hvaða tónleika sem ég vil, þvílíkt sætt af þeim. Yfirmennirnir komu einnig til mín, héldu ræðu og þökkuðu mér fyrir starf mitt. Svo hlustuðum við á góða tónlist, drukkum bjór og töluðum saman. Eftir að flestir voru farnir fór ég með IT strákunum mínum (Tom, Alex og kærustu hans Andreu, Andreas) og einnig Peter, Oliver og Tsz á bar nærri Raiffeisen sem heitir Kah kah (uppáhalds staður strákanna). Ég á eftir að sakna strákanna (einn er alveg eins og Sheldon í The Big Bang Theory, svo þið getið ímyndað ykkur fjörið sem fylgdi honum), Tinu og Söndru mest af öllum, frábærir einstaklingar þar á ferð.
Ég átti góðan tíma, kynntist mikið af fólki og lærði mikið af þessari reynslu. Ég var í raun komin með ógeð af skrifstofustarfi svo kannski var þetta fyrir bestu, að ýta mér út í djúpu laugina svo ég myndi finna annað starf sem hentaði mér betur.
Auf Wiedersehen, Raiffeisen
Sunday, October 25, 2009
Ný pressugrein
Var að skrifa grein um Austurríkisbúa og Tónflóð (The Sound of Music), eða um þá skemmtilegu staðreynd að flestir Austurríkisbúar hafa ekki séð þá mynd.
Endilega lesið greinina:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/austurrikisbuar-og-songvaseidur
Og kommentið fyrir neðan
Ps. Þegar ég skrifaði þessa grein komst ég að því að íslenskan mín er orðin það slæm að faðir minn (sem les yfir greinarnar mínar) var sjokkeraður.
Því bið ég ykkur að gera eftirfarandi:
1) downloadid skype: www.skype.com (kostar ekkert)
2) addid friendsfan (nafnið mitt á skype)
3) hringja í mig eða aðra sem þið viljið tala við
Saturday, October 17, 2009
Heimasíðan mín
Er búin að vera á fullu að bæta heimasíðuna mína
Setti inn fullt af videoum, starfsferilskrár og upptökur.
Endilega kíkið á síðuna og kommentið.
Heimasíðan mín:
http://sites.google.com/site/annaclaessen/home
Setti inn fullt af videoum, starfsferilskrár og upptökur.
Endilega kíkið á síðuna og kommentið.
Heimasíðan mín:
http://sites.google.com/site/annaclaessen/home
Saturday, October 03, 2009
Danmerkurferð
Ásdís systir mín og unnustinn hennar Ragnald eignuðust tvær fallegar stelpur þann 070809. Stelpurnar höfðu hins vegar ekki fengið nöfn, svo þær voru kallaðar A og B eða 1 og 2. Þær gátu þó ekki endalaust haldið þeim einkennum svo Ásdís og Ragnald ákváðu að halda smá nafnaveislu og bjóða fjölskyldunni í heimsókn. Ég, mamma, amma og pabbi ferðuðumst því til Kaupmannahafnar.
Ég kom á þriðjudaginn 21.september og var til 1.október. Ég mætti galvösk á hverjum degi og naut félagsskapar Ásdísar og stelpnanna. Var rosa dugleg að passa skvísurnar. Ég gisti svo fyrir ofan íbúðina hennar Rögnu vinkonu minnar í herbergi með tveimur rúmum með félagsmiðstöð (eða svoleiðis) við hliðina á. Fór í mömmuklúbbapartý hjá Rögnu, þar sem við spiluðum party og co og drukkum en svo um kvöldið fór ég upp í herbergið mitt en gat ekki sofnað fyrr en 5 því þau spiluðu rokk tónlist í félagsmiðstöðinni. The Immigrant song kl. 4 um nóttina er ekki beint vögguvísa.
Á laugardeginum var nafnaveislan alræmda, hún var haldin í veislusal hjá afa ragnalds. Þar mættust fjölskyldur Ragnalds og Ásdísar í kaffi og kökur. Stelpurnar fengu loksins nöfnin Viktoria og Helene Kruse. Ragnald og pabbi (fyrir hönd Viktoríu) héldu svo fallegar ræður í tilefni dagsins og að lokum voru teknar upp gjafir með hjálp Sif og Jóns. Sif söng líka skemmtilega útgáfu af Mamma mia ("mama mia..hello hello kitty...my my how can i resist you)...svo sætt. Skemmtileg stund með fjölskyldunni.
Ragnald bauð mér, pabba, mömmu og ömmu í sunnudagsmat með þeim Ásdísi, þar sem hann eldaði týpískan jólamat, svínakjöt með góðri brúnni sósu ásamt rauðkáli og kartöflum. Ekkert smá góður matur. Vantaði bara tartaletturnar ;)
Við stelpurnar fórum einnig í verslunarferð, ég verslaði fullt af fötum í H&M, enda komin tími til, alltof langt síðan ég verslaði föt. Ég var einnig svaka dugleg að hjóla og labba frá Rögnu til Ásdísar, ekkert smá stolt af sjálfri mér.
Það var æðislegt að hanga með Rögnu, Ásdísi og skvísunum Helene og Viktoriu. Við Ragna grínuðumst með að þetta væri í fyrsta sinn sem við værum í mömmuleik. Ég sá miklar breytingar hjá stelpunum bara á þessum nokkru dögum, farnar að sparka meira og gera meira með höndunum sem og tungunum þeirra (alltaf að ulla). Þær voru góðar, öskruðu bara ef þær voru svangar eða með magaverk. Ásdís er ekkert smá góð mamma og ég er svoooo stolt af henni.
Frábær ferð!!!!!
Friday, October 02, 2009
Helgarferð til Traunsee
Við vinkonurnar vorum búin að plana helgarferð til Bucharest í Rúmeníu og ætluðum að gista hjá Ligiu/Andreeu/Patriciu..... 2 vikum fyrir ferðina fór flugfélagið okkar Skyeurope á hausinn = bæ bæ Bucharest.
Ligia stakk því upp á Traunsee, sem er fallegur bær í efri Austurríki. Ligia, Andreea, Alexandra, Aga, Patricia og ég hittumst því á laugardagsmorgunn hjá bensínstöð hjá Schwedenplatz og fórum svo á tveimur bílum til Traunsee með einu tveimur stoppum. Við gistum á hosteli sem hét "The Tree House", rosa kósý sveitahotel, með þrem kojum sem við sex stelpurnar gátum sofið í.
Svo keyrðum við til Traunsee þar sem við löbbuðum um og fengum okkur að borða. Þessi bær var svaka litríkur með litlum götum og svo nokkrum búðum og veitingastöðum. Svo var það þessi fallegi sjór. Við spjölluðum um lífið og tilveruna og slöppuðum af. Um kvöldið fórum við aftur í tréhúsið og höfðum partý með kampavíni sem ég hafði unnið í vinnu event daginn áður, svaka stuð!!!!
Daginn eftir fórum við í batsferð um Traunsee og fórum svo til baka til Vínar. Ég gaf Patriciu áritaða mynd af Hugh Laurie (uppáhaldinu hennar), þar sem hún hefur gengið í gegnum ótrulega mikið síðan ég kynntist henni og það minnsta sem ég gat gert var að kæta hana svona.
Mæli eindregið með ferð til Traunsee, ótrúlega fallegur staður, eins og þið getið séð á myndunum.
Monday, September 14, 2009
Sunday, September 13, 2009
Ch..ch..changes
Ég byrja hvern morgunn með að vakna klukkan 7 og fara í ræktina Elixia, sem er á móti mér. Ég hjóla 5 km, fer svo í tæki og að lokum geri 50 magaæfingar og teygi á. Þetta program tekur klukkutíma. Ég kíki líka stundum í sund, en oftast er svo fullt á morgnana svo það tekur sig ekki.
Hitti Manuelu og við röltuðum um fallegu vínarborg og horfðum svo á síðustu þættina á Grey´s Anatomy sem hún hefði ekki séð. Ég hitti einnig Evu og við fórum á The Hangover í bíó. Mjög fyndin mynd.
Vinnan mín fór út að borða á Schweizerhaus, ágætur matur, spjallaði við vinnufélaga og þeir kynntu mér fyrir spezi (cola og fanta). Næsta dag var einnig vinnuatburður svo við fengum okkar nokkra bjóra. Í lok vikunnar ætlaði ég að hanga í bænum þar til ég hitti vinkonur minar (Agnieszku, ligiu, Andreeu og Patriciu) en fór í staðinn með strákunum í vinnunni út að borða og svo hanga á barnum þar til ég hitti stelpurnar á charlie ps. Þar var svaka gaman með stelpunum sem og strákunum úr vinnunni. Hitti einnig Andreeu í kaffi á Coffee day (modern kaffihús), svo er búin að vera mjög dugleg að hitta vini og kunningja
Ég fékk þær slæmu fréttir að heyra að samningnum mínum væri ekki framlengt vegna cost cutting. Yfirmenn mínir voru alls mjög óánægðir með að þurfa að gera þetta því þeir voru mjög ánægðir með vinnu mína. Þeir reyndu að fá mig í annað starf í annarri deild með öðrum yfirmanni og á öðrum stað. Ég fór í viðtal en líkaði ekki við yfirmanninn, starfsálagið og starfið myndi aðeins vera í 6 mánuði svo ekki þess vert.
Fór í tvö önnur viðtöl, eitt hjá Webster (sem admission officer) sem ég fékk ekki, svo hjá MMS (mobile messaging solutions), sem gekk ágætlega en ég á eftir að heyra frá því. Ég hef einnig sótt um á mörgum öðrum stöðum svo er bara að bíða eftir svörum. Ég þoli ekki starfviðtöl því mér finnst það eins og áheyrnapróf, að reyna að vera manneskjan sem þau sækjast eftir. Ég skrifaði einmitt grein um það á pressuna: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/starfsvidtol--aheyrnarprof
Tók maraþon á The Big Bang Theory.. mjög fyndinn þátt um 3 nörda og venjulega stelpu, sérstaklega fyndinn því karakterinn Sheldon er alveg eins og einn vinnufélagi minn :P
Lumi kominn til baka svo ég hef notið tímans með honum, Vín er ekki þess verð án hans.
Svo nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í vinnumálum... þar til næst
Hitti Manuelu og við röltuðum um fallegu vínarborg og horfðum svo á síðustu þættina á Grey´s Anatomy sem hún hefði ekki séð. Ég hitti einnig Evu og við fórum á The Hangover í bíó. Mjög fyndin mynd.
Vinnan mín fór út að borða á Schweizerhaus, ágætur matur, spjallaði við vinnufélaga og þeir kynntu mér fyrir spezi (cola og fanta). Næsta dag var einnig vinnuatburður svo við fengum okkar nokkra bjóra. Í lok vikunnar ætlaði ég að hanga í bænum þar til ég hitti vinkonur minar (Agnieszku, ligiu, Andreeu og Patriciu) en fór í staðinn með strákunum í vinnunni út að borða og svo hanga á barnum þar til ég hitti stelpurnar á charlie ps. Þar var svaka gaman með stelpunum sem og strákunum úr vinnunni. Hitti einnig Andreeu í kaffi á Coffee day (modern kaffihús), svo er búin að vera mjög dugleg að hitta vini og kunningja
Ég fékk þær slæmu fréttir að heyra að samningnum mínum væri ekki framlengt vegna cost cutting. Yfirmenn mínir voru alls mjög óánægðir með að þurfa að gera þetta því þeir voru mjög ánægðir með vinnu mína. Þeir reyndu að fá mig í annað starf í annarri deild með öðrum yfirmanni og á öðrum stað. Ég fór í viðtal en líkaði ekki við yfirmanninn, starfsálagið og starfið myndi aðeins vera í 6 mánuði svo ekki þess vert.
Fór í tvö önnur viðtöl, eitt hjá Webster (sem admission officer) sem ég fékk ekki, svo hjá MMS (mobile messaging solutions), sem gekk ágætlega en ég á eftir að heyra frá því. Ég hef einnig sótt um á mörgum öðrum stöðum svo er bara að bíða eftir svörum. Ég þoli ekki starfviðtöl því mér finnst það eins og áheyrnapróf, að reyna að vera manneskjan sem þau sækjast eftir. Ég skrifaði einmitt grein um það á pressuna: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/starfsvidtol--aheyrnarprof
Tók maraþon á The Big Bang Theory.. mjög fyndinn þátt um 3 nörda og venjulega stelpu, sérstaklega fyndinn því karakterinn Sheldon er alveg eins og einn vinnufélagi minn :P
Lumi kominn til baka svo ég hef notið tímans með honum, Vín er ekki þess verð án hans.
Svo nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í vinnumálum... þar til næst
Thursday, September 10, 2009
Pressugreinin min um Obama
Önnur greinin min a pressusidunni var um raedu Obama, sem sja ma her ad nedan.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/obama-hugsjonamadur-eda-fjolmidlamadur
Tid getid sed linka a pressugreinar minir a haegri hlid tessa sidu
Eg baetti einnig vid link a helstu pressufrettir a botninn a sidunni, sem og twitter faerslum minum og youtube myndböndum minum. Tessi sida aetti nu ad innihalda allt ordspor/fotspor mitt a netinu ;)
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/obama-hugsjonamadur-eda-fjolmidlamadur
Tid getid sed linka a pressugreinar minir a haegri hlid tessa sidu
Eg baetti einnig vid link a helstu pressufrettir a botninn a sidunni, sem og twitter faerslum minum og youtube myndböndum minum. Tessi sida aetti nu ad innihalda allt ordspor/fotspor mitt a netinu ;)
Wednesday, September 09, 2009
Monday, September 07, 2009
Orðin pressupenni
Ákvað að gerast pressupenni og sýna Íslendingum fjölmiðlahæfni mína
Endilega tékkið á fyrstu greininni:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/velkomin-til-vinarborgar
Endilega tékkið á fyrstu greininni:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Onnu_Classen/velkomin-til-vinarborgar
Sunday, September 06, 2009
Ný heimasíða
Ég hef skrifað yfir 30 greinar í The Vienna Review, farið í tvö útvarpsviðtöl og hef mismunandi reynslu í söng, dansi og leiklist. Flestir vita það þó ekki, svo mig langaði í langan tíma að gera heimasíðu þar sem ég gæti sett allt inn. Í gær var ég svo að flakka á milli síða og rambaði inn á google heimasíður. Þetta var akkúrat það sem ég var að leita af svo eyddi helginni í að setja inn allt mitt efni, og árangurinn er eftirfarandi, sjá heimasíðuna
http://sites.google.com/site/annaclaessen/home
Endilega kommentið fyrir neðan hvað ykkur finnst :)
http://sites.google.com/site/annaclaessen/home
Endilega kommentið fyrir neðan hvað ykkur finnst :)
Friday, August 21, 2009
Ágúst mánuður
Vinirnir og Lumi erlendis, engin danskennsla né WCN fundir.... bara vinna. Ég skal segja ykkur að ágústmánuður var ekki beint skemmtilegur. Fékk mikla heimþrá, sérstaklega þegar ásdís átti tvíburana þann 070809 og gay pride var í gangi heima, svo hefði viljað vera í danmörku, íslandi eða með lumi í kosovo.
Ég horfði því mikið á kvikmyndir, þ.á.m The Ugly Truth, Adventureland, Into the Wild, Hangover, Funny People, Labour Pains, Ice Age 3, Flash of Genius, Nick and Norahs infinite playlist, Big Lebowski, Tropic Thunder, Ed Wood, American Pie 3, Knocked up, Wedding Crashes, He´s just not that into you, I hate Valentines Day, Management, Ghost Town, Gone Baby Gone og svo tók nokkur maraþon á The Office bæði UK og US.
Ég hitti Þórdísu Vínarfara, ásamt kærasta hennar og fórum við í smá göngutúr um vín og svo á kaffihús, svo Teodoru og við spjölluðum og nutum veðursins í Volksgarten og loks Önnu Nagel (sem býr um þessar mundir í Bandaríkjunum, er að fara í Master þar), við fórum á Rathausplatz og fengum okkur að borða þar, rosa gaman að sjá hana.
Ég hitti Antoniu, fyrrum kennara minn sem er pianisti og vinnur mikið í tónlistinni sinni, gaf meira að segja út geisladisk. Við spjölluðum saman um tónlist og hugsanlega vinnu saman. Hún gaf mér miklar hugmyndir og fólk sem ég gæti unnið með. Rosalega áhugavert að tala við hana og mér finnst tónlistin hennar æðisleg. Vonast til að geta unnið frekar með henni.
Ég kenndi eitt sinn brúðarvals, ég dýrka að kenna fólki þetta, því fólkið er svo ánægt og áhugasamt og svo ástfangið. Líka gaman að sjá hve þeim fer fram.
Við stelpurnar í vinnunni ákváðum að hafa girls night, svo við skelltum okkur eftir vinnu á T.G.I fridays og fengum okkur að borða og svo kokteila. Rosa gaman. Í gær var svo afmælis og kveðjupartý hjá tveim vinnufélögum okkar, BBQ hjá donauinsel, mikið borðað og drukkið og svaka gaman.
Á morgun kemur svo Lumi... hlakka ótrúlega mikið til að sjá hann enda búin að sakna hans mikils. Get ekki beðið.
Ég horfði því mikið á kvikmyndir, þ.á.m The Ugly Truth, Adventureland, Into the Wild, Hangover, Funny People, Labour Pains, Ice Age 3, Flash of Genius, Nick and Norahs infinite playlist, Big Lebowski, Tropic Thunder, Ed Wood, American Pie 3, Knocked up, Wedding Crashes, He´s just not that into you, I hate Valentines Day, Management, Ghost Town, Gone Baby Gone og svo tók nokkur maraþon á The Office bæði UK og US.
Ég hitti Þórdísu Vínarfara, ásamt kærasta hennar og fórum við í smá göngutúr um vín og svo á kaffihús, svo Teodoru og við spjölluðum og nutum veðursins í Volksgarten og loks Önnu Nagel (sem býr um þessar mundir í Bandaríkjunum, er að fara í Master þar), við fórum á Rathausplatz og fengum okkur að borða þar, rosa gaman að sjá hana.
Ég hitti Antoniu, fyrrum kennara minn sem er pianisti og vinnur mikið í tónlistinni sinni, gaf meira að segja út geisladisk. Við spjölluðum saman um tónlist og hugsanlega vinnu saman. Hún gaf mér miklar hugmyndir og fólk sem ég gæti unnið með. Rosalega áhugavert að tala við hana og mér finnst tónlistin hennar æðisleg. Vonast til að geta unnið frekar með henni.
Ég kenndi eitt sinn brúðarvals, ég dýrka að kenna fólki þetta, því fólkið er svo ánægt og áhugasamt og svo ástfangið. Líka gaman að sjá hve þeim fer fram.
Við stelpurnar í vinnunni ákváðum að hafa girls night, svo við skelltum okkur eftir vinnu á T.G.I fridays og fengum okkur að borða og svo kokteila. Rosa gaman. Í gær var svo afmælis og kveðjupartý hjá tveim vinnufélögum okkar, BBQ hjá donauinsel, mikið borðað og drukkið og svaka gaman.
Á morgun kemur svo Lumi... hlakka ótrúlega mikið til að sjá hann enda búin að sakna hans mikils. Get ekki beðið.
Wednesday, August 12, 2009
Saturday, August 08, 2009
Tvíburar í fjölskyldunni
Monday, July 27, 2009
Útvarpsviðtal við mig
Starfsmaður FM4 Steven Crilley tók viðtal við mig á föstudaginn v/umsókn Íslands í ESB. Þetta er annað viðtalið mitt við útvarpsstöðina, rosa gaman að fá smá innsýn í útvarpsstarf. Klikkið á linkinn fyrir neðan til að heyra viðtalið.
Viðtalið mitt
Viðtalið mitt
Saturday, July 25, 2009
Sumar á Íslandi
Miðvikudaginn 8.júlí (afmælisdagur mömmu) hélt ég áleiðis til Íslands, en stoppaði fyrst í Kaupmannahöfn, Danmörku til að heimsækja systur mína (sem er ólétt af tvíburum). Ég heilsaði upp á hana og unnustann, sá heimilið þeirra sem var fullt af barnadóti og fór svo með systur minni niður í bæ þar sem við hittum vini hennar og keyptum afmælisgjöf handa móður okkar. Það var yndislegt að hitta hana enda hef ég saknað hennar.
Eftir nokkurra klst flugferð var ég komin til íslands. Mamma sótti mig og fór með mig á detoxstöðina sem hún á (ásamt Jónínu Ben) í Reykjanesbæ. Áhugavert að koma frá vín og kaupmannahöfn til keflavíkur þar sem ríkti ró og friður. Engin á ferli. Mamma sýndi mér detoxstöðina, rosalega flott og kósý staður og við enduðum síðan kvöldið með að fara í heita pottinn, yndislegur endir á löngum degi.
Ég vaknaði hress og kát á þriðjudeginum og fór í gönguferð með fólkinu á detoxstöðinni. Eftir að hafa teygt á fór ég svo í nudd hjá tveimur pólskum nuddurum sem vinna á stöðinni. Stundum er ekkert betra en að slappa af og fá nudd. Ég fór svo í herbergið mitt og horfði á Out of Africa þar til pabbi kom að sækja mig. Við keyrðum í smáralindina, keypti íslenskan mat þar á meðan pabbi keypti hjól sem afmælisgjöf handa mömmu. Um kvöldið fór svo fjölskyldan mín út að borða á Ítalíu til að fagna afmæli mömmu. Ótrúlegt hvað fjölskylda mín lítur vel út, allir svo grannir, stefán missti 30 kíló, pabbi alltaf að hlaupa og mamma í detox. Ég er orðin þybbnust í fjölskyldunni :P
Á föstudaginn slappaði ég af og horfði á amerísku útgáfuna af "The Office", uppáhaldið mitt er Jim, Pam og Dwight...mjög skemmtilegir þættir.
Besta er sambandið milli Pam og Jim
Um kvöldið fór ég svo til Frikka (og Davíð kærasta hans) og held ég hafi aldrei hlegið eins mikið og það kvöld þar sem við vorum að reyna að gera fyndið atriði fyrir brúðkaup systur hans næsta dag.
Á laugardaginn vöknuðum snemma, fórum í Kornhlöðuna, sal nærri Lækjarbrekku og gerðum allt tilbúið fyrir brúðkaup Nadiru og Söndru, lesbískt/búddhista brúðkaup. Þemað var 1930 og sást það á skreytingum, lögum sem og fötunum þeirra, enda gengu þær gullfallegar meðfram sætum okkar að alteri (eða kannski heitir það öðru nafni í búddhatrú). Þar kyrjuðu þær ásamt gestum í u.þ.b 10 min og var svo gefið 3 skálar sem átti að tákna líf þeirra saman. Svo hélt konan sem gaf þeir saman ótrúlega fallega ræðu um ást og brúðkaup, svo sagði Nadira quote eftir Shakespeare og Sandra quote eftir John Lennon og svo voru þær gefnar saman (dóttir Söndru, Tinna, kom með hringana) og kysstust. Ótrúlega falleg stund. Svo söng vinkona þeirra, við borðuðum góðan pinnamat og næst bað frikki nadiru systur hans um fyrsta dansinn... ég fór næstum að hágráta þetta var svo falleg stund. Síðar í brúðkaupinu dönsuðu svo brúðhjónin saman ásamt gestum þeirra. Mér fannst líka mjög gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki hitt í mörg ár eins og Daða, Elvu, Magga og Skjöld. Ég vildi ekki hafa að missa af þessari stund, enda ógleymanleg. Þvílík upplifun.
Á laugardagskvöldið hittumst ég, Frikki, Davíð, Óli Helgi og unnusti hans Daníel heima hjá Frikka og Daníel og fórum í drykkjuleik og töluðum um brúðkaupið sem og brúðkaup óla og daníels. Enduðum svo með að fara á nýjasta gay staðinn Barbara, þar sem er spiluð snilldartónlist (ein af ástæðum fyrir að ég fíla gay staðina, góð tónlist, félagskapur) og dönsuðum við alla nóttina. Um 4 leytið löbbuðum við svo að hallgrímskirkju, tókum fullt af myndum (af okkur ad hoppa). Ótrúlegt hvað veðrið var gott og svo bjart. Loks urðum við það svöng að við löbbuðum niður á subway og fórum svo heim. Snilldarkvöld.
Á sunnudaginn var svo slappað af og ég og Frikki kíktum i Kolaportið til að hitta Svölu, Haffa og restina í Steed lord þar sem þau voru með fatamarkað. Svo fórum við í bíó á The sister´s keeper (ef þú grætur ekki á þessari mynd ertu velmenni), ótrulega falleg. Á mánudag fór ég í bíó með Guðrúnu á Brüno, sem mér fannst alger snilld (sértaklega því hann átti að vera austurriskur og fylgdi því ákveðin húmor).
Á þriðjudaginn hitti ég Dagnýju og fórum við á American Style, í göngutúr um miðbæinn og enduðum á English Pub, þar sem við björguðum einum manni (Valur að nafni) frá fullnum manni sem var að angra hann. Valur var allt kvöldið að spjalla við okkur, svo að fulli kallinn reyndi meira að segja að fá eina af okkur, valur þurfti því að bjarga okkur á moti. Í þakklæti fékk ég trúbadorinn til að syngja bowie lag fyrir hann. Mikill einkahúmor kom út úr þessu kvöldi hjá mér og dagnýju enda er þetta kvöld þar sem þú þurftir að hafa verið þarna til að skilja hve fyndið það var.
Á miðvikudaginn hjálpaði ég mömmu við detox ráðstefnu sem haldin var á Grand hotel með að selja miða á ráðstefnuna, gekk rosa vel miðasalan og ráðstefnan yfir höfuð. Svo komu Davíð, Frikki og Valdi (bróðir Frikka) og við fórum í Heiðmörk, þar sem við grilluðum og spiluðum svo ýmsa barnaleiki með vinum Davíðs (m.a. skotbolta, hollinn skollinn, dimmalimm, stórfiskaleikur o.fl). Ótrúlega gaman að leika sér.
Fyndið að sjá muninn á detox- og sveita útlitinu mínu...heheh
Á fimmudaginn hékk ég með Frikka og Davíð og nutum við sólarinnar með að fara á Austurvöll, þar hafði Alþingi ákveðið að samþykkja umsókn í ESB svo vorum við vör við nokkur mótmæli. Við röltuðum síðan um fallegu Reykjavíkurborg. Um kvöldið fór ég með Dagnýju, Frikka og Bryndísi á pöbbarölt þar sem við enduðum auðvitað á English Pub og fengum okkur smá að drekka. Alltaf gaman að hitta vini. Á föstudagskvöldið var svo afmælið hennar Dagnýjar. Ég og Frikki fórum ásamt Stefáni og Eydísi í Hafnarfjörðinn. Það var ekkert smá stuð, fórum í drykkjuleik við Vælsmyndbandið (Vælið er söngvakeppni í Verzlunarskóla Íslands, þar sem ég tók eitt sinn þátt og dönsuðu Dagný, Guðrún og Frikki meðal annarra hjá mér, ótrúlega fyndið), við drukkum við hvert klúður, snilldarleikur. Svo var twister drykkjarleikur (já twister leikurinn) var mjög skrautlegt og fyndið enda guðrún, dagný og tinna og svo bróðir dagnýjar og vinir hans, ég, Bryndís og frikki hlógum og tókum myndir. Við skemmtum okkur til að verða 2-3 og fórum svo í bæinn, ég og Frikki fórum á Barböru þar sem við hittum meðal annars Össa, Daníel, Magga og Haffa. Rosa skemmtilegt kvöld.
Á sunnudaginn hitti ég Þórdunni þar sem við kíktum í smá ísbíltur, leið svo illa nokkru seinna svo ég var heima, um kvöldið náði ég þó að jafna mig og hitti Árnnyju í smá bíltúr. Á mánudaginn var svo gott veður að ég og mamma skelltum okkur í sund og sólbað, svo hitti ég Auði í smá kaffi, Hörpu í karaoke, Alexöndru í mat á Horninu og loks smá hitting á English Pub en þar mættust ég, Alexandra, Sandra, Nadira, Dagný, Guðrun, Matthildur og kærasti hennar. Æðislegt að hitta alla.
Á þriðjudaginn pakkaði ég svo, borðaði heimalagaðan mat með fjölskyldunnni og kíkti til ömmu og afa um kvöldið ásamt því að kveðja frikka og davíð. Á miðvikudaginn stoppaði ég aftur í kaupmannahöfn og fyrst systir mín var í pre-baby myndatöku fór ég til Rögnu vinkonu og fjölskyldu hennar (kærasta að nafni Arnar og 1 árs Brynju) og skutlaðist svo í smá heimsókn til systu. Loks tók ég flugvélina til Vínar. Tvær vikur er allt of lítið, en æðislegar, sérstaklega ánægð hve heppin ég var með veður. Þótti ótrúlega vænt um að sjá fjölskyldu og vini og verð að segja að ég sakni þeirra sárt þegar ég er í Vín, en svona er þetta að búa erlendis. Þar til næst....
Eftir nokkurra klst flugferð var ég komin til íslands. Mamma sótti mig og fór með mig á detoxstöðina sem hún á (ásamt Jónínu Ben) í Reykjanesbæ. Áhugavert að koma frá vín og kaupmannahöfn til keflavíkur þar sem ríkti ró og friður. Engin á ferli. Mamma sýndi mér detoxstöðina, rosalega flott og kósý staður og við enduðum síðan kvöldið með að fara í heita pottinn, yndislegur endir á löngum degi.
Ég vaknaði hress og kát á þriðjudeginum og fór í gönguferð með fólkinu á detoxstöðinni. Eftir að hafa teygt á fór ég svo í nudd hjá tveimur pólskum nuddurum sem vinna á stöðinni. Stundum er ekkert betra en að slappa af og fá nudd. Ég fór svo í herbergið mitt og horfði á Out of Africa þar til pabbi kom að sækja mig. Við keyrðum í smáralindina, keypti íslenskan mat þar á meðan pabbi keypti hjól sem afmælisgjöf handa mömmu. Um kvöldið fór svo fjölskyldan mín út að borða á Ítalíu til að fagna afmæli mömmu. Ótrúlegt hvað fjölskylda mín lítur vel út, allir svo grannir, stefán missti 30 kíló, pabbi alltaf að hlaupa og mamma í detox. Ég er orðin þybbnust í fjölskyldunni :P
Á föstudaginn slappaði ég af og horfði á amerísku útgáfuna af "The Office", uppáhaldið mitt er Jim, Pam og Dwight...mjög skemmtilegir þættir.
Besta er sambandið milli Pam og Jim
Um kvöldið fór ég svo til Frikka (og Davíð kærasta hans) og held ég hafi aldrei hlegið eins mikið og það kvöld þar sem við vorum að reyna að gera fyndið atriði fyrir brúðkaup systur hans næsta dag.
Á laugardaginn vöknuðum snemma, fórum í Kornhlöðuna, sal nærri Lækjarbrekku og gerðum allt tilbúið fyrir brúðkaup Nadiru og Söndru, lesbískt/búddhista brúðkaup. Þemað var 1930 og sást það á skreytingum, lögum sem og fötunum þeirra, enda gengu þær gullfallegar meðfram sætum okkar að alteri (eða kannski heitir það öðru nafni í búddhatrú). Þar kyrjuðu þær ásamt gestum í u.þ.b 10 min og var svo gefið 3 skálar sem átti að tákna líf þeirra saman. Svo hélt konan sem gaf þeir saman ótrúlega fallega ræðu um ást og brúðkaup, svo sagði Nadira quote eftir Shakespeare og Sandra quote eftir John Lennon og svo voru þær gefnar saman (dóttir Söndru, Tinna, kom með hringana) og kysstust. Ótrúlega falleg stund. Svo söng vinkona þeirra, við borðuðum góðan pinnamat og næst bað frikki nadiru systur hans um fyrsta dansinn... ég fór næstum að hágráta þetta var svo falleg stund. Síðar í brúðkaupinu dönsuðu svo brúðhjónin saman ásamt gestum þeirra. Mér fannst líka mjög gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki hitt í mörg ár eins og Daða, Elvu, Magga og Skjöld. Ég vildi ekki hafa að missa af þessari stund, enda ógleymanleg. Þvílík upplifun.
Á laugardagskvöldið hittumst ég, Frikki, Davíð, Óli Helgi og unnusti hans Daníel heima hjá Frikka og Daníel og fórum í drykkjuleik og töluðum um brúðkaupið sem og brúðkaup óla og daníels. Enduðum svo með að fara á nýjasta gay staðinn Barbara, þar sem er spiluð snilldartónlist (ein af ástæðum fyrir að ég fíla gay staðina, góð tónlist, félagskapur) og dönsuðum við alla nóttina. Um 4 leytið löbbuðum við svo að hallgrímskirkju, tókum fullt af myndum (af okkur ad hoppa). Ótrúlegt hvað veðrið var gott og svo bjart. Loks urðum við það svöng að við löbbuðum niður á subway og fórum svo heim. Snilldarkvöld.
Á sunnudaginn var svo slappað af og ég og Frikki kíktum i Kolaportið til að hitta Svölu, Haffa og restina í Steed lord þar sem þau voru með fatamarkað. Svo fórum við í bíó á The sister´s keeper (ef þú grætur ekki á þessari mynd ertu velmenni), ótrulega falleg. Á mánudag fór ég í bíó með Guðrúnu á Brüno, sem mér fannst alger snilld (sértaklega því hann átti að vera austurriskur og fylgdi því ákveðin húmor).
Á þriðjudaginn hitti ég Dagnýju og fórum við á American Style, í göngutúr um miðbæinn og enduðum á English Pub, þar sem við björguðum einum manni (Valur að nafni) frá fullnum manni sem var að angra hann. Valur var allt kvöldið að spjalla við okkur, svo að fulli kallinn reyndi meira að segja að fá eina af okkur, valur þurfti því að bjarga okkur á moti. Í þakklæti fékk ég trúbadorinn til að syngja bowie lag fyrir hann. Mikill einkahúmor kom út úr þessu kvöldi hjá mér og dagnýju enda er þetta kvöld þar sem þú þurftir að hafa verið þarna til að skilja hve fyndið það var.
Á miðvikudaginn hjálpaði ég mömmu við detox ráðstefnu sem haldin var á Grand hotel með að selja miða á ráðstefnuna, gekk rosa vel miðasalan og ráðstefnan yfir höfuð. Svo komu Davíð, Frikki og Valdi (bróðir Frikka) og við fórum í Heiðmörk, þar sem við grilluðum og spiluðum svo ýmsa barnaleiki með vinum Davíðs (m.a. skotbolta, hollinn skollinn, dimmalimm, stórfiskaleikur o.fl). Ótrúlega gaman að leika sér.
Fyndið að sjá muninn á detox- og sveita útlitinu mínu...heheh
Á fimmudaginn hékk ég með Frikka og Davíð og nutum við sólarinnar með að fara á Austurvöll, þar hafði Alþingi ákveðið að samþykkja umsókn í ESB svo vorum við vör við nokkur mótmæli. Við röltuðum síðan um fallegu Reykjavíkurborg. Um kvöldið fór ég með Dagnýju, Frikka og Bryndísi á pöbbarölt þar sem við enduðum auðvitað á English Pub og fengum okkur smá að drekka. Alltaf gaman að hitta vini. Á föstudagskvöldið var svo afmælið hennar Dagnýjar. Ég og Frikki fórum ásamt Stefáni og Eydísi í Hafnarfjörðinn. Það var ekkert smá stuð, fórum í drykkjuleik við Vælsmyndbandið (Vælið er söngvakeppni í Verzlunarskóla Íslands, þar sem ég tók eitt sinn þátt og dönsuðu Dagný, Guðrún og Frikki meðal annarra hjá mér, ótrúlega fyndið), við drukkum við hvert klúður, snilldarleikur. Svo var twister drykkjarleikur (já twister leikurinn) var mjög skrautlegt og fyndið enda guðrún, dagný og tinna og svo bróðir dagnýjar og vinir hans, ég, Bryndís og frikki hlógum og tókum myndir. Við skemmtum okkur til að verða 2-3 og fórum svo í bæinn, ég og Frikki fórum á Barböru þar sem við hittum meðal annars Össa, Daníel, Magga og Haffa. Rosa skemmtilegt kvöld.
Á sunnudaginn hitti ég Þórdunni þar sem við kíktum í smá ísbíltur, leið svo illa nokkru seinna svo ég var heima, um kvöldið náði ég þó að jafna mig og hitti Árnnyju í smá bíltúr. Á mánudaginn var svo gott veður að ég og mamma skelltum okkur í sund og sólbað, svo hitti ég Auði í smá kaffi, Hörpu í karaoke, Alexöndru í mat á Horninu og loks smá hitting á English Pub en þar mættust ég, Alexandra, Sandra, Nadira, Dagný, Guðrun, Matthildur og kærasti hennar. Æðislegt að hitta alla.
Á þriðjudaginn pakkaði ég svo, borðaði heimalagaðan mat með fjölskyldunnni og kíkti til ömmu og afa um kvöldið ásamt því að kveðja frikka og davíð. Á miðvikudaginn stoppaði ég aftur í kaupmannahöfn og fyrst systir mín var í pre-baby myndatöku fór ég til Rögnu vinkonu og fjölskyldu hennar (kærasta að nafni Arnar og 1 árs Brynju) og skutlaðist svo í smá heimsókn til systu. Loks tók ég flugvélina til Vínar. Tvær vikur er allt of lítið, en æðislegar, sérstaklega ánægð hve heppin ég var með veður. Þótti ótrúlega vænt um að sjá fjölskyldu og vini og verð að segja að ég sakni þeirra sárt þegar ég er í Vín, en svona er þetta að búa erlendis. Þar til næst....
Subscribe to:
Posts (Atom)