Sunday, January 13, 2008

Frá jólum á Íslandi til balls í Vín

Komum til Íslands að nóttu til þann annan í jólum. Daginn eftir voru jól. Pabbi eldaði sína frægu steik og tartaletturnar góðu og mamma og stefán komu í tæka tíð fyrir jólamatinn. Ég og Ásdís vorum heima að jafna okkur á ferðalaginu. Mamma fékk möndlugjöfina þetta árið, sem var Buzz Hollywood, sem fjölskyldan spilaði svo næsta dag. Ég og Ásdís hámuðum í okkur tartaletturnar á meðan Stefán og pabbi höfðu ekki orð yfir hvað steikin tókst vel. Eftir matinn, opnuðum við gjafir, sem voru óvenju flottar og vorum við þó allra þakklátust fyrir að vera í faðmi fjölskyldunnar.



Næstu dagar fóru í fjölskylduboð hjá Claessen fjölskyldunni og fór ég í surprise boð þar sem ég komst að því að Frikki besti vinur minn væri kominn heim frá Ástralíu. Æðislegt að sjá hann og fögnuðum við því með að fara á Black, nýjan klúbb, sem vinur okkar á. Við kíktum einnig við á Qju og ég endaði a´Celtics að hitta Guðrúnu og svo gisti ég hjá henni. Að bíða eftir leigubíl í miðbænum er hörmung. Ég varð svo fárveik og eyddi restinni af dvölinni á Íslandi rúmliggjandi. Mæli ekki með því. Náði þó að koma mér úr rúminu nógu lengi til að fara í áramótafjölskylduboð hjá Katý frænku. Vinir mínir kíktu líka í heimsókn til mín síðasta daginn.



Flaug með Ásdísi og vinkonum hennar til Köben þann 8.janúar og svo flaug ég til Vínar. Mamma og Stefán fóru sama dag til Bandaríkjanna, eða Wichita þar sem Stefán verður í skóla næstu árin.

Hitti Alexöndru og Ligiu og við höfðum stelpukvöld, spjölluðum og horfðum á Grey´s anatomy. Var á student orientation (fyrsta dag skólans) að kynna nemendum fyrir skólanum og nemendafélaginu sem meðlimur nemendafélagsins. Gekk ágætlega og notaði tímann til að klára próf sem ég átti eftir að klára. Hékk einnig með Ligiu, vinkonu minni, munar um félagsskapinn.



Fór með Alexöndru, Ligiu og fleirum á WU ball í Hofburg í gær. Ótrúlega falleg bygging að innan sem utan. Ballið minnti mig á Blackpool, þar sem við kepptum í dansi áður fyrr, salur fullur af uppáklæddu fólki sem kunni að dansa. Ótrúlega flott föt þarna, þetta var eins og tískusýning. Dansaði með einum vini Alexöndru fyrst Lumi var í Kosovo. Hann lofaði mér þó að dansa með mér næst. Ótrúlega gaman.

1 comment:

Anonymous said...

*öfund* MIG LANGAR Á BALL Í HOFBURG!!!!! hef bara farið einu sinni inn og fór til að skoða vopnasafn habsborgaranna :(

snökkt snökkt....

hei og btw hefuru farið á Sissi safnið í hofburg? það er mjög flott, mæli með því ;)