Sunday, January 21, 2007

2007

Bústaðarferð með flestum vælsdruslunum. Þann 6.jan var haldið í bústað rétt hjá Laugavatni í eigu afa Guðrúnar. Ég fór ásamt Guðrúnu, Matthildi og Reyni (frænda Guðrunar) og svo kom Jón (kærasti Guðrúnar sienna um kvöldið). Dagný gat því miður ekki komið þar sem hún var föst í fjölskylduboði. Við restin skemmtum okkur þó konunglega með bjór í hendi og spiluðum party og co og trivial og skelltum okkur svo í pottinn. Rosa kósý stemmning og nett fyndið að þurfa að hlaupa á sundbolnum í snjónum út í pottinn. Við forum seint að sofa og sváfum út næsta dag og héldum svo á heimleið.



Annars var bara chill heima, hitta vini og kunningja. Tékkaði á Taco Bells með Fríðu, rosa góður matur á fínu verði, mæli eindregið með því. Hélt svo smá kveðjupartý áður en ég fór. Daginn fyrir brottför mína var sunnudagsmáltíð hjá fjölskyldunni, rosa góður mömmumatur. Fór þann 12.jan, stoppaði í köben í fimm tíma og notaði tímann með að skrifa greinar fyrir skólablaðið. Gekk þó nokkuð vel en verð að viðurkenna að ég hefði viljað félagsskap. Kom loks til Vínar og tók Alexandra vinkona mín á móti mér. Hún og vinkona hennar þurftu svo að fara í smábíltúr svo ég fékk túr um borgina, svaka nice. Tók upp úr töskunum og fór svo að sofa. Hitti Lumi svo næsta dag og brast í grát við að sjá hann. Gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið ég saknaði hans.

Skólinn byrjaði svo á fullu. Tek þrjá kúrsa, Media Research, Marketing og Management, Theory and Practise (þar sem ég ætla að taka minor í marketing). Svo skrifaði ég fjöldann allan af greinum fyrir skólablaðið en ég veit ekki hvað af því þau taka.

Fyrsta Webster partýið var haldið á Passage, fór snemma til að fá frítt inn og fría drykki. Tók myndir og hélt svo heim vegna þess að karlinn var heima og svo var svaka stormur á leiðinni til vínar. Ég tók því ekki alvarlega en 44 dóu í evrópu vegna hans. Guði sé lof að ég fór heim snemma. Í staðinn fyrir að vera úti, heyrði hávaðann inni í örmum Lumi.



Annars hef ég undanfarið verið að hjálpa til að kenna dans, fæ kannski aukastarf sem aðstoðarmanneskja í danskennslu. Við sjáum til hvernig fer J

Saturday, January 13, 2007

Áramótauppgjör

Árið 2006 var ótrúlega afburðarmikið. Að búa erlendis, í nýjum skóla (háskóla, engu síður) og með erlendan kærasta. Satt að segja þá tekur það mikið á og á ég ófá köst þar sem ég hef brotnað niður og ekki fundast geta þetta lengur. En þá kemur upp í huga minn þetta jákvæða. Minn yndislegi kærasti sem myndi gera allt fyrir mig og sem ég er yfir mig ástfangin af, góðir vinir sem eru þar þegar maður þarf á þeim að halda (ein vinkona mín kemur meira að segja yfir með blóm í hvert einasta sinn sem ég er veik) og skólinn, ég er að læra e-h sem ég hef mikinn áhuga af og gengur vel. Þegar allt þetta kemur í huga mér geri ég mér grein fyrir hversu gott ég virkilega hef það. Jú ég er án fjölskyldu og vina minna heima en ég mun lifa það af, því lífið í Vín er búið að vera erfitt en lærdómsríkt og hreint út sagt æðislegt á köflum

Það slæma 2006

*vitni af heimilisofbeldi, parið í íbúðinni á móti mér átti í erfiðleikum og ég gat ekkert hjálpað. Ég man eftir kvöldunum sem ég lá hlustandi á þau rífast, ég var svooo hrædd, ´fekk oft lumi til mín til að passa mig. Það lagaðist þó sem betur fer
*Þegar gaur frá ríkinu ruddist inn til mín, endaði þó með að vera misskilningur
*bílslys, alexandra klessti á annan bíl og var ég með henni þegar þetta gerði
*Martröð eftir að fá neo-citran, svo skelfileg að ég gat ekki hætt að öskra og fann e-h skelfilegustu tilfinningu sem ég hef fengið.
*tækla rottweiler hund vinkonu minnar, var að passa hana og hún var á túr svo langaði mikið í annan hund en hún mátti það ekki svo ég þurfti að tækla hana og halda henni niður á götunni meðan hinn hundurinn fór fram hjá.
*Leigubílsstjóri stal 50 evrum af mér
*kvikindi beit mig og ég brann í Albaníu
*vesen við húsgagnakaup
*rifrildi við Lumi
*talvan mín hrundi

Það góða 2006

*Náði góðum einkunnum í skólanum
*Fékk sjö greinar birtar í Vienna Review
*Meðlimur nemendafélagsins, tók myndir á atburðum þeirra
*3.sæti í karaokikeppni
*Mamma og Stebbi komu til Vínar
*Hitti pabba Lumi
*Allur tíminn með yndislegu vinum mínum heima og erlendis
*Allur tíminn með fjölskyldu minni
*Allur tíminn með Lumi, ástinni minni

Atburðir 2006

*Íslendingafélagsatburðir í Vín: fyrsta þorrablótið mitt, bjórkvöld, 17.júní hátíð og karoki, ferð í sveitina á hestabúgarð með íslenskum hestum og jólaball
*Tónleikar: Madonna, Christina Aguilera, Pink, Sean Paul, Mattafix,
*Ferðalög: Albanía, Holland (Amsterdam), Aruba, Ísland og Danmörk
*Aðrir atburðir: Vienna Review launch party, Media convention, Lange Nacht der Museen, Starmania og viðtöl við marga skemmtilega aðila v/blaðagreina minna.

Áramótin 2006-2007

Áramótin 2006-2007 voru mjög skemmtileg. Ég gerði lítið merkilegt um daginn en um kvöldið fórum við í mat til Katý frænku og hittum restina af mömmu fjölskyldu. Rosa góður matur og gaman að hitta fjölskylduna. Eftir matinn var horft á innlenda og erlenda fréttaannálinn og svo á skaupið. Ég var nett sátt við skaupið. Fannst byrjunin, south park útlitið, svooo fyndið var eiginlega sú eina sem hló dátt að því. Náði samt ekki öllu þar sem ég er nú einu sinni búin að vera erlendis í ár.
Eftir að nýja árið gekk í garð, kyssti ég ættingjana og fór svo til Kollu, Eygló og Frikka. Þar var sma´fyrirpartý þar til leiðinni var haldið til Oliver.



Á Oliver voru Svala og Einar (aka Suzy og Elvis) að DJ-ast og vorum við boðin svo við gátum ekki hafnað slíku boði. Á staðnum var svaka stemmning og það besta var að ekki var of troðið svo við gátum dansað, með nógu plássi. Svo fengum við líka leyfi frá Svölu að dansa á pallinum fyrir framan þau. Við dönsuðum það sem restina er að kvöldinu við hreint út sagt frábæra tónlist. Við vorum svo með svaka flottar grímur í anda áramótanna. Sjaldan hef ég skemmt mér eins vel á áramótunum. Um sex leytið tók ég Frikka með mér upp á bílastæði hjá Hallgrímskirkju, þar sem við hittum Matthildi, Guðrúnu og Dagnýju sem sögðust ætla að kíkja við. Svaka gaman að spjalla við þær. Efir það kíkti ég og Frikki á BSÍ og fengum okkur að borða, munar um að vera á bíl um áramótin. Breytir litlu máli um drykkjuna, fannst skemmtilegra án áfengis. Ég keyrði svo Frikka heim og fór svo heim í Álfkonuhvarfið. Æðisleg áramót

Monday, January 08, 2007

Fáranlegt atvik

Eftir Steedlord tónleikana ákváðum ég og Frikki að gista í íbúð Kollu í miðbænum. Við fórum inn í svefnherbergið, nema hvað Frikki lokar hurðinni og húninn var e-h laus svo hann hrundi af. Lok, lok og læs. Ég reyni e-h að nota kort og spennu til að losa okkur úr prísundinni en allt kemur fyrir ekkert. Versta var þó að við vorum bara með símann hans Frikka sem var innistæðulaus. Við náðum þó að senda sms til kollu og manny sem búa þarna nema þau gerðu ekkert í þessu.

Að læsast inni er e-h óþæginlegasta reynsla sem þú lendir í. Þú færð innilokunarkennd og veist ekki hvenær þú kemst út. Ennþá verra þegar þú þarft á klósettið og þarft að fara í vinnu næsta dag.

Þetta reddaðist næsta morgunn þegar mamma hringdi í mig, enda átti ég að vera komin til vinnu, og sótti kollu til að opna herbergið og hleypa okkur út. Guði sé lof, því ég hefði ekki þolað að vera inni mikið lengur.

Thursday, January 04, 2007

Innflutningspartý hjá Haffa, hann keypti rosa sæta íbúð í breiðholtinu og fór ég og frikki þar til að fagna með honum. Þar var mikið af skemmtilegu fólki. Kynntist Halldóri aðeins meira og einnig Svölu eftir að ég endaði á trúnó við hana. Eitt orð. Eitt orð til að fá mig til að brotna niður. "Er allt í lagi?" Það er rosa skrýtið að koma heim aftur og hafði ég ekki náð að tala við neinn um það svo þegar Svala spurði mig að því brotnaði ég niður. Svala var algjört yndi og huggaði mig líkt og sannur vinur. Fór svo heim, enda dauðþreytt. Alkóhol+ þreyta=tár.

Hitti vælsdruslurnar mínar, Dagnýju, Matthildi og Guðrúnu, í spilakvöld. Rosa gaman, fórum í actionary og hlógum dátt af hvor annarri. Hitti svo mikið af vinum mínum þegar ég hélt upp á afmælið mitt, dóra, jóa, annel, vælsdruslurnar, auður og þórdís mættu hress og kát og enduðum við í singstar keppni. Svaka stuð.

Annars hef ég verið mikið að vinna, hef hjálpað Glitni með að pakka inn gjöfum fyrir galakvöldið þeirra og gaf konfekt á tónleikum þeirra í Grafarvogskirkju og einnig Sagafilm, þar sem ég hjálpaði þeim við gerð á auglýsingu í kringlunni. Rosa góð reynsla og gaman að kynnast svona skemmtilegu fólki.

Milli jóla og nýárs

Búin að gera mikið milli jóla og nýárs. Líkt og aðrir íslendingar fór ég í jólaboð. Fyrst hjá vinum mömmu og pabba þar sem var góður matur og svo var leikið málshætti og aðrir áttu að giska, voðalega skemmtilegt. Svo héldum við boð í álfkonuhvarfinu fyrir fjölskyldu pabba þar sem sannaðist að "þröngt mega sáttir sitja" en þar var einnig girnilegur matur og svo lesið upp úr kínverskri stjörnuspá fyrir hvern og einn. Heppnaðist mjög vel.

Á annan í jólum fór ég svo á barinn að sjá Steedlord tónleika. það var troðfullur salur og héldu þau algjörlega stemmningunni uppi. Það voru svo margir að fólkið var næstum komið í andlitið á svölu. Ég og Frikki dönsuðum svo með Svölu restina af kvöldinu. Voða gaman fyrir utan að fjórar manneskjur stigu á sömu tánna mína, nett vont. Var í nýjum stígvélum svo fann varla fyrir fótunum mínum restina af kvöldinu. En eins og sagt er "Beauty is pain"

Tuesday, January 02, 2007

Baggalútajól



Við vorum frekar sein þetta árið. Rétt fyrir klukkan sex var mamma á hlaupahjólinu, pabbi að undirbúa matinn og restin að koma sér í réttu fötin. Við hlustuðum þó á jólamessuna í sjónvarpinu til að vera hátíðleg. Við fengum svo tartalettur og fékk pabbinn möndlugjöfina í ár (leiractionary). Svo var borðað svaka gott svínakjöt og að lokum opnað gjafirnar. Gjafirnar höfðu yfirtekið heimili okkar svo það var rosa spennandi að sjá hvað var í pökkunum. Baggalútadiskurinn hljómaði um heimilið meðan það var opnað gjafirnar. Fékk fullt af fötum, dvd, ipod mini, bók og fleira. Svo var leiðinni haldið til Katý frænku þar sem fjölskylda mömmu hittist.
Hreint út sagt yndisleg jól í örmum fjölskyldunnar.