Thursday, March 15, 2007
Shakira
“I´m on tonight… my hips don´t lie and I´m starting to feel you boy…”
Ó já, engin önnur en Shakira kom til Vínar til að halda tónleika í Stadthalle og ég var ekki sein með að kaupa miða á þennan stóra atburð. Ég hitti svo Öncu, rúmensku vinkonu mina og kærasta hennar og fór með þeim inn.
Shakira byrjaði um 10 leytið. Hún kom fyrst fram í v-laga gylltum toppi sem var nógu stuttur til að sýna magann á henni og í svörtum buxum. Hún tók svo upp bleika demanta gítarinn og seinna bláan og sýndi hversu góður tónlistarmaður hún er með að spila á þá. Hún tók einnig smá tíma á milli laga og talaði við áhorfendurnar, sagði okkur til dæmis hvernig hún samdi eitt af hennar spænsku lögum, þegar hún var á ströndinni og var að horfa á sjóinn. Sagði ýmsar sögur sem mér fannst ekki beint viðeigandi en þetta er Shakira, svo manni er nett sama.
Hún kom svo fram í v-laga elegant, rauðum löngum kjól með löngum ermum. Svo var það uppáhalds dressið mitt, týpískt latin dress. Toppur (eins og brjóstahaldari) með semalíusteinum á haldaranum plus hangandi niður, að neðan með gylltu belti og fjólubláu pilsi (svona Charleston lúkk, man ekki hvað þetta heitir, sjá myndir).
Lagalistinn
Estoy Aqui – byrjunarlag
Don´t Bother
Te Dejo Madrid
Illegal
hey You
Inevitable
Si Te Vas
La Tortura- mitt uppáhald
No
Whenever- Wherever
La Pared
Underneath your clothes
Pies Descalzos
Ciega Sordomuda
Extra:
Ojos Asi (“Eyes like yours)
Hips don´t lie
Það voru frekar mörg spænsk lög sem mér fannst svekkjandi þar sem ég gat ekki sungið með og ég var frekar fúl yfir að hún tók ekki Objection, sem ég fíla í botn. Annars voru La Tortura, Illegal, Don´t bother, Whenever, Wherever og Hips don´t lie uppáhaldin mín.
Mér fannst magnað þegar hún þurfti að skipta um föt var sýnt video af henni og dansfélaga hennar dansa modern dans, nett flott choreographað. Annars dansaði hún allan tímann magadans og hreyfði allan líkamann, ótrúlegt.
Hún kom eitt sinn nálægt áhorfendafjöldanum og ég og Anca forum nálægt til að sjá hana með berum augum, svona nálægt og taka myndir. Líka ótrúlega sætt, eina ástæðan fyrir að kærasti Öncu kom var því þau átt 5 og hálft ára afmæli og þeirra lag var “Underneath your clothes.” Þegar það kom þá knúsuðu þau hvort annað, horfðu í augu hvort annað og kysstust, ótrúlega sætt. Yndislegt par J
Í allt æðislegt show og tók ég heim til minningar Shakiru bol!!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment