Sunday, January 27, 2008
Lumitaskatímarvideo
Fiðrildi í maganum, svo spennt var ég að sjá Lumi ástina mína aftur eftir mánuð í burtu. Það var ekki fyrr en ég var í örmum hans þegar ég gerði mér grein fyrir hversu mikið ég hefði saknað hans, ég bra´st næstum því í grát. Hann var rosa ánægður með gjafirnar sem ég hafði keypt í hverju landi og hann gaf mér þessa fallegu tösku.
Ég hitti ekki einungis Lumi heldur líka vinkonur mínar, Patricia og Andreea fengu illilega að kenna á brennivíni, enduðu hjá klósettinu, kastandi upp, meðan ligia varð í fyrsta sinn full, ótrúlega fyndið að sjá hana, á meðan ég, Agnieszka, Anna K. og Alina horfðum á :P Hittumst í gær og kíktum á Chillout, drukkum og spjölluðum saman.
Lenti í þvílíku veseni með internetið, vildi fá wireless svo fékk mér svona internet símkort... H.U.I frá One. Það voru mestu mistök. Netið er þvílíkt hægt og getur ekki uploadað. Seljandinn hafði logið að mér. Ég trúði þessu ekki. Nú er ég með tveggja ára samning nema ég nái að tala þá til. Ég sendi þeim nú þegar e-mail og svo ætla ég að hringja og fylgja þessu eftir. Ekki nóg með það, heldur vildi ég redda mér allavega hröðu neti svo keypti router og ætlaði svo að fá aftur chello net eins og ég var með áður... ó nei, ekki hægt þar sem ég hafði svo nýlega sagt upp, því þarf ég að bíða í mánuð til að endurnýja áskriftina. Týpískt! svona er þjónustan í Vín!
Svo er ég bara í tveim kúrsum, Newspaper Production og Webcast Production og svo að undirbúa mig undir Portfolio Review. Svo er ég einnig að leita að vinnu á fullu og fyrsti danstíminn í næstu viku, verð að kenna jazzballet og latin á föstudögum frá 16:00-18:15. Hlakka mikið til. Búið að vera þvílíkt stress hjá blaðinu og í webcast erum við að undirbúa video við lagið mitt "blonde in disguise." Verður gaman að sjá hvernig það kemur út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ Anna mín
Trúi að það hafi verið gaman að hitta lumi þinn :D
Frábært að þú sért að leita þér að vinnu, gangi þér vel með það! fínt að vera bara í tveimur kúrsum er það ekki?
Vonast til að geta talað við þig sem fyrst... sakna þín alltaf
Þín Guðrún Hrönn
Post a Comment