Friday, December 08, 2006

Frá Andrési Önd til Afríku

Á föstudaginn síðasta var mér, ásamt öðrum nemendum í bekknum mínum, boðið í partý til kennarans Freund sem ég vissi fyrirfram að yrði einkennilegt en ég bjóst aldrei við því sem ég sá. Ímyndið ykkur næstum 50 ára mann, mjór og með dökkar krullur, mikið fyrir að tala um sjálfan sig og koma svo í heimsókn til hans og sjá ANDRÉSAR ANDAR safn. Og þetta var ekkert lítið safn, það voru blöðin, bækur, myndir, styttur og allt sem við kom Andrés Önd og það hjá eldhúsinu svo hann var ekkert að fela áhugann sinn á Andrési.



Það var ekki nóg með safnið heldur svo var það kærasta hans, sem var rússnesk og 30 ára. Hún leit út fyrir að vera mail order bride fyrst þegar ég sá hana en svo spurði ég hana hvernig þau hefðu kynnst og þau kynntust í lest. Hann skildi eftir nafnspjaldið sitt í bókinni hennar, nema með vitlausu númeri, upps. Hann hefði þá prentað fjölda nafnspjalda með vitlaust símanúmer. Whatever, þau voru sæt saman :)

Á laugardaginn fór ég á International Bazaar með Alexöndru í Austria Center. Þar voru margir básar gömlum hlutum, tombólu og réttum frá 40 löndum. Við enduðum með að velja okkur mat sem við myndum líklegast aldrei fá annars. Við fengum kjúkling með olífum og kús kús frá Afríku og grænmetisrétti frá Bangladesh. Þar sem sá matur var frekar kaldur og ekki beint mitt uppáhald þá endaði ég á ameríska básnum með pulsu og cola í hendi. Ég held þetta sé eins og þegar maður fer til útlanda. Fyrst er allt rosa spennandi og maður vill prufa allt en svo í lokin vill maður bara fá e-h kunnuglegt og þakkar þa´fyrir að Mcdonalds sé næstum í hverju landi.

Eftir Bazaarinn fórum við niður í skóla til að skrifa grein um atburðinn og hjálpaði ég þeim einnig við að skrifa dagbókarfærslu. Svo í næsta blaði eru 2 greinar eftir mig plús 1 dagbókarfærsla aftan á blaðinu.

Um kvöldið var ég frekar þreytt og pirruð en þurfti að fara á klúbbinn Hochriegl í webster partý til að taka myndir fyrir nemendafélagið. Ég var enn pirraðri þegar ég þurfti að borga inn og svo kostuðu drykkirnir 5 evrur. Þrátt fyrir pirringinn þá reyndi ég að skemmta mér, dansa smá, tók fullt af myndum, sjá myndir og í endanum var þetta ekki slæmt.



Sunnudagurinn fór svo í lærdóm...enda er maður nú fyrst og fremst í skólanum

1 comment:

EggertC said...

Það er margt skrýtið, áhugamálið