Pink tónleikarnir þann 10.des í Wien Stadthalle voru hreint út sagt magnaðir. Hljómsveitin Lila hitaði upp og kom hún á óvart, þrjár stelpur og einn strákur á trommunum rokkuðu á þýsku. Eftir tvo tíma kom svo Pink...
Fyrst birtust þrír einstaklingar klæddir svörtum skikkjum með kerti sem gengu fram a svið og svo til baka. Svo datt tjaldið niður og Pink birtist og söng lag sem ég þekkti ekki (líklegast af nýja disknum). Á tónleikunum fór mikið í búningaskipti og notaði liðið sitt á sviðinu til að drepa tímann, hljómborðsleikarinn og svo gítarleikarinn spilaði fallega, dansararnir dönsuðu, bakraddasöngvararnir sungu lög einar, o.s.frv.
Hún tók alla aðal smellina hennar, "There you go" var tekið með flamingo stíl, svaka flott og klæddist hún flamingo kjól og gítarleikari spilaði undir í byrjun í nautabanaklæðum, "Who knew" var hún í venjulegum fötum en söngurinn hennar var svo magnaður og þetta kom svo innilega fra hjartanu að ég fékk gæsahúð. "Stupid girls" tók hún í lindsey lohan klæðnaði, með rauða hárkollu og skinnjakka og dansararnir voru klæddir eins og dragdrottningar með svaka brjóst, ljósar hárkollur, jakka og stígvélum. “U and U´r hand” birtist hún á mótorhjólinu alræmda og fór svo ofan af því niður og dansaði.
Magnaðasta var þó “Get the party started” og önnur lög þar sem hún tók Cirque du Soleil á þetta og klifraði upp á slæðu úr loftinu og gerði ýmis konar kúnstir ásamt því að syngja, það sama með fótboltanet. Svo tók hún lagið “What´s up” af 4 non blondes sem ég fílaði í tætlur.
Eftir tónleikana keypti ég mér disk Lili og fékk eiginhandaáritun í kaupauka.
3 comments:
hæhæ
ég veit að þetta kemur tónleikunum ekkert við en ég var að sjá þetta núna og þú ert pott þétt búin að sjá þetta en
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=203448
hér er linkutinn,
ég hugsaði til þín þegar ég sá þetta.
ég er enn að hlægja að pivot!pivot!pivot! og ég veit að þér finnst það jafn fyndið og mér :D:D
langaði bara til að deila þessu með einhverjum :D:D
kvejða,
Svava Hróðný
ohhh ég hef séð þetta, þetta er geðsjúklega fyndið. Þykir vænt um að þú hugsaðir til mín :)
Hver gleymir friends þættinum okkar :P
Knús frá Vín,
Anna C
Hæhæ sæta :) Vá ég hefði sko mikið til í að koma með þér á PINK tónleikana og ég hefði sko mætt í engu öðru en BLEIKU því ég á ekkert annað hehe, en vá ég væri sko til í að koma með þér á tónleikana Shakiru :) þú heppin að komast á þessa tónleika, bið að heilsa í bili kv.Ragga
Post a Comment