Tuesday, January 02, 2007
Baggalútajól
Við vorum frekar sein þetta árið. Rétt fyrir klukkan sex var mamma á hlaupahjólinu, pabbi að undirbúa matinn og restin að koma sér í réttu fötin. Við hlustuðum þó á jólamessuna í sjónvarpinu til að vera hátíðleg. Við fengum svo tartalettur og fékk pabbinn möndlugjöfina í ár (leiractionary). Svo var borðað svaka gott svínakjöt og að lokum opnað gjafirnar. Gjafirnar höfðu yfirtekið heimili okkar svo það var rosa spennandi að sjá hvað var í pökkunum. Baggalútadiskurinn hljómaði um heimilið meðan það var opnað gjafirnar. Fékk fullt af fötum, dvd, ipod mini, bók og fleira. Svo var leiðinni haldið til Katý frænku þar sem fjölskylda mömmu hittist.
Hreint út sagt yndisleg jól í örmum fjölskyldunnar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment