Ein vika í frí… ein vika frá skólanum, stressinu og áhyggjum
Á mánudaginum vaknaði ég við sólina sem skein inn um gluggann minn. Dóra hringdi skömmu seinna og ég ákvað að hitta hana niður í bæ. Við keyptum ís hjá Zanoni Zanoni, hittum Jón og forum á kaffihús og löbbuðum um bæinn allan daginn. Það var yndislegt veður, sól og þvílíkur hiti. Rosa notalegur dagur. Svo fór að kólna um kvöldið og því forum við í tvöfalt bíó, fyrst á “The Queen” og svo á “The Good Shepherd.” Fyrsta myndin var rosalega góð, vel leikin og mjög áhugavert en mér leist ekki eins vel á hina myndina. Jú, hún var vel leikin en hún var svo long og þunglyndisleg að ég var komin með nóg og var við það að fara út á miðri mynd. Við tókum svo u-bahn heim.
Á þriðjudeginum hékk ég með lumi, slappaði af og svo um kvöldið hitti ég Ligiu. Við ætluðum að fara í live karaoke. Við forum á klúbb sem hét Ratpack. Ég bjóst þó ekki við því sem ég sá. Þetta var eins og félagsheimili fyrir eldri borgara. Við ákváðum þó að staldra við þar sem þetta var alls ekki slæmur staður. Með myndir af Marylin Monroe, Frank Sinatra og fleiri eldri stjörnur. Við sátum, fengum okkur drykk og svo skráði ég mig í karaoke. Það var ekki beint hljómsveit sem spilaði, heldur tveir ellismellar sem spiluðu á hljómborð og trommur. Hljómurinn frá því minnti mig á Blackpool. Ég song “What´s up” með Four non blondes og gekk ágætlega nema þær héldu áfram þegar lagið átti að vera búið og höfðu það í of háum tón fyrir mig svo ég var nærri öskrandi. En ég fékk þó lófatak og bravo frá áhorfendunum. Við forum svo á Merry Munk og svo heim.
Á miðvikudeginum heimsótti ég greyið Alexöndru sem var fárveik og færði henni blóm og súkkulaði (þar sem hún færir mér alltaf blóm þegar ég er veik). Við höfðum gott stelpuspjall sem entist í marga tíma, enda langur tími síðan við höfðum spjallað bara við tvær. Svo fór ég heim til Lumi og hékk með honum það sem restina er af kvöldinu, rosa huggulegt að enda kvöldið í örmum ástarinnar sinnar.
Á fimmtudaginn eyddi ég öllum deginum í skólanum, þar sem það var Student Orientation (móttaka nýrra nemenda við skólann) og ég var þar sem meðlimur nemendafélagsins til að hjálpa til. Við vorum þó svo mörg frá nemendafélaginu svo það mesta sem ég gerði var að dreifa bæklingum og sýna hópi nemenda skólann. Mér fannst frekar fúlt að þurfa að hanga þarna frá 9 til 4, en ég fékk allavega frían hádegisverð og fékk að kynnast áhugaverðu fólki. Ég fylgdi tveim amerískum stelpum heim, þar sem þær bjuggu rétt hjá mér en við skruppum fyrst í mollið og náðum að spjalla. Rosa gaman að kynnast nýju fólki. Ég notaði tímann og slappaði af um kvöldið.
Á föstudeginum tók ég til og þvoði, voða heimilisleg. Ég þurfti svo að hringja í nokkrar manneskjur vegna greina sem ég þurfti að skrifa. Ég hékk með Lumi þar til um kvöldið þegar ég hitti Alexöndru um sjö leytið, forum á bar Loos og svo á leikrit “Die Hochzeit” sem við áttum að skrifa um fyrir blaðið. Mjög áhugavert leikrit, fjallaði um tyrkneskt-austurrískt brúðkaup og voru áhorfendurnir partur af veislunni, karlmenn vinstri megin í salnum og konur hægra megin og fékk folk mat fyrir sýninguna. Það var enginn aðgangseyri heldur í miðri sýningu löbbuðu leikararnir á milli folks með körfu svo við gátum gefið brúðhjónunum (eins og er gert í brúðkaupi tyrknesku brúðkaupi, greinilega). Voða áhugavert en ekki alltaf skiljanlegt þar sem leikaranir töluðu tyrknesku og á austurrísku, en leikararnir voru með svo mikinn hreim að jafnvel Alexandra skildi þá ekki. Þau reyndu þó að bæta fyrir það með að hafa skjá með þýðingunum sitt hvorum megin þar sem folk sat. En því miður virkaði okkar ekki svo vel. En þetta var voða sniðug og áhugaverð sýning sem var þess virði að kíkja á.
Á laugardaginn ætluðu ég og Ligia til Bratislava nema vildi ekki svo óheppilega til að ég fékk svaka hálsbólgu kvöldið áður (líkt og tveir hnífar í hálsinum á mér) og gat ekki sofið. Plús ligia þurfti að kaupa dragt fyrir starfsviðtal svo hún var fegin að fá meiri tíma til að leita. Ég lá því upp í rúminu allan daginn með Lumi, sem passaði upp á mig. Um kvöldið var ég hins vegar búin að lofa Alexöndru að vera DJ í afmælispartýi hennar, Isabellu og Stephanie. Því tók ég lyf og skellti mér af stað. Afmælið var haldið á La Vienna, sem var mjög huggulegur staður. Nema þeir höfðu enga innstungu fyrir ipod svo ég þurfti að bíða til 10 þegar bróðir Alexöndru kom með kapall sem gerði mér kleift að stjórna tónlistinni af ipodinum mínum. Það gekk vel, þó erfitt að fá folk til að dansa í fyrstu svo ég byrjaði með klassískt rokk, fór svo í aðeins nútíma tónlist, smá 80´s og svo í oldies og pop og þá var folk loksins komið á dansgólfið og dansandi meira að segja cha cha og jive. Og auðvitað gat ég treyst á Ligiu og Dóru til að dansa og var ég mjög þakklát þeim fyrir það. Fólki líkaði rosa vel við tónlistina mina en auðvitað eru alltaf e-h sem eru ekki sáttir og í lokin voru tveir drukknir gaurar sem voru að bögga mig og ég reyndi mitt besta við að halda aftur af mér og ekki rífa kjaft því þeir voru farnir að bögga mig og ég var þreytt. Ég sagði þeim bara að ég væri DJ-inn , ég ætti ekki þessa tónlist sem þeir væru að biðja um og ef þeir fíluðu minn stíl ekki þá væri þeim velkomið að fara annað. Þetta gekk en svo var ég komin með nóg og þegar Dóra fór heim, fór ég líka. Voða skemmtilegt kvöld og rosa gaman að sjá fólkið dansa við uppáhalds tónlistina mina og gaman að heyra að ég sé góður DJ J
Í dag var ég svo þreytt eftir vikuna og með harðsperrur eftir dansinn í gærkvöldi (því milli DJ starfa þá dansaði ég) svo ég lá í sófanum og horfði á desperate Housewives 3.seríu, þökk sé www.dailymotion.com
Ég steingleymdi að minnast á að ég fór út að borða með einni stelpu sem er að koma í Webster. Skólinn hafði látið stelpuna (Ann) fá addressuna hjá mér til að spurja mig um skólann og fjölmiðlafræðinámið, þar sem þau vildu fá sjónarhorn nemenda. Svo ég hef verið í e-mail sambandi við hana en svo kom hún til Vínar svo hún sá íbúðina mina og svo forum við út að borða á Sky restaurant, rosa huggulegur staður, og svo keyrðu þau mig heim. Rosa gaman að kynnast henni og mömmu hennar og pabba.
BTW. Nýja eintak Vienna Review kom út og er ég með 4 greinar í þetta skiptið, um Rabbi Friedman, Kosovo, Nígeríumenn í Vín og svo dagbókarinnslag. Rabbi Friedman greinin var svo góð að það voru meðmæli á forsíðunni.
2 comments:
Nóg að gera hjá þér. Til hamingju með greinarnar í Vienna Review.
Það lítur út fyrir að þú hafir haft það nokkuð gott í fríinu! Æðislegt að heyra. :) Til hamingju með greinarnar í blaðinu, þú kemur ekkert smá sterk inn. :D
Hafðu það sjúklega gott! <3
Post a Comment