Áramótin 2006-2007 voru mjög skemmtileg. Ég gerði lítið merkilegt um daginn en um kvöldið fórum við í mat til Katý frænku og hittum restina af mömmu fjölskyldu. Rosa góður matur og gaman að hitta fjölskylduna. Eftir matinn var horft á innlenda og erlenda fréttaannálinn og svo á skaupið. Ég var nett sátt við skaupið. Fannst byrjunin, south park útlitið, svooo fyndið var eiginlega sú eina sem hló dátt að því. Náði samt ekki öllu þar sem ég er nú einu sinni búin að vera erlendis í ár.
Eftir að nýja árið gekk í garð, kyssti ég ættingjana og fór svo til Kollu, Eygló og Frikka. Þar var sma´fyrirpartý þar til leiðinni var haldið til Oliver.
Á Oliver voru Svala og Einar (aka Suzy og Elvis) að DJ-ast og vorum við boðin svo við gátum ekki hafnað slíku boði. Á staðnum var svaka stemmning og það besta var að ekki var of troðið svo við gátum dansað, með nógu plássi. Svo fengum við líka leyfi frá Svölu að dansa á pallinum fyrir framan þau. Við dönsuðum það sem restina er að kvöldinu við hreint út sagt frábæra tónlist. Við vorum svo með svaka flottar grímur í anda áramótanna. Sjaldan hef ég skemmt mér eins vel á áramótunum. Um sex leytið tók ég Frikka með mér upp á bílastæði hjá Hallgrímskirkju, þar sem við hittum Matthildi, Guðrúnu og Dagnýju sem sögðust ætla að kíkja við. Svaka gaman að spjalla við þær. Efir það kíkti ég og Frikki á BSÍ og fengum okkur að borða, munar um að vera á bíl um áramótin. Breytir litlu máli um drykkjuna, fannst skemmtilegra án áfengis. Ég keyrði svo Frikka heim og fór svo heim í Álfkonuhvarfið. Æðisleg áramót
No comments:
Post a Comment