Friday, March 09, 2007
Skemmtun á Þorrablóti
“Lóan er komin að kveða burt snjóinn”, því miður er engin lóa hér né snjór en þar sem vorið er komið þá hittust Íslendingarnir og héldu Þorrablót. Ég fór á mitt fyrsta þorrablót hér í fyrra og það var rosa gaman svo ég vildi síður missa af stuðinu í þetta sinn.
Ég mætti í USW salinn á Laudongasse hress og kát, borgaði gjaldkeranum15 evrur fyrir matinn og fann sæti við hliðina á Huldu. Það var boðið fólki velkomið, sungið smá og svo borðað. Hversu ánægð ég var að fá slátur, rúgbrauð, prins polo, flatköku með íslensku smjöri og annan gómsætan íslenskan mat. Íslenskt, já takk!
Við vorum til fjögur um nóttina að syngja íslenska söngva við gítarspil og bjór í hendi. Hitti meira að segja aðra verzlinga (bestu vini Hrafns litla, ótrúlegt hvað island er lítið). Íslendingar kunna sko að skemmta sér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gaman!!! Íslenzkt þorrablótt geggjað kúl!!! Ég hef ekkert sé þig á MSN lengi. Sakan þín mikið. Hvað segiru um að hittast um páskana?
Post a Comment