Sunday, January 27, 2008
Lumitaskatímarvideo
Fiðrildi í maganum, svo spennt var ég að sjá Lumi ástina mína aftur eftir mánuð í burtu. Það var ekki fyrr en ég var í örmum hans þegar ég gerði mér grein fyrir hversu mikið ég hefði saknað hans, ég bra´st næstum því í grát. Hann var rosa ánægður með gjafirnar sem ég hafði keypt í hverju landi og hann gaf mér þessa fallegu tösku.
Ég hitti ekki einungis Lumi heldur líka vinkonur mínar, Patricia og Andreea fengu illilega að kenna á brennivíni, enduðu hjá klósettinu, kastandi upp, meðan ligia varð í fyrsta sinn full, ótrúlega fyndið að sjá hana, á meðan ég, Agnieszka, Anna K. og Alina horfðum á :P Hittumst í gær og kíktum á Chillout, drukkum og spjölluðum saman.
Lenti í þvílíku veseni með internetið, vildi fá wireless svo fékk mér svona internet símkort... H.U.I frá One. Það voru mestu mistök. Netið er þvílíkt hægt og getur ekki uploadað. Seljandinn hafði logið að mér. Ég trúði þessu ekki. Nú er ég með tveggja ára samning nema ég nái að tala þá til. Ég sendi þeim nú þegar e-mail og svo ætla ég að hringja og fylgja þessu eftir. Ekki nóg með það, heldur vildi ég redda mér allavega hröðu neti svo keypti router og ætlaði svo að fá aftur chello net eins og ég var með áður... ó nei, ekki hægt þar sem ég hafði svo nýlega sagt upp, því þarf ég að bíða í mánuð til að endurnýja áskriftina. Týpískt! svona er þjónustan í Vín!
Svo er ég bara í tveim kúrsum, Newspaper Production og Webcast Production og svo að undirbúa mig undir Portfolio Review. Svo er ég einnig að leita að vinnu á fullu og fyrsti danstíminn í næstu viku, verð að kenna jazzballet og latin á föstudögum frá 16:00-18:15. Hlakka mikið til. Búið að vera þvílíkt stress hjá blaðinu og í webcast erum við að undirbúa video við lagið mitt "blonde in disguise." Verður gaman að sjá hvernig það kemur út.
Sunday, January 13, 2008
Frá jólum á Íslandi til balls í Vín
Komum til Íslands að nóttu til þann annan í jólum. Daginn eftir voru jól. Pabbi eldaði sína frægu steik og tartaletturnar góðu og mamma og stefán komu í tæka tíð fyrir jólamatinn. Ég og Ásdís vorum heima að jafna okkur á ferðalaginu. Mamma fékk möndlugjöfina þetta árið, sem var Buzz Hollywood, sem fjölskyldan spilaði svo næsta dag. Ég og Ásdís hámuðum í okkur tartaletturnar á meðan Stefán og pabbi höfðu ekki orð yfir hvað steikin tókst vel. Eftir matinn, opnuðum við gjafir, sem voru óvenju flottar og vorum við þó allra þakklátust fyrir að vera í faðmi fjölskyldunnar.
Næstu dagar fóru í fjölskylduboð hjá Claessen fjölskyldunni og fór ég í surprise boð þar sem ég komst að því að Frikki besti vinur minn væri kominn heim frá Ástralíu. Æðislegt að sjá hann og fögnuðum við því með að fara á Black, nýjan klúbb, sem vinur okkar á. Við kíktum einnig við á Qju og ég endaði a´Celtics að hitta Guðrúnu og svo gisti ég hjá henni. Að bíða eftir leigubíl í miðbænum er hörmung. Ég varð svo fárveik og eyddi restinni af dvölinni á Íslandi rúmliggjandi. Mæli ekki með því. Náði þó að koma mér úr rúminu nógu lengi til að fara í áramótafjölskylduboð hjá Katý frænku. Vinir mínir kíktu líka í heimsókn til mín síðasta daginn.
Flaug með Ásdísi og vinkonum hennar til Köben þann 8.janúar og svo flaug ég til Vínar. Mamma og Stefán fóru sama dag til Bandaríkjanna, eða Wichita þar sem Stefán verður í skóla næstu árin.
Hitti Alexöndru og Ligiu og við höfðum stelpukvöld, spjölluðum og horfðum á Grey´s anatomy. Var á student orientation (fyrsta dag skólans) að kynna nemendum fyrir skólanum og nemendafélaginu sem meðlimur nemendafélagsins. Gekk ágætlega og notaði tímann til að klára próf sem ég átti eftir að klára. Hékk einnig með Ligiu, vinkonu minni, munar um félagsskapinn.
Fór með Alexöndru, Ligiu og fleirum á WU ball í Hofburg í gær. Ótrúlega falleg bygging að innan sem utan. Ballið minnti mig á Blackpool, þar sem við kepptum í dansi áður fyrr, salur fullur af uppáklæddu fólki sem kunni að dansa. Ótrúlega flott föt þarna, þetta var eins og tískusýning. Dansaði með einum vini Alexöndru fyrst Lumi var í Kosovo. Hann lofaði mér þó að dansa með mér næst. Ótrúlega gaman.
Næstu dagar fóru í fjölskylduboð hjá Claessen fjölskyldunni og fór ég í surprise boð þar sem ég komst að því að Frikki besti vinur minn væri kominn heim frá Ástralíu. Æðislegt að sjá hann og fögnuðum við því með að fara á Black, nýjan klúbb, sem vinur okkar á. Við kíktum einnig við á Qju og ég endaði a´Celtics að hitta Guðrúnu og svo gisti ég hjá henni. Að bíða eftir leigubíl í miðbænum er hörmung. Ég varð svo fárveik og eyddi restinni af dvölinni á Íslandi rúmliggjandi. Mæli ekki með því. Náði þó að koma mér úr rúminu nógu lengi til að fara í áramótafjölskylduboð hjá Katý frænku. Vinir mínir kíktu líka í heimsókn til mín síðasta daginn.
Flaug með Ásdísi og vinkonum hennar til Köben þann 8.janúar og svo flaug ég til Vínar. Mamma og Stefán fóru sama dag til Bandaríkjanna, eða Wichita þar sem Stefán verður í skóla næstu árin.
Hitti Alexöndru og Ligiu og við höfðum stelpukvöld, spjölluðum og horfðum á Grey´s anatomy. Var á student orientation (fyrsta dag skólans) að kynna nemendum fyrir skólanum og nemendafélaginu sem meðlimur nemendafélagsins. Gekk ágætlega og notaði tímann til að klára próf sem ég átti eftir að klára. Hékk einnig með Ligiu, vinkonu minni, munar um félagsskapinn.
Fór með Alexöndru, Ligiu og fleirum á WU ball í Hofburg í gær. Ótrúlega falleg bygging að innan sem utan. Ballið minnti mig á Blackpool, þar sem við kepptum í dansi áður fyrr, salur fullur af uppáklæddu fólki sem kunni að dansa. Ótrúlega flott föt þarna, þetta var eins og tískusýning. Dansaði með einum vini Alexöndru fyrst Lumi var í Kosovo. Hann lofaði mér þó að dansa með mér næst. Ótrúlega gaman.
Friday, January 04, 2008
Árið 2007
Er búin að koma mér rosa vel fyrir í Vín, ég og Lumi erum búin að vera saman í 3 og hálft ár og erum hamingjusamari en nokkru sinni fyrr, ég á æðislega vini og mér hefur gengið rosalega vel í skólanum, blaðinu Vienna Review og nemendafélaginu.
Eyddi sumrinu á Íslandi í starfsþjálfun hjá Sagafilm, það var bæði slæm og góð reynsla. Ég komst aðeins nærri því hvað mig langar að gera í framtíðinni og gaman að sjá hvernig er að vinna í kvikmynda/sjónvarps-og auglýsingageiranum.
Ég lét draum minn rætast að búa til eigin tónlistasíðu. Vann með Julian Ruths að tónlist hans og minni eigin.
Myspace: www.myspace.com/annaclaessen
Facebook: http://apps.facebook.com/ilike/artist/Anna+Claessen
Ilike: http://www.ilike.com/artist/Anna+Claessen
Aðrir atburðir:
Ferðalög: Reykjavík (Ísland), Vín (Austurríki), Vushtrri, Pristina, Mitrovica (Kosovo), London (England), Dubai (Sameinuðu furstaríkin), Raathri Ra (Maldives)
Tónleikar: Gwen Stefani, The Police, Shakira, Prince, Foo Fighters og Beyoncé
Greinar: Vienna Review og Morgunblaðið
Myndir: tók myndir í partýum og öðrum atburðum nemendafélagsins. Sjá www.wuvsc.at
Keppnir: 3.sæti karaoke keppni
Heimsókn til Vínar: Óli Helgi
Hef verið svolítið týnd á árinu, er í miðjunni á áfanganum mínum, framundan er að ákveða framtíð mína... ekki auðvelt starf. Kominn á þennan aldur, hluti af því að verða fullorðin. Er að útskrifast á næsta ári, fæ B.A gráðu í fjölmiðafræði.
Ég ætla að búa áfram í Vín, planið á næsta ári er að finna starf, nýja íbúð og vinna áfram í tónlistinni minni og halda áfram að rækta samband mitt við lumi, fjölskylduna og vini.
Gleðilegt nýtt ár 2008!!!!
Eyddi sumrinu á Íslandi í starfsþjálfun hjá Sagafilm, það var bæði slæm og góð reynsla. Ég komst aðeins nærri því hvað mig langar að gera í framtíðinni og gaman að sjá hvernig er að vinna í kvikmynda/sjónvarps-og auglýsingageiranum.
Ég lét draum minn rætast að búa til eigin tónlistasíðu. Vann með Julian Ruths að tónlist hans og minni eigin.
Myspace: www.myspace.com/annaclaessen
Facebook: http://apps.facebook.com/ilike/artist/Anna+Claessen
Ilike: http://www.ilike.com/artist/Anna+Claessen
Aðrir atburðir:
Ferðalög: Reykjavík (Ísland), Vín (Austurríki), Vushtrri, Pristina, Mitrovica (Kosovo), London (England), Dubai (Sameinuðu furstaríkin), Raathri Ra (Maldives)
Tónleikar: Gwen Stefani, The Police, Shakira, Prince, Foo Fighters og Beyoncé
Greinar: Vienna Review og Morgunblaðið
Myndir: tók myndir í partýum og öðrum atburðum nemendafélagsins. Sjá www.wuvsc.at
Keppnir: 3.sæti karaoke keppni
Heimsókn til Vínar: Óli Helgi
Hef verið svolítið týnd á árinu, er í miðjunni á áfanganum mínum, framundan er að ákveða framtíð mína... ekki auðvelt starf. Kominn á þennan aldur, hluti af því að verða fullorðin. Er að útskrifast á næsta ári, fæ B.A gráðu í fjölmiðafræði.
Ég ætla að búa áfram í Vín, planið á næsta ári er að finna starf, nýja íbúð og vinna áfram í tónlistinni minni og halda áfram að rækta samband mitt við lumi, fjölskylduna og vini.
Gleðilegt nýtt ár 2008!!!!
A whole new world part II
Flugið til Dubai tók sex tíma og við flugum með Emirates, sem er með top þjónustu og 30 stöðvar hvorki meira né minna, allt frá gömlum Disney myndum, Wizard of Oz til Transformers. Þegar við komum þangað komumst við strax að því að umferðin var mikil, þurftum að bíða í korter í rútunni eftir því að komast í flugstöðvarbygginguna. Þegar við komumst í gegnum leit, tolla o.s.frv. þá beið okkar maður frá hótelinu sem leiddi okkur svo að audi sem keyrði okkur að hótelinu, hvorki meira né minna.
Hótelið okkar var Jameirah og er 5 stjörnu hotel. Í því eru veitingastaðir, verslanir, sundlaugar, strandir, vatnsrennibrautagarður og fleira. Við eyddum mestum tímanum okkar í garðinum í þvílíkt góðu veðri. Þvílíkt flott hotel. Við hliðina á hotelinu var hotelið Burj Al Arab, sem er eina 7 stjörnu hótelinu í heiminum. Við kíktum þangað en mér fannst þetta ekki 700.000 króna virði nóttin. Bílarnir í Dubai voru svakalega flottir, Lamborghini, Audi, Rolls Royce, Benz og Ferrari. Svaka vel bónaðir líka. Dubai var rosalega nútímaleg, með svaka flottum, nýlegum, háum byggingum og voru allir rosa stoltir af borginni, enda átti eftir að byggja sex borgir, dubailand (stærra en Disneyland), Universal, o.fl.
Við forum í the Emirates verslunarmiðstöðina og vá þvílík sjón, ekki var verslunarmiðstöðin bara ótrúlega stór (með klassabúðir eins og Calvin Klein, Dolce&Gabbana og svo venjulegar eins og Mango og H&M) heldur líka með bíó, tívolí og svo SKÍÐASVÆÐI.
Skrítið að vera í verslunarmiðstöð þar sem við vorum öðruvísi, flestir voru arabar, klæddir í hvít klæði og konurnar í svörtum klæðnaði. Við fengum þó að vita að það er val hjá konunum að vera í klæðnaðinum. Múslimatrú er þar í landi, svo bænir voru í kallkerfinu og allur hávaði stoppaði.
Við settumst niður á TGI Fridays og fengum okkur að borða. Þar fékk ég enn einn afmælissönginn, þökk sé systur minni, hræðilegan song sem var blanda af “happy birthday to you” og “Holidays are coming” (Coca Cola auglýsing), sungið með asískum öskrum og falskri tamborinu. Bróðir minn yfirgaf svæðið strax eftir.
Aðfangadagur var yndislegur, við eyddum honum í jeppa safari um eyðimörkinni. Við systkinin riðum úlföldum undir stjörnunum og sungum “Bjart er yfir Betlehem.” Mamma fékk gæsahúð. Við sátumst svo niður á persnesk teppi og borðuðum arabískan mat og sáum magadansmey dansa. Svo áttu áhorfendurnir að taka þátt og auðvitað fór ég upp. Hún tók mig sérstaklega fyrir og lét mig dansa aleina, með staf og reyndi meira að segja að sýna á mér mjaðmirnar með að rífa mig úr 66 gráður norður peysunni. Eftir atriðið kom króatísk kona og gat ekki hætt að hrósa mér. Við keyptum svo endalausar myndir og enduðum kvöldið á að reykja vatnspípur. Óaðfinnanlegt aðfangadagskvöld.
Hótelið okkar var Jameirah og er 5 stjörnu hotel. Í því eru veitingastaðir, verslanir, sundlaugar, strandir, vatnsrennibrautagarður og fleira. Við eyddum mestum tímanum okkar í garðinum í þvílíkt góðu veðri. Þvílíkt flott hotel. Við hliðina á hotelinu var hotelið Burj Al Arab, sem er eina 7 stjörnu hótelinu í heiminum. Við kíktum þangað en mér fannst þetta ekki 700.000 króna virði nóttin. Bílarnir í Dubai voru svakalega flottir, Lamborghini, Audi, Rolls Royce, Benz og Ferrari. Svaka vel bónaðir líka. Dubai var rosalega nútímaleg, með svaka flottum, nýlegum, háum byggingum og voru allir rosa stoltir af borginni, enda átti eftir að byggja sex borgir, dubailand (stærra en Disneyland), Universal, o.fl.
Við forum í the Emirates verslunarmiðstöðina og vá þvílík sjón, ekki var verslunarmiðstöðin bara ótrúlega stór (með klassabúðir eins og Calvin Klein, Dolce&Gabbana og svo venjulegar eins og Mango og H&M) heldur líka með bíó, tívolí og svo SKÍÐASVÆÐI.
Skrítið að vera í verslunarmiðstöð þar sem við vorum öðruvísi, flestir voru arabar, klæddir í hvít klæði og konurnar í svörtum klæðnaði. Við fengum þó að vita að það er val hjá konunum að vera í klæðnaðinum. Múslimatrú er þar í landi, svo bænir voru í kallkerfinu og allur hávaði stoppaði.
Við settumst niður á TGI Fridays og fengum okkur að borða. Þar fékk ég enn einn afmælissönginn, þökk sé systur minni, hræðilegan song sem var blanda af “happy birthday to you” og “Holidays are coming” (Coca Cola auglýsing), sungið með asískum öskrum og falskri tamborinu. Bróðir minn yfirgaf svæðið strax eftir.
Aðfangadagur var yndislegur, við eyddum honum í jeppa safari um eyðimörkinni. Við systkinin riðum úlföldum undir stjörnunum og sungum “Bjart er yfir Betlehem.” Mamma fékk gæsahúð. Við sátumst svo niður á persnesk teppi og borðuðum arabískan mat og sáum magadansmey dansa. Svo áttu áhorfendurnir að taka þátt og auðvitað fór ég upp. Hún tók mig sérstaklega fyrir og lét mig dansa aleina, með staf og reyndi meira að segja að sýna á mér mjaðmirnar með að rífa mig úr 66 gráður norður peysunni. Eftir atriðið kom króatísk kona og gat ekki hætt að hrósa mér. Við keyptum svo endalausar myndir og enduðum kvöldið á að reykja vatnspípur. Óaðfinnanlegt aðfangadagskvöld.
Tuesday, January 01, 2008
A whole new world part I
Ég flaug til London og hitti þar Ásdísi, sitjandi á Starbucks. Þar fengum við fréttir að restin af fjölskyldunni væri föst á íslandi v/storms. Við systurnar áttum framundan flug aleinar. Ævintýrið var rétt að byrja.
Við fengum far hjá einum milljónamæringi sem átti námur um allan heim. Við hittum hann fyrir framan leigubílaröðina þegar við spurðum hve mikið kostaði að fara niður í bæ, hann sagðist vera að fara þangað og bauð okkur far. Við fengum að vita allt um Dubai, Maldives, námu, líf hans og um viðskipti. Þegar við vorum komin í miðbæ Lundúna, þökkuðum við fyrir farið og héldum leið okkar áfram, forum á ítalskan veitingastað, GAP og löbbuðum um. London var rosa jólaleg með ljósum, afrískum jólasöngvum og jólatraffíkin á fullu. Svo fórum við til baka á flugvöllinn.
Flugið var yndislegt, við flugum með Sri Lankan airlines, og voru flugfreyjurnar í sari (indverskum klæðnaði), buðu okkur þvottapoka annars lagið, sætin voru þægileg og sjónvarp með fimm stöðvum og alls kyns leikjum fyrir framan okkur.
Það var tekið á moti okkur á Male og leidd í bát sem tók okkur á eyjuna okkar sem var klukkutíma í burtu. Þar fengum við aftur þvottapoka og svo tók einn þjónnin okkur í golfkerru upp að villunni okkar. Þar fengum við fótabað með nuddi. Okkur leið frekar illa, fannst þetta e-h niðurlægjandi. Við eyddum restinni af deginum að skoða okkur um í villunni, leggja okkur í hengirúminu, fara út á ströndina, stinga fótunum í sjóinn og taka trilljón myndir. Við forum svo á veitingastað og í bað um kvöldið, til að toppa afslöppunina.
Mamma, Pabbi og Stefán komu svo daginn eftir. Við eyddum næstu dögum í algerri afslöppun, fara í nudd, sundlaug, sjóinn, liggjandi í ströndinni, snorkluðum (þar sem ég snerti skjaldböku), hjóluðum, forum í körfubolta, badminton, billiard og borðtennis. Svo fórum við á veitingastaði á kvöldin. Alveg yndislegt.
Afmælið mitt var þann 20.desember, en þar sem við vorum að ferðast á þeim degi þá héldum við upp á það daginn áður með stæl. Við höfðum afmælispartý á ströndinni, með tiki kyndlum, liggjandi á persneskum teppum horfandi á stjörnurnar og tunglið á meðan kokkalið eldaði fyrir okkur. Yndislegt kvöld, við biðum eftir því að e-h tæki niður leikmyndina líkt og í Truman Show, þetta var svo ótrúlegt. Ég fékk gjafir og afmælissöngva, meira að segja frá local bandinu.
Við fengum far hjá einum milljónamæringi sem átti námur um allan heim. Við hittum hann fyrir framan leigubílaröðina þegar við spurðum hve mikið kostaði að fara niður í bæ, hann sagðist vera að fara þangað og bauð okkur far. Við fengum að vita allt um Dubai, Maldives, námu, líf hans og um viðskipti. Þegar við vorum komin í miðbæ Lundúna, þökkuðum við fyrir farið og héldum leið okkar áfram, forum á ítalskan veitingastað, GAP og löbbuðum um. London var rosa jólaleg með ljósum, afrískum jólasöngvum og jólatraffíkin á fullu. Svo fórum við til baka á flugvöllinn.
Flugið var yndislegt, við flugum með Sri Lankan airlines, og voru flugfreyjurnar í sari (indverskum klæðnaði), buðu okkur þvottapoka annars lagið, sætin voru þægileg og sjónvarp með fimm stöðvum og alls kyns leikjum fyrir framan okkur.
Það var tekið á moti okkur á Male og leidd í bát sem tók okkur á eyjuna okkar sem var klukkutíma í burtu. Þar fengum við aftur þvottapoka og svo tók einn þjónnin okkur í golfkerru upp að villunni okkar. Þar fengum við fótabað með nuddi. Okkur leið frekar illa, fannst þetta e-h niðurlægjandi. Við eyddum restinni af deginum að skoða okkur um í villunni, leggja okkur í hengirúminu, fara út á ströndina, stinga fótunum í sjóinn og taka trilljón myndir. Við forum svo á veitingastað og í bað um kvöldið, til að toppa afslöppunina.
Mamma, Pabbi og Stefán komu svo daginn eftir. Við eyddum næstu dögum í algerri afslöppun, fara í nudd, sundlaug, sjóinn, liggjandi í ströndinni, snorkluðum (þar sem ég snerti skjaldböku), hjóluðum, forum í körfubolta, badminton, billiard og borðtennis. Svo fórum við á veitingastaði á kvöldin. Alveg yndislegt.
Afmælið mitt var þann 20.desember, en þar sem við vorum að ferðast á þeim degi þá héldum við upp á það daginn áður með stæl. Við höfðum afmælispartý á ströndinni, með tiki kyndlum, liggjandi á persneskum teppum horfandi á stjörnurnar og tunglið á meðan kokkalið eldaði fyrir okkur. Yndislegt kvöld, við biðum eftir því að e-h tæki niður leikmyndina líkt og í Truman Show, þetta var svo ótrúlegt. Ég fékk gjafir og afmælissöngva, meira að segja frá local bandinu.
Subscribe to:
Posts (Atom)