Skólinn byrjaður á fullu. Tek fimm kúrsa þessar 8 vikur. Media Research, Management, Theory and Practise, Newspaper Production, Media Ethics og Broadcast Journalism: Webcast Production. Líst rosa vel á nýju kúrsana en hlakka til að vera búin með gömlu.
Eftir 20 stiga hita í Spring break, fór veðrið í frostmark þegar skólinn byrjaði aftur. Líkaminn minn tók þessari breytingu ekki vel og varð ég veik. NO FUN
Á fimmtudaginn treysti ég mér svo loksins til að fara út og fór til íslensku Alexöndru og hitti þar Ósk og Colin. Þær elduðu Wiener snitzel, franskar og bjór og var það rosalega gott. Eftir það gerðu þau könnunina mina fyrir media research og svo skellti ég mér í Webster party.
Partýið var haldið á Passage og hitti ég amerísku stelpurnar sem voru á student orientation, spjallaði við þær en hékk svo með ligiu, manuelu, alexöndru og önnu. Ég tók myndir en folkið var svo hundleiðinlegt, vildi ekki láta taka af sér myndir svo ég lét Agniezsku (pólska vinkonu mina) fá myndavélina og hún tók smá myndir. Ég lét Patriciu vita og hún var yndi, sagði þetta vera ekkert mál. Ég hékk svo með stelpunum en fékk svo myndavélina aftur og ætlaði að taka myndir af einum gaur. Nema hvað, ég hafði víst tekið mynd af honum án þess að spurja hann og hann varð full og ég varð brjáluð. Sagði honum að það hefði þegar skammað mig á fundi og ég myndi ekki taka myndir af honum framar og labbaði í burtu.
Var komin með nóg. Hafði ekki sofið kvöldið áður, verið í skolanum allan daginn, fengið slæma einkunn og að fá svo svona bögg á sig. Ég var við það að bresta í grát en Alexandra yndi kætti mig og við dönsuðum leiðindin af okkur.
Slappaði af með Lumi og lærði og skrifaði greinar um helgina. Á sunnudagskvöldið fór ég svo til íslensku Alexöndru og Ósk þar sem þær voru svo miklar elskur að baka pönnukökur og svo horfðum við á Grey´s Anatomy og My best friend´s wedding og svo auðvitað höfðum langt stelpuspjall. Þessar elskur eru að fara eftir minna en viku og vá hvað ég á eftir að sakna þeirra. Ef ég hefði matt velja íslenska herbergisfélaga þá væri það pottþétt þær. Yndisleg og róleg helgi annars.
No comments:
Post a Comment