Ferðadagurinn mikli þann 17.desember, þótt ótrúlegt sé þá komst ég næstum heil og höldnu til Íslands fyrir utan það að fá þvílíkan þrýsting á hægri augað, eins og það ætlaði að springa, bæði í flugvélinni til Danmerkur og Íslands. Það munaði þó að hafa pabba, Stebba og Ásdísi í flugvélinni til Íslands. Munar um andlegan stuðning.
Millistoppið í Danmörku entist í nokkra tíma svo ég, Ásdís og pabbi skruppum á Strikið (þar sem við fundum m.a. jólakjólana okkar)þar sem var svaka jólastemmning, jólaljós og jólasöngur og skruppum svo í jólatívolíið. Vá hvað það var flott. Risastór jólakúla, allt skreytt með jólaljósum og var einnig jólaálfaþorp þar sem við kíktum á en við enduðum svo að fá okkur kakó í kuldanum á einu kaffihúsi þar sem pabbi rifjaði upp gömlu jólahefðirnar. Rosa gott spjall. Svo fórum við aftur á Kastrup þar sem við hittum Stefán, tékkuðum töskurnar inn og fórum í gegnum öryggishliðið. Nema hvað, Ásdís var tekinn og þurfti að henda 5.000 króna jólagjöf í ruslið. Svekkjandi þessar nýju reglur. Við fórum svo á Hereford og fengum okkur steikur. Rosa gott að fá sér smá í gogginn. Svo var flogið heim. Æðislegt að vera komin heim á klakann.
No comments:
Post a Comment