Þann 16.desember var ég vitni af engarri annarri en Christina Aguilera í Wiener Stadthalle. Hún tók mest lög af plötunni sinni “Back to Basics” og auðvitað hennar þekktustu lögin hennar eins og “What a girl wants”, “Dirrty”, “Lady Marmalade” og “Beautiful.” Flott var að gömlu lögin tók hún í nýrri útgáfu. “What a girl wants” var í reggea stíl og “Come on Over” einnig öðruvísi.
Ég hafði ekki heyrt lögin á nýju plötunni hennar en vá hvað þetta voru góð lög, vel sungin og rosa persónuleg sem gefur extra stig. Hún var með gamaldags þema, líkt og í myndbandinu hennar “Ain´t no other man” og með þannig myndir á skjávarpanum. Svo þegar hún söng “Oh Mother” sagði hún okkur frá mömmu sinni og hvernig hún dáðist af mömmu sinni fyrir að yfirgefa heimilisofbeldi sem hún þurfti að þola af föður hennar. Svo var mynd af henni á skjávarpanum.
No comments:
Post a Comment