Thursday, December 21, 2006

21 árs gömul

Þann 20.desember var ég hvorki meira né minna en 21 árs gömul. Því var fagnað á eftirfarandi hátt:

*Fékk afmælissöng um morguninn frá mömmu, pabba, stebba og ásdísi og æðislegar gjafir, föt og þátturinn “No Angels” frá Ásdísi og Ingimari.

*Fór í hárgreiðslu í skol og klippingu

*Pabbi borðaði hádegismat á Subway með mér og keyrði mig svo til vinnuna hennar mömmu. Þar sungu stelpurnar í vinnunni hennar mömmu afmælissönginn og svo fór ég og mamma, sóttum Ásdísi og fórum á Nordica i heitan pott og svo nudd, algert dekur

* Fórum í kringluna á kaffihús og svo í smá verslunarleiðangur. Hitti svo Árnný og Fríðu á American Style í smá spjall. Hef ekki hitt þær í heilt ár, ótrúlegt en satt.

* Kvöldinu eyddi ég svo í fjölskyldunni í bíó á “The Holiday”

Æðislegur dagur.... eitt vantaði þó til að fullkomna hann en það er ástin mín, Lumi, sem er staddur í Kosovo. Hann sendi mér þó sína ástarkveðju.

No comments: