Eftir að nýja árið gekk í garð, kyssti ég ættingjana og fór svo til Kollu, Eygló og Frikka. Þar var sma´fyrirpartý þar til leiðinni var haldið til Oliver.
Á Oliver voru Svala og Einar (aka Suzy og Elvis) að DJ-ast og vorum við boðin svo við gátum ekki hafnað slíku boði. Á staðnum var svaka stemmning og það besta var að ekki var of troðið svo við gátum dansað, með nógu plássi. Svo fengum við líka leyfi frá Svölu að dansa á pallinum fyrir framan þau. Við dönsuðum það sem restina er að kvöldinu við hreint út sagt frábæra tónlist. Við vorum svo með svaka flottar grímur í anda áramótanna. Sjaldan hef ég skemmt mér eins vel á áramótunum. Um sex leytið tók ég Frikka með mér upp á bílastæði hjá Hallgrímskirkju, þar sem við hittum Matthildi, Guðrúnu og Dagnýju sem sögðust ætla að kíkja við. Svaka gaman að spjalla við þær. Efir það kíkti ég og Frikki á BSÍ og fengum okkur að borða, munar um að vera á bíl um áramótin. Breytir litlu máli um drykkjuna, fannst skemmtilegra án áfengis. Ég keyrði svo Frikka heim og fór svo heim í Álfkonuhvarfið. Æðisleg áramót
No comments:
Post a Comment