Eftir Steedlord tónleikana ákváðum ég og Frikki að gista í íbúð Kollu í miðbænum. Við fórum inn í svefnherbergið, nema hvað Frikki lokar hurðinni og húninn var e-h laus svo hann hrundi af. Lok, lok og læs. Ég reyni e-h að nota kort og spennu til að losa okkur úr prísundinni en allt kemur fyrir ekkert. Versta var þó að við vorum bara með símann hans Frikka sem var innistæðulaus. Við náðum þó að senda sms til kollu og manny sem búa þarna nema þau gerðu ekkert í þessu.
Að læsast inni er e-h óþæginlegasta reynsla sem þú lendir í. Þú færð innilokunarkennd og veist ekki hvenær þú kemst út. Ennþá verra þegar þú þarft á klósettið og þarft að fara í vinnu næsta dag.
Þetta reddaðist næsta morgunn þegar mamma hringdi í mig, enda átti ég að vera komin til vinnu, og sótti kollu til að opna herbergið og hleypa okkur út. Guði sé lof, því ég hefði ekki þolað að vera inni mikið lengur.
No comments:
Post a Comment