Tárin streyma niður. Ég get ekki stjórnað þeim. Ég reyni að líta undan en ég get ekki falið tárin. Þetta var óþarfi. Þetta þurfti ekki að gerast svona.
Það var búið að vera brja´lað að gera, ég var búin að vera á fullu að skrifa greinar fyrir Vienna Review og hitta vini og læra svo hafði lítið sofið. Vaknaði snemma þennan dag, fór í tíma, svo fullu að skrifa. Ég stoppaði svo við á nemendafélagsfundi en bjóst ekki við því sem var að koma. Eftir að hafa rætt atburði þá kom ein stelpa með athugasemd með myndirnar sem ég var að taka. Því ég hafði tekið mynd af vinkonu hennar að kyssa e-h gaur og það var e-h viðkvæmt og hún var fúl yfir að allur skólinn hafði séð það.
Svo kom önnur stelpa og var fúl yfir að ég setti nokkrar af myndunum fyrst á facebook. Þær byrjuðu að hækka róminn og um leið og árasin á mig kom þá stukku agnieska, patricia og licia mér til varnar. Þetta var eins og í réttarsal, fáranlegt en satt. Ég svaraði öllum ásökunum en var of þreytt andlega og eftir þetta brotnaði ég niður. Tárin streymdu og ég gat ekki stjórnað þeim.
Þetta var alger óþarfi því ef stelpurnar hefðu komið til mín þá hefði ég ekki tekið fleiri svona myndir, ekki sett þær á facebook og hætt að taka myndir af fólki að kyssast. Óþarfi að hafa svona leiðindi. Ekki fagmennska í nemendafélaginu. ég á betra skilið en þetta, þar sem ég hef mest gert í félaginu.
Drama, drama, drama!
1 comment:
Þú verður að hrista svona leiðindakjóa af þér. Það er ekki þess virði að láta þá ergja sig. Það er alltaf þannig í félagsstarfi að einhver kann ekki að meta það sem maður er að gera. Það er einfaldlega staðreynd. Þess vegna nenna sumir ekki að taka þátt.
Vona að þetta grói fljótt því þú ert að gera svo góða hluti.
Post a Comment