Tuesday, January 01, 2008

A whole new world part I

Ég flaug til London og hitti þar Ásdísi, sitjandi á Starbucks. Þar fengum við fréttir að restin af fjölskyldunni væri föst á íslandi v/storms. Við systurnar áttum framundan flug aleinar. Ævintýrið var rétt að byrja.



Við fengum far hjá einum milljónamæringi sem átti námur um allan heim. Við hittum hann fyrir framan leigubílaröðina þegar við spurðum hve mikið kostaði að fara niður í bæ, hann sagðist vera að fara þangað og bauð okkur far. Við fengum að vita allt um Dubai, Maldives, námu, líf hans og um viðskipti. Þegar við vorum komin í miðbæ Lundúna, þökkuðum við fyrir farið og héldum leið okkar áfram, forum á ítalskan veitingastað, GAP og löbbuðum um. London var rosa jólaleg með ljósum, afrískum jólasöngvum og jólatraffíkin á fullu. Svo fórum við til baka á flugvöllinn.



Flugið var yndislegt, við flugum með Sri Lankan airlines, og voru flugfreyjurnar í sari (indverskum klæðnaði), buðu okkur þvottapoka annars lagið, sætin voru þægileg og sjónvarp með fimm stöðvum og alls kyns leikjum fyrir framan okkur.



Það var tekið á moti okkur á Male og leidd í bát sem tók okkur á eyjuna okkar sem var klukkutíma í burtu. Þar fengum við aftur þvottapoka og svo tók einn þjónnin okkur í golfkerru upp að villunni okkar. Þar fengum við fótabað með nuddi. Okkur leið frekar illa, fannst þetta e-h niðurlægjandi. Við eyddum restinni af deginum að skoða okkur um í villunni, leggja okkur í hengirúminu, fara út á ströndina, stinga fótunum í sjóinn og taka trilljón myndir. Við forum svo á veitingastað og í bað um kvöldið, til að toppa afslöppunina.



Mamma, Pabbi og Stefán komu svo daginn eftir. Við eyddum næstu dögum í algerri afslöppun, fara í nudd, sundlaug, sjóinn, liggjandi í ströndinni, snorkluðum (þar sem ég snerti skjaldböku), hjóluðum, forum í körfubolta, badminton, billiard og borðtennis. Svo fórum við á veitingastaði á kvöldin. Alveg yndislegt.



Afmælið mitt var þann 20.desember, en þar sem við vorum að ferðast á þeim degi þá héldum við upp á það daginn áður með stæl. Við höfðum afmælispartý á ströndinni, með tiki kyndlum, liggjandi á persneskum teppum horfandi á stjörnurnar og tunglið á meðan kokkalið eldaði fyrir okkur. Yndislegt kvöld, við biðum eftir því að e-h tæki niður leikmyndina líkt og í Truman Show, þetta var svo ótrúlegt. Ég fékk gjafir og afmælissöngva, meira að segja frá local bandinu.

No comments: