Þann 20.desember var ég hvorki meira né minna en 21 árs gömul. Því var fagnað á eftirfarandi hátt:
*Fékk afmælissöng um morguninn frá mömmu, pabba, stebba og ásdísi og æðislegar gjafir, föt og þátturinn “No Angels” frá Ásdísi og Ingimari.
*Fór í hárgreiðslu í skol og klippingu
*Pabbi borðaði hádegismat á Subway með mér og keyrði mig svo til vinnuna hennar mömmu. Þar sungu stelpurnar í vinnunni hennar mömmu afmælissönginn og svo fór ég og mamma, sóttum Ásdísi og fórum á Nordica i heitan pott og svo nudd, algert dekur
* Fórum í kringluna á kaffihús og svo í smá verslunarleiðangur. Hitti svo Árnný og Fríðu á American Style í smá spjall. Hef ekki hitt þær í heilt ár, ótrúlegt en satt.
* Kvöldinu eyddi ég svo í fjölskyldunni í bíó á “The Holiday”
Æðislegur dagur.... eitt vantaði þó til að fullkomna hann en það er ástin mín, Lumi, sem er staddur í Kosovo. Hann sendi mér þó sína ástarkveðju.
Thursday, December 21, 2006
Koman til klakans
Ferðadagurinn mikli þann 17.desember, þótt ótrúlegt sé þá komst ég næstum heil og höldnu til Íslands fyrir utan það að fá þvílíkan þrýsting á hægri augað, eins og það ætlaði að springa, bæði í flugvélinni til Danmerkur og Íslands. Það munaði þó að hafa pabba, Stebba og Ásdísi í flugvélinni til Íslands. Munar um andlegan stuðning.
Millistoppið í Danmörku entist í nokkra tíma svo ég, Ásdís og pabbi skruppum á Strikið (þar sem við fundum m.a. jólakjólana okkar)þar sem var svaka jólastemmning, jólaljós og jólasöngur og skruppum svo í jólatívolíið. Vá hvað það var flott. Risastór jólakúla, allt skreytt með jólaljósum og var einnig jólaálfaþorp þar sem við kíktum á en við enduðum svo að fá okkur kakó í kuldanum á einu kaffihúsi þar sem pabbi rifjaði upp gömlu jólahefðirnar. Rosa gott spjall. Svo fórum við aftur á Kastrup þar sem við hittum Stefán, tékkuðum töskurnar inn og fórum í gegnum öryggishliðið. Nema hvað, Ásdís var tekinn og þurfti að henda 5.000 króna jólagjöf í ruslið. Svekkjandi þessar nýju reglur. Við fórum svo á Hereford og fengum okkur steikur. Rosa gott að fá sér smá í gogginn. Svo var flogið heim. Æðislegt að vera komin heim á klakann.
Millistoppið í Danmörku entist í nokkra tíma svo ég, Ásdís og pabbi skruppum á Strikið (þar sem við fundum m.a. jólakjólana okkar)þar sem var svaka jólastemmning, jólaljós og jólasöngur og skruppum svo í jólatívolíið. Vá hvað það var flott. Risastór jólakúla, allt skreytt með jólaljósum og var einnig jólaálfaþorp þar sem við kíktum á en við enduðum svo að fá okkur kakó í kuldanum á einu kaffihúsi þar sem pabbi rifjaði upp gömlu jólahefðirnar. Rosa gott spjall. Svo fórum við aftur á Kastrup þar sem við hittum Stefán, tékkuðum töskurnar inn og fórum í gegnum öryggishliðið. Nema hvað, Ásdís var tekinn og þurfti að henda 5.000 króna jólagjöf í ruslið. Svekkjandi þessar nýju reglur. Við fórum svo á Hereford og fengum okkur steikur. Rosa gott að fá sér smá í gogginn. Svo var flogið heim. Æðislegt að vera komin heim á klakann.
..always knocking at my door"
Svo fórum við í sirkusinn hennar þar sem hún var auðvitað stjarnan ásamt eldspúum, sýningarstelpum, fólki á stultum o.s.frv. Fyndnasta var þó lagið “Nasty, Naughty Boy” þar sem hún fékk einn strák úr áhorfendasalnum til að hjálpa sér. Hún ásamt dönsurunum hennar bundu hann upp á spjald og tældu hann og æstu hann með svipum. Ótrúlega fyndið að sjá svipinn á kauða. Þegar hún tók lagið “Hurt” gat ég ekki annað en hringt í Frikka sem dýrkar Christina Aguilera og þetta lag og mér fannst hann verða að heyra þetta live. Tónleikarnir enduðu svo með “Fighter”, æðislegt lag til að enda á.
Tónleikarnir voru f´rabærir að mínu mati og kom mér á óvart hve vel hún söng live, hve hún talaði við áhorfendur persónulega og var með flotta sýningu. Go Baby Jane!!!
Tónleikarnir voru f´rabærir að mínu mati og kom mér á óvart hve vel hún söng live, hve hún talaði við áhorfendur persónulega og var með flotta sýningu. Go Baby Jane!!!
"I got trouble, trouble, trouble....
Þann 16.desember var ég vitni af engarri annarri en Christina Aguilera í Wiener Stadthalle. Hún tók mest lög af plötunni sinni “Back to Basics” og auðvitað hennar þekktustu lögin hennar eins og “What a girl wants”, “Dirrty”, “Lady Marmalade” og “Beautiful.” Flott var að gömlu lögin tók hún í nýrri útgáfu. “What a girl wants” var í reggea stíl og “Come on Over” einnig öðruvísi.
Ég hafði ekki heyrt lögin á nýju plötunni hennar en vá hvað þetta voru góð lög, vel sungin og rosa persónuleg sem gefur extra stig. Hún var með gamaldags þema, líkt og í myndbandinu hennar “Ain´t no other man” og með þannig myndir á skjávarpanum. Svo þegar hún söng “Oh Mother” sagði hún okkur frá mömmu sinni og hvernig hún dáðist af mömmu sinni fyrir að yfirgefa heimilisofbeldi sem hún þurfti að þola af föður hennar. Svo var mynd af henni á skjávarpanum.
Ég hafði ekki heyrt lögin á nýju plötunni hennar en vá hvað þetta voru góð lög, vel sungin og rosa persónuleg sem gefur extra stig. Hún var með gamaldags þema, líkt og í myndbandinu hennar “Ain´t no other man” og með þannig myndir á skjávarpanum. Svo þegar hún söng “Oh Mother” sagði hún okkur frá mömmu sinni og hvernig hún dáðist af mömmu sinni fyrir að yfirgefa heimilisofbeldi sem hún þurfti að þola af föður hennar. Svo var mynd af henni á skjávarpanum.
Saturday, December 16, 2006
Ég hlakka svo til....
Ég og Rósa fórum á jólaskemmtun Íslendingafélagsins síðasta sunnudag. Það var æðislega gaman, að vera krakki aftur, dansa í kringum jólatréð og syngja gamla jólasöngva. Jólasveinninn kom svo í heimsókn og gaf öllum íslenskt nammi. Það áhugaverðasta við atburðinn var þó að tala við Lindu Kettler, íslending sem vinnur hjá ORF (sjónvarpstöð í Vín) og fræddi hún mig mikið um fjölmiðlalífið í Vín og á Íslandi. Magnað var að eftir jólaballið fórum við út, þar sem jólamarkaður var og allt í einu heyrðum við gospelrödd, þá var live söngur og þegar klukkurnar klingdu var þetta svo töfrandi...algjör stemmning.
Hélt tvisvar upp á afmælið mitt. Fyrst með Dóru á barnum BarBar, þar sem við fengum okkur nokkra kokkteila, fengum svo fría tiramisu, pizzu og kokkteil. Borgar sig að eiga afmæli. Rosa gaman að hitta allt gengið og kynnast nýjum Íslendingum, Sigga og Helgu.
Seinna skiptið voru allir mínir vinir á kokkteilbarinn Sky bar. Það var rosa huggulegt, fékk tvær friar ávaxtaskálar svo allir gestirnir fengu að smakka. Á Sky bar var svo söngvari sem song Elvis Presley, Frank Sinatra og fleiri gömul lög. Svo inn á milli komu jólalög sem kom manni í gott jólaskap. Svo fengum við nóg að fína kokkteilbarnum og forum á bar Alt Wien og spjölluðum. Þar komst Alexandra að því að ég talaði þokkalega þýsku, varð nett hissa þar sem við tölum venjulega alltaf ensku saman. Flestir fóru svo heim fyrir utan mig, Huldu og Steffi. Við forum á annan kokkteilbar til að spjalla aðeins lengur. Rosa huggulegt afmæli og ég er nett ánægð með gjafirnar mínar.
Ég og Alexandra íslenska forum svo í jólaverslunarleiðangur. Markmið: að kaupa jólagjafir. Okkur gekk mjög vel, samt betur í að kaupa gjafir fyrir okkur sjálfar. Um kvöldið forum við svo á Starmania, söngvakeppni líkt og íslenska Idolið. Ég fékk miðana vegna Lindu, sem ég hitti á Íslendingaskemmtuninni. Munar um að mynda sambönd. Það var rosa gaman á Starmania en það var aðeins öðruvísi en hinar keppnirnar. Það var ein dökk kona kynnir, einn dómari og fólkið í áhorfendasætunum kaus í miðjum þættinum og svo eftir þáttinn áttu áhorfendur heima að kjósa. Það var rosa flott byrjendaatriði sem skemmtilegum blöndum af lögum frá “Dancing Queen” með Abba til “Don´t feel like dancing” með Scissor Sisters nema keppendurnir voru ekki góðir að dansa og reyndu ekki einu sinni. Flestir söngvararnir voru ekki einu sinni góðir að syngja og áhugavert var af níu keppendum þá voru sex strákar og tveir af þeim hommar. Fjórir söngvarar fannst mér góðir, Ric, dökkur, svaka söngvari, leikari og dansari sem söng austurrískt lag, Falco, rokkaralegur sem söng “With or Without you” , Martin, annar hommana, með dívuhreyfingar og hreint út sagt magnaða rödd tók “Hold the Line” og Nadine, sextán ára með magnaða rödd sem söng “You´re My Number One”.
Það versta við síðastliðna viku var að klára að endurskrifa ritgerðina mina fyrir Composition, taka símaviðtal við Magga Scheving og skrifa grein fyrir Fundamentals of Reporting og leysa heimaprófið úr kúrsnum Introduction to Mass Communication. Erfitt því ég gat varla sofið v/hálsbólgu og ég fékk ekki knús því karlinn fór Kosovo þann 12.des. Vá hvað ég sakna hans.
Einn dagur....þar til ég hitti fyrst pabba, stebba og ásdísí á flugvellinum í danmörku og svo förum við í bæinn, kannski´i Tivoli og svo heim á klakann.
Hlakka til að koma heim og sjá ykkur.
Hélt tvisvar upp á afmælið mitt. Fyrst með Dóru á barnum BarBar, þar sem við fengum okkur nokkra kokkteila, fengum svo fría tiramisu, pizzu og kokkteil. Borgar sig að eiga afmæli. Rosa gaman að hitta allt gengið og kynnast nýjum Íslendingum, Sigga og Helgu.
Seinna skiptið voru allir mínir vinir á kokkteilbarinn Sky bar. Það var rosa huggulegt, fékk tvær friar ávaxtaskálar svo allir gestirnir fengu að smakka. Á Sky bar var svo söngvari sem song Elvis Presley, Frank Sinatra og fleiri gömul lög. Svo inn á milli komu jólalög sem kom manni í gott jólaskap. Svo fengum við nóg að fína kokkteilbarnum og forum á bar Alt Wien og spjölluðum. Þar komst Alexandra að því að ég talaði þokkalega þýsku, varð nett hissa þar sem við tölum venjulega alltaf ensku saman. Flestir fóru svo heim fyrir utan mig, Huldu og Steffi. Við forum á annan kokkteilbar til að spjalla aðeins lengur. Rosa huggulegt afmæli og ég er nett ánægð með gjafirnar mínar.
Ég og Alexandra íslenska forum svo í jólaverslunarleiðangur. Markmið: að kaupa jólagjafir. Okkur gekk mjög vel, samt betur í að kaupa gjafir fyrir okkur sjálfar. Um kvöldið forum við svo á Starmania, söngvakeppni líkt og íslenska Idolið. Ég fékk miðana vegna Lindu, sem ég hitti á Íslendingaskemmtuninni. Munar um að mynda sambönd. Það var rosa gaman á Starmania en það var aðeins öðruvísi en hinar keppnirnar. Það var ein dökk kona kynnir, einn dómari og fólkið í áhorfendasætunum kaus í miðjum þættinum og svo eftir þáttinn áttu áhorfendur heima að kjósa. Það var rosa flott byrjendaatriði sem skemmtilegum blöndum af lögum frá “Dancing Queen” með Abba til “Don´t feel like dancing” með Scissor Sisters nema keppendurnir voru ekki góðir að dansa og reyndu ekki einu sinni. Flestir söngvararnir voru ekki einu sinni góðir að syngja og áhugavert var af níu keppendum þá voru sex strákar og tveir af þeim hommar. Fjórir söngvarar fannst mér góðir, Ric, dökkur, svaka söngvari, leikari og dansari sem söng austurrískt lag, Falco, rokkaralegur sem söng “With or Without you” , Martin, annar hommana, með dívuhreyfingar og hreint út sagt magnaða rödd tók “Hold the Line” og Nadine, sextán ára með magnaða rödd sem söng “You´re My Number One”.
Það versta við síðastliðna viku var að klára að endurskrifa ritgerðina mina fyrir Composition, taka símaviðtal við Magga Scheving og skrifa grein fyrir Fundamentals of Reporting og leysa heimaprófið úr kúrsnum Introduction to Mass Communication. Erfitt því ég gat varla sofið v/hálsbólgu og ég fékk ekki knús því karlinn fór Kosovo þann 12.des. Vá hvað ég sakna hans.
Einn dagur....þar til ég hitti fyrst pabba, stebba og ásdísí á flugvellinum í danmörku og svo förum við í bæinn, kannski´i Tivoli og svo heim á klakann.
Hlakka til að koma heim og sjá ykkur.
Thursday, December 14, 2006
Pink tónleikarnir
Pink tónleikarnir þann 10.des í Wien Stadthalle voru hreint út sagt magnaðir. Hljómsveitin Lila hitaði upp og kom hún á óvart, þrjár stelpur og einn strákur á trommunum rokkuðu á þýsku. Eftir tvo tíma kom svo Pink...
Fyrst birtust þrír einstaklingar klæddir svörtum skikkjum með kerti sem gengu fram a svið og svo til baka. Svo datt tjaldið niður og Pink birtist og söng lag sem ég þekkti ekki (líklegast af nýja disknum). Á tónleikunum fór mikið í búningaskipti og notaði liðið sitt á sviðinu til að drepa tímann, hljómborðsleikarinn og svo gítarleikarinn spilaði fallega, dansararnir dönsuðu, bakraddasöngvararnir sungu lög einar, o.s.frv.
Hún tók alla aðal smellina hennar, "There you go" var tekið með flamingo stíl, svaka flott og klæddist hún flamingo kjól og gítarleikari spilaði undir í byrjun í nautabanaklæðum, "Who knew" var hún í venjulegum fötum en söngurinn hennar var svo magnaður og þetta kom svo innilega fra hjartanu að ég fékk gæsahúð. "Stupid girls" tók hún í lindsey lohan klæðnaði, með rauða hárkollu og skinnjakka og dansararnir voru klæddir eins og dragdrottningar með svaka brjóst, ljósar hárkollur, jakka og stígvélum. “U and U´r hand” birtist hún á mótorhjólinu alræmda og fór svo ofan af því niður og dansaði.
Magnaðasta var þó “Get the party started” og önnur lög þar sem hún tók Cirque du Soleil á þetta og klifraði upp á slæðu úr loftinu og gerði ýmis konar kúnstir ásamt því að syngja, það sama með fótboltanet. Svo tók hún lagið “What´s up” af 4 non blondes sem ég fílaði í tætlur.
Eftir tónleikana keypti ég mér disk Lili og fékk eiginhandaáritun í kaupauka.
Fyrst birtust þrír einstaklingar klæddir svörtum skikkjum með kerti sem gengu fram a svið og svo til baka. Svo datt tjaldið niður og Pink birtist og söng lag sem ég þekkti ekki (líklegast af nýja disknum). Á tónleikunum fór mikið í búningaskipti og notaði liðið sitt á sviðinu til að drepa tímann, hljómborðsleikarinn og svo gítarleikarinn spilaði fallega, dansararnir dönsuðu, bakraddasöngvararnir sungu lög einar, o.s.frv.
Hún tók alla aðal smellina hennar, "There you go" var tekið með flamingo stíl, svaka flott og klæddist hún flamingo kjól og gítarleikari spilaði undir í byrjun í nautabanaklæðum, "Who knew" var hún í venjulegum fötum en söngurinn hennar var svo magnaður og þetta kom svo innilega fra hjartanu að ég fékk gæsahúð. "Stupid girls" tók hún í lindsey lohan klæðnaði, með rauða hárkollu og skinnjakka og dansararnir voru klæddir eins og dragdrottningar með svaka brjóst, ljósar hárkollur, jakka og stígvélum. “U and U´r hand” birtist hún á mótorhjólinu alræmda og fór svo ofan af því niður og dansaði.
Magnaðasta var þó “Get the party started” og önnur lög þar sem hún tók Cirque du Soleil á þetta og klifraði upp á slæðu úr loftinu og gerði ýmis konar kúnstir ásamt því að syngja, það sama með fótboltanet. Svo tók hún lagið “What´s up” af 4 non blondes sem ég fílaði í tætlur.
Eftir tónleikana keypti ég mér disk Lili og fékk eiginhandaáritun í kaupauka.
Wednesday, December 13, 2006
Íslenska "I´ve got you babe"
"steikjum rjúpur", "skjótum rjúpur, "drepum rjúpur"
aldrei datt mér í hug að heyra þetta sem íslenska útgáfu af "I´ve got you babe" og það á jólaútvarpinu á www.jol.is. Lagið "Rjúpur" með Baggalúti er nett fyndið en algjört rugl. Kannski restin af baggalútslögunum sé það líka, kannski nýi tvíhöfði.
aldrei datt mér í hug að heyra þetta sem íslenska útgáfu af "I´ve got you babe" og það á jólaútvarpinu á www.jol.is. Lagið "Rjúpur" með Baggalúti er nett fyndið en algjört rugl. Kannski restin af baggalútslögunum sé það líka, kannski nýi tvíhöfði.
Friday, December 08, 2006
Frá Andrési Önd til Afríku
Á föstudaginn síðasta var mér, ásamt öðrum nemendum í bekknum mínum, boðið í partý til kennarans Freund sem ég vissi fyrirfram að yrði einkennilegt en ég bjóst aldrei við því sem ég sá. Ímyndið ykkur næstum 50 ára mann, mjór og með dökkar krullur, mikið fyrir að tala um sjálfan sig og koma svo í heimsókn til hans og sjá ANDRÉSAR ANDAR safn. Og þetta var ekkert lítið safn, það voru blöðin, bækur, myndir, styttur og allt sem við kom Andrés Önd og það hjá eldhúsinu svo hann var ekkert að fela áhugann sinn á Andrési.
Það var ekki nóg með safnið heldur svo var það kærasta hans, sem var rússnesk og 30 ára. Hún leit út fyrir að vera mail order bride fyrst þegar ég sá hana en svo spurði ég hana hvernig þau hefðu kynnst og þau kynntust í lest. Hann skildi eftir nafnspjaldið sitt í bókinni hennar, nema með vitlausu númeri, upps. Hann hefði þá prentað fjölda nafnspjalda með vitlaust símanúmer. Whatever, þau voru sæt saman :)
Á laugardaginn fór ég á International Bazaar með Alexöndru í Austria Center. Þar voru margir básar gömlum hlutum, tombólu og réttum frá 40 löndum. Við enduðum með að velja okkur mat sem við myndum líklegast aldrei fá annars. Við fengum kjúkling með olífum og kús kús frá Afríku og grænmetisrétti frá Bangladesh. Þar sem sá matur var frekar kaldur og ekki beint mitt uppáhald þá endaði ég á ameríska básnum með pulsu og cola í hendi. Ég held þetta sé eins og þegar maður fer til útlanda. Fyrst er allt rosa spennandi og maður vill prufa allt en svo í lokin vill maður bara fá e-h kunnuglegt og þakkar þa´fyrir að Mcdonalds sé næstum í hverju landi.
Eftir Bazaarinn fórum við niður í skóla til að skrifa grein um atburðinn og hjálpaði ég þeim einnig við að skrifa dagbókarfærslu. Svo í næsta blaði eru 2 greinar eftir mig plús 1 dagbókarfærsla aftan á blaðinu.
Um kvöldið var ég frekar þreytt og pirruð en þurfti að fara á klúbbinn Hochriegl í webster partý til að taka myndir fyrir nemendafélagið. Ég var enn pirraðri þegar ég þurfti að borga inn og svo kostuðu drykkirnir 5 evrur. Þrátt fyrir pirringinn þá reyndi ég að skemmta mér, dansa smá, tók fullt af myndum, sjá myndir og í endanum var þetta ekki slæmt.
Sunnudagurinn fór svo í lærdóm...enda er maður nú fyrst og fremst í skólanum
Það var ekki nóg með safnið heldur svo var það kærasta hans, sem var rússnesk og 30 ára. Hún leit út fyrir að vera mail order bride fyrst þegar ég sá hana en svo spurði ég hana hvernig þau hefðu kynnst og þau kynntust í lest. Hann skildi eftir nafnspjaldið sitt í bókinni hennar, nema með vitlausu númeri, upps. Hann hefði þá prentað fjölda nafnspjalda með vitlaust símanúmer. Whatever, þau voru sæt saman :)
Á laugardaginn fór ég á International Bazaar með Alexöndru í Austria Center. Þar voru margir básar gömlum hlutum, tombólu og réttum frá 40 löndum. Við enduðum með að velja okkur mat sem við myndum líklegast aldrei fá annars. Við fengum kjúkling með olífum og kús kús frá Afríku og grænmetisrétti frá Bangladesh. Þar sem sá matur var frekar kaldur og ekki beint mitt uppáhald þá endaði ég á ameríska básnum með pulsu og cola í hendi. Ég held þetta sé eins og þegar maður fer til útlanda. Fyrst er allt rosa spennandi og maður vill prufa allt en svo í lokin vill maður bara fá e-h kunnuglegt og þakkar þa´fyrir að Mcdonalds sé næstum í hverju landi.
Eftir Bazaarinn fórum við niður í skóla til að skrifa grein um atburðinn og hjálpaði ég þeim einnig við að skrifa dagbókarfærslu. Svo í næsta blaði eru 2 greinar eftir mig plús 1 dagbókarfærsla aftan á blaðinu.
Um kvöldið var ég frekar þreytt og pirruð en þurfti að fara á klúbbinn Hochriegl í webster partý til að taka myndir fyrir nemendafélagið. Ég var enn pirraðri þegar ég þurfti að borga inn og svo kostuðu drykkirnir 5 evrur. Þrátt fyrir pirringinn þá reyndi ég að skemmta mér, dansa smá, tók fullt af myndum, sjá myndir og í endanum var þetta ekki slæmt.
Sunnudagurinn fór svo í lærdóm...enda er maður nú fyrst og fremst í skólanum
IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
So, here's how it works:
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie
Opening Credits: Don´t go breaking my heart- elton john and kiki dee
Waking Up: My Way- Frank Sinatra
First Day at Highschool: Sometimes im happy- fred astaire
Falling in Love: Sexed up- Robbie Williams
Fight Song: She will be loved- maroon 5
Breaking up: Independent women- Destiny´s Child
Prom: Stanslaust stuð- Páll Óskar
Life: I was made for loving you- Kiss
Mental Breakdown: Runaround Sue- Jukebox
Driving: Bíólagið- Stuðmenn
Flashback: Út í eyjum- Stuðmenn
Getting Back Together: Anyone who had a heart- Dionne Warwick
Wedding: I wanna run to you- Whitney Houston
Birth of Child: Falling into you- Celine Dion
Final Battle: Du kennst mir nicht- Boom 2005
Death Scene: Build me up buttercup-the Foundations
Funeral Song: Do I- Jimmy Eat World
End Credits: The music of the night- Phantom of the Opera
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie
Opening Credits: Don´t go breaking my heart- elton john and kiki dee
Waking Up: My Way- Frank Sinatra
First Day at Highschool: Sometimes im happy- fred astaire
Falling in Love: Sexed up- Robbie Williams
Fight Song: She will be loved- maroon 5
Breaking up: Independent women- Destiny´s Child
Prom: Stanslaust stuð- Páll Óskar
Life: I was made for loving you- Kiss
Mental Breakdown: Runaround Sue- Jukebox
Driving: Bíólagið- Stuðmenn
Flashback: Út í eyjum- Stuðmenn
Getting Back Together: Anyone who had a heart- Dionne Warwick
Wedding: I wanna run to you- Whitney Houston
Birth of Child: Falling into you- Celine Dion
Final Battle: Du kennst mir nicht- Boom 2005
Death Scene: Build me up buttercup-the Foundations
Funeral Song: Do I- Jimmy Eat World
End Credits: The music of the night- Phantom of the Opera
Sunday, December 03, 2006
Subscribe to:
Posts (Atom)