Annars var bara chill heima, hitta vini og kunningja. Tékkaði á Taco Bells með Fríðu, rosa góður matur á fínu verði, mæli eindregið með því. Hélt svo smá kveðjupartý áður en ég fór. Daginn fyrir brottför mína var sunnudagsmáltíð hjá fjölskyldunni, rosa góður mömmumatur. Fór þann 12.jan, stoppaði í köben í fimm tíma og notaði tímann með að skrifa greinar fyrir skólablaðið. Gekk þó nokkuð vel en verð að viðurkenna að ég hefði viljað félagsskap. Kom loks til Vínar og tók Alexandra vinkona mín á móti mér. Hún og vinkona hennar þurftu svo að fara í smábíltúr svo ég fékk túr um borgina, svaka nice. Tók upp úr töskunum og fór svo að sofa. Hitti Lumi svo næsta dag og brast í grát við að sjá hann. Gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið ég saknaði hans.
Skólinn byrjaði svo á fullu. Tek þrjá kúrsa, Media Research, Marketing og Management, Theory and Practise (þar sem ég ætla að taka minor í marketing). Svo skrifaði ég fjöldann allan af greinum fyrir skólablaðið en ég veit ekki hvað af því þau taka.
Fyrsta Webster partýið var haldið á Passage, fór snemma til að fá frítt inn og fría drykki. Tók myndir og hélt svo heim vegna þess að karlinn var heima og svo var svaka stormur á leiðinni til vínar. Ég tók því ekki alvarlega en 44 dóu í evrópu vegna hans. Guði sé lof að ég fór heim snemma. Í staðinn fyrir að vera úti, heyrði hávaðann inni í örmum Lumi.
Annars hef ég undanfarið verið að hjálpa til að kenna dans, fæ kannski aukastarf sem aðstoðarmanneskja í danskennslu. Við sjáum til hvernig fer J
1 comment:
Verð bara að segja VÁ, ég dáist að þér fyrir að taka marketing sem minor. Mér líður eins og það sé verið að kjöldraga mig þegar ég bara hugsa um markaðsrannsóknakúrsinn sem ég er í, haha. Ég get með sanni sagt að ég fer ekki í markaðsfræðisérhæfingu, hehehe.
En vona að allt sé í góðu lagi hjá þér! =)
Post a Comment