Friday, January 04, 2008

A whole new world part II

Flugið til Dubai tók sex tíma og við flugum með Emirates, sem er með top þjónustu og 30 stöðvar hvorki meira né minna, allt frá gömlum Disney myndum, Wizard of Oz til Transformers. Þegar við komum þangað komumst við strax að því að umferðin var mikil, þurftum að bíða í korter í rútunni eftir því að komast í flugstöðvarbygginguna. Þegar við komumst í gegnum leit, tolla o.s.frv. þá beið okkar maður frá hótelinu sem leiddi okkur svo að audi sem keyrði okkur að hótelinu, hvorki meira né minna.



Hótelið okkar var Jameirah og er 5 stjörnu hotel. Í því eru veitingastaðir, verslanir, sundlaugar, strandir, vatnsrennibrautagarður og fleira. Við eyddum mestum tímanum okkar í garðinum í þvílíkt góðu veðri. Þvílíkt flott hotel. Við hliðina á hotelinu var hotelið Burj Al Arab, sem er eina 7 stjörnu hótelinu í heiminum. Við kíktum þangað en mér fannst þetta ekki 700.000 króna virði nóttin. Bílarnir í Dubai voru svakalega flottir, Lamborghini, Audi, Rolls Royce, Benz og Ferrari. Svaka vel bónaðir líka. Dubai var rosalega nútímaleg, með svaka flottum, nýlegum, háum byggingum og voru allir rosa stoltir af borginni, enda átti eftir að byggja sex borgir, dubailand (stærra en Disneyland), Universal, o.fl.

Við forum í the Emirates verslunarmiðstöðina og vá þvílík sjón, ekki var verslunarmiðstöðin bara ótrúlega stór (með klassabúðir eins og Calvin Klein, Dolce&Gabbana og svo venjulegar eins og Mango og H&M) heldur líka með bíó, tívolí og svo SKÍÐASVÆÐI.



Skrítið að vera í verslunarmiðstöð þar sem við vorum öðruvísi, flestir voru arabar, klæddir í hvít klæði og konurnar í svörtum klæðnaði. Við fengum þó að vita að það er val hjá konunum að vera í klæðnaðinum. Múslimatrú er þar í landi, svo bænir voru í kallkerfinu og allur hávaði stoppaði.

Við settumst niður á TGI Fridays og fengum okkur að borða. Þar fékk ég enn einn afmælissönginn, þökk sé systur minni, hræðilegan song sem var blanda af “happy birthday to you” og “Holidays are coming” (Coca Cola auglýsing), sungið með asískum öskrum og falskri tamborinu. Bróðir minn yfirgaf svæðið strax eftir.



Aðfangadagur var yndislegur, við eyddum honum í jeppa safari um eyðimörkinni. Við systkinin riðum úlföldum undir stjörnunum og sungum “Bjart er yfir Betlehem.” Mamma fékk gæsahúð. Við sátumst svo niður á persnesk teppi og borðuðum arabískan mat og sáum magadansmey dansa. Svo áttu áhorfendurnir að taka þátt og auðvitað fór ég upp. Hún tók mig sérstaklega fyrir og lét mig dansa aleina, með staf og reyndi meira að segja að sýna á mér mjaðmirnar með að rífa mig úr 66 gráður norður peysunni. Eftir atriðið kom króatísk kona og gat ekki hætt að hrósa mér. Við keyptum svo endalausar myndir og enduðum kvöldið á að reykja vatnspípur. Óaðfinnanlegt aðfangadagskvöld.

No comments: