Saturday, January 13, 2007

Áramótauppgjör

Árið 2006 var ótrúlega afburðarmikið. Að búa erlendis, í nýjum skóla (háskóla, engu síður) og með erlendan kærasta. Satt að segja þá tekur það mikið á og á ég ófá köst þar sem ég hef brotnað niður og ekki fundast geta þetta lengur. En þá kemur upp í huga minn þetta jákvæða. Minn yndislegi kærasti sem myndi gera allt fyrir mig og sem ég er yfir mig ástfangin af, góðir vinir sem eru þar þegar maður þarf á þeim að halda (ein vinkona mín kemur meira að segja yfir með blóm í hvert einasta sinn sem ég er veik) og skólinn, ég er að læra e-h sem ég hef mikinn áhuga af og gengur vel. Þegar allt þetta kemur í huga mér geri ég mér grein fyrir hversu gott ég virkilega hef það. Jú ég er án fjölskyldu og vina minna heima en ég mun lifa það af, því lífið í Vín er búið að vera erfitt en lærdómsríkt og hreint út sagt æðislegt á köflum

Það slæma 2006

*vitni af heimilisofbeldi, parið í íbúðinni á móti mér átti í erfiðleikum og ég gat ekkert hjálpað. Ég man eftir kvöldunum sem ég lá hlustandi á þau rífast, ég var svooo hrædd, ´fekk oft lumi til mín til að passa mig. Það lagaðist þó sem betur fer
*Þegar gaur frá ríkinu ruddist inn til mín, endaði þó með að vera misskilningur
*bílslys, alexandra klessti á annan bíl og var ég með henni þegar þetta gerði
*Martröð eftir að fá neo-citran, svo skelfileg að ég gat ekki hætt að öskra og fann e-h skelfilegustu tilfinningu sem ég hef fengið.
*tækla rottweiler hund vinkonu minnar, var að passa hana og hún var á túr svo langaði mikið í annan hund en hún mátti það ekki svo ég þurfti að tækla hana og halda henni niður á götunni meðan hinn hundurinn fór fram hjá.
*Leigubílsstjóri stal 50 evrum af mér
*kvikindi beit mig og ég brann í Albaníu
*vesen við húsgagnakaup
*rifrildi við Lumi
*talvan mín hrundi

Það góða 2006

*Náði góðum einkunnum í skólanum
*Fékk sjö greinar birtar í Vienna Review
*Meðlimur nemendafélagsins, tók myndir á atburðum þeirra
*3.sæti í karaokikeppni
*Mamma og Stebbi komu til Vínar
*Hitti pabba Lumi
*Allur tíminn með yndislegu vinum mínum heima og erlendis
*Allur tíminn með fjölskyldu minni
*Allur tíminn með Lumi, ástinni minni

Atburðir 2006

*Íslendingafélagsatburðir í Vín: fyrsta þorrablótið mitt, bjórkvöld, 17.júní hátíð og karoki, ferð í sveitina á hestabúgarð með íslenskum hestum og jólaball
*Tónleikar: Madonna, Christina Aguilera, Pink, Sean Paul, Mattafix,
*Ferðalög: Albanía, Holland (Amsterdam), Aruba, Ísland og Danmörk
*Aðrir atburðir: Vienna Review launch party, Media convention, Lange Nacht der Museen, Starmania og viðtöl við marga skemmtilega aðila v/blaðagreina minna.

2 comments:

Anonymous said...

damn girl you´ve been busy :) mér fannst starmania geggjað skemmtilegt og vil þakka fyrir frábært boð á austuríska idolið :D

Dis said...

Engin smá ferðalög og tónleikar