Thursday, May 31, 2007

Skólalíf

2 vikur og tveir dagar þar til ég kem heim á klakann.

Þar til, er ég á fullu í skólanum. Er í tveimur 4 vikna kúrsum, 20th Century Austrian History og Modernism in Europe. Áhugaverð fög en klikkað mikið að lesa. Les 40 bls á dag. Gott þess vegna að hafa lumi til að halda mig við efnið. Hann knúsar mig og segir mér svo að læra :P

Ég, Ligia og Agnieszka ákváðum að gera e-h menningalegt, svo við forum á fría klassíska tónleika í Schönbrunn. Við komum okkur fyrir á grasbrekku bakvið sviðið og spjölluðum þar til tónleikarnir byrjuðu. Nema hvað, við heyrðum varla neitt. Hljóðkerfið náði ekki svo langt og það var svo pakkað niðri hjá sviðinu svo við héldum okkar stað, spjölluðum undir lágri klassískri tónlist. Mjög notalegt. Brá þó nokkuð þegar það var skotið flugeldum í loftið. Svaka flott show.



Ný önn, ný party. Fyrsta sumarpartýið og við stelpurnar ætluðum sko ekki að missa af stuðinu. þemað var pimpin svo ég setti gyllta eyrnalokka, armband og belti á mér og var í í ermalausum svörtum bol, stuttu pilsi og stígvélunum mínum flottu. Fyrir partýið þá fór ég og Agnieszka í karaoke og fengum okkur kokkteila. Svo héldum við leið okkar niður í bæ þar sem við hittum ligiu og alexöndru.

Skólapartýið var í þetta sinn haldið á S club. Loksins var spiluð HIP HOP og R&B tónlist, og því notaði ég tækifærið og dansaði sem mest, sérstaklega þar sem oftast er house og poppteknó tónlist í þessum partýum. Svo þar sem ég er ljósmyndari nemendafélagsins tók ég partýmyndir. Mun skemmtilegra að taka myndir því fólkið var opið og í stuði. Sjá myndir á www.wuvsc.at



Góðar fréttir, fékk góðar einkunnir úr fögunum á síðustu önn, A í Media Ethics, A í Webcast production, A- í Newspaper Production, B+ í Media Research og B- í Management Theory and Practise.

Friday, May 25, 2007

Zimbardo vika

Spring break, vikufrí þar sem flestir fara heim eða á ströndina, allavega gera e-h skemmtilegt. Hvað endaði ég með að gera? Mynda fræga manneskju auðvitað.

Philip Zimbardo, sálfræðingur sem er frægur fyrir Stanford fangelsistilraunin sem hann gerði auk 300 greina og fjöldann allan af bókum kom til Vínar til að kenna í Webster. Í tilefni þess, vorum við í Webcast tímanum fengin til að mynda hann. Við mynduðum fyrirlestur í Amerika haus, kennslustund, hádegismat með nemendunum, ræðu hans á útskrifardag Webster og viðtal við hann.

Zimbardo talaði um mismunandi efni, allt frá “Time Perspective”, “Shyness” og til “How good people can turn evil.” Rosalega góður fyrirlesari sem heldur þér við efnið allan tímann. Rosa sniðugur að nota myndir og brot úr bíómyndum til að halda athygli áhorfenda og auka skilning þeirra á ákeðnum efnum. T.d. þegar hann var að tala um “Time Perspective” notaði hann brot úr myndinni “Yellow Submarine” með Bítlunum. Ekki nóg með að hann sé góður fyrirlesari heldur er hann með áhugaverðar hugmyndir og eltist við þær og skrifar um þær. Hann elskar að kenna og nemendurnir finna það. Hann er yndisleg manneskja og það var heiður að fá að kynnast honum.



Í lok vikunnar fékk ég þó að skemmta mér aðeins. Nemendafélagið sá um útskriftarballið, svo ég vann ásamt Agniezsku, Ligiu , Masoud, Omar, Adam og Maju við að visa fólki til sætis, sjá um að allir borguðu og svo að allt færi vel fram.. Við gerðum meira en það, við vorum skemmtiatriðið. Við stelpurnar áttum dansgólfið þetta kvöld. Ég skemmti mér konunglega vel bara að dansa, fá gómsætan mat, skemmta mér með vinum mínum og vera prinsessa í eitt kvöld J

Wednesday, May 23, 2007

Beyonce heillaði Vín

Beyonce kom til Vínar þann 8.mai og kom mér svo sannarlega á óvart. Hún hafði flotta karl og kvendansara, þrjár suga mamas (þybbnar dokkar konur) og STELPUBAND. Mér fannst það flottast, hve oft sérðu konur spila á öll hljóðfæri og það hjá poppstjörnu.

Hún hélt stuðinu uppi, með sinni kraftmiklu rödd og hreyfingum og tók ekki einungis nýju lögin sín, heldur kvikmyndalögin sín, Destiny´s Child og meira að segja BEAUTIFUL LIAR.... svaka flott.

Sannur skemmtikraftur. Varð svo hrærð að einu lagi að hún tár féll á kinn hennar. Svo fékk hún dansara til að dansa svaka rútínu við Pink Panther og búa til nýja útgáfu af Cell block tango. Greinilegt að henni líkaði myndin Chicago.

Í allt frábært sýning... Beyonce er snilldar skemmtikraftur. Go Beyonce!

Daily life

Friday, May 18, 2007

"You had me at Bohemian Rhapsody!"

Eurovision..ég er officially komin með ógeð á þessari keppni. Lögin eru flest út í hött og fáranleg lög komast áfram í úrslitin. Ég horfði bara á undanúrslitin og dróg Andreu og Ligiu með mér til að horfa á keppnina heima hjá mér.

Ég varð svaka svekkt eftir að sjá ekki einu sinni Danmörk komast áfram í úrslitin. Ég er ekki sammála að skipta keppninni í tvennt en eitthvað verður að breytast. Ég trúi ekki að Serbía hafi unnið að sjálfu sér. Fór að pæla rosa mikið í þessari síma og sms kosningu, hvernig allt þetta virkar svona hratt og kemst til skila til Finnlands á réttum tíma. Einnig, ef við erum aðeins 300.000 og ekki nálægt neinu öðru landi, hvernig eigum við einhvern tímann eftir að vinna Eurovision?

Ligia sagði þó eitt áhugavert, sagðist skipta við okkur, Ísland myndi komast áfram og Rúmenía myndi fá öll þau lífsgæði sem við höfum. Nei takk! Ég sætti mig frekar við að við töpum Eurovision á hverju ári og höldum lífsgæðunum.

Hehe, við misskildum tyrkneska textann og héldum að það værum “shake it off, shake it in” og höfðum margar klúrar hugmyndir um hvað hann væri að tala um. Mjög fyndið

Við stelpurnar erum komin með nýjan uppáhalds stað. Þar sem er hægt að fara í karaoke og drekka ódýra en góða kokkteildrykki og það er rétt hjá mér. Í donauplex er nýr staður sem heitir Starvoice og þar er boðið upp á allt þetta.

Ég dróg Alexöndru, Ligiu og Andreeu með mér í Live Karaoke og fékk þær meira að segja allar að syngja. Eina skilyrðið var að ég syngi með þeim. Við vorum næstum einu manneskjurnar þar svo salurinn og karaoke-ið var okkar. Við sungum: super trooper, hey jude, fever, in the ghetto, I will survive, don´t cry for me Argentina, oh happy day og fleiri. Rosa stuð. Var æðislega gaman að fá þær allar með og syngja með mér.

Ótrúlega krúttlegt, andreea vildi að ég söng meira og meira. Það kom að því að ég spurði hana hvort hún væri ekki komin með ógeð á röddinni minni. Hún notaði þá frasann úr Jerry Mcguire og sagði "You had me at... BOHEMIAN RHAPSODY," vitnandi í karaoke keppnina í fyrra þar sem ég söng Bohemian Rhapsody og lenti í 3.sæti.


Sunday, May 13, 2007

Greinin mín komst í MOGGANN!!!



Eftir að hafa heyrt lag Lay low í Grey´s Anatomy, fór ég á mbl.is og vildi sjá hvað fólk hefði um þetta að segja en EKKERT. Auðvitað, því þau heima eru líklega ekki komin svo langt í seríunni þar sem ég sá þetta á netinu beint frá Bandaríkjunum. Ég ákvað því að prufa að skrifa e-h sjálf um þetta, svipað eins og ég myndi gera ef ég væri að skrifa fyrir blaðið úti og sendi það inn.

Viti menn, svo í morgun sendi mamma og pabbi mér e-mail eftir að frænka okkar hefði hringt í þau og sagt þeim að ég væri með grein í blaðinu, svaka spennandi.

ATH. það er þó ein villa, þetta er ekki í lokaþættinum, þetta er tveim þáttum undan lokaþættinum en það er rétt að það var verið að gera áhorfendur viðbúna fyrir nýjum þætti með Addison. Skiptir ekki máli, grein eftir mig í Morgunblaðinu... magnað!

Friday, May 04, 2007

Nóg að gerast í Vínarborg

Kosningar í nemendafélaginu. Stóðu yfir í heila viku og voru niðurstöðurnar eftirfarandi: Löwstedt var valin kennari ársins, Dragan forseti, Adam varaforseti, Anna sér um fjármuni og Fuhmy um partyin. Var mjög fegin með þessar niðurstöður. Ótrúlega krúttlegt, Anca rúmenska vinkona mín hélt ég hefði unnið svo hún sendi mér eftirfarandi skilaboð “You Rock GIRL and I know you will be just perfect in this position!!!”

Save Darfur dagar. Í Darfur (hérað í Súdan) er stríð í gangi og það versta er að fáir vita af því. Því ákváðu Anna Lepingwell, Josipa Saric og Janina Mank að gera eitthvað í því og kynna nemendum Webster fyrir þessum atvikum. Þau voru með bás með greinum og bæklingum til að útskýra hvað er að gerast og gáfu nemendum, ásamt tölvuskjá með powerpoint kynningu og myndum frá Darfur. Í lokin var svo haldin umræða með fyrrum ráðherra Súdan í Austurríki, sögukennara og hagfræðikennara til að ræða mismunandi hliðar stríðsins. Mjög áhugavert. Tók þetta á video og mun þetta vera hluti af webcast verkefninu mínu og ég mun líka skrifa grein um þetta. Alltaf gott að vekja athygli á því sem er að gerast í heiminum.

Nemendafélagið heldur reglulega barbeque og var þessi vika valin í þetta sinn. Við vorum rosa heppin að fá yndislegt veður svo við gátum notið matarins enn betur og legið úti í sólinni. Góður matur í frábæru veðri, hvað gæti verið betra?

Á föstudaginn var partý hjá Freund (deildarstjóra fjölmiðladeildarinnar) og hittust flestir nemendurnir og kennarar og nutu matar og góðs félagsskapar. Mjög áhugavert, sérstaklega þar sem ritstjóri blaðsins míns fékk of mikið að drekka og varð mjög viðkvæm og grét af stolti og sagði hversu stolt hún var af börnunum sínum og svo blaðinu og fékk ég og Alexandra hrós yfir hve mikið við höfðum vaxið sem pennar. Seinna um kvöldið lentum við þó í rifrildi því ég var á móti því að folk þyrfti áfengi til að tjá sig en hún mælti með því og sagði að sumir væru bara einfaldlega of feimnir. Hver má hafa sína skoðun á því.

Á laugardaginn var svo Webster party á klúbbnum hochriegl, fancy klúbbur, dýrir drykkir og pop house music sem ég var ekki beint að fíla. Fór þángað með Ligiu og svo hittum við Patriciu og Agnieszku. Ég tók myndir og naut félagsskaparins þar til Dóra og Alexandra komu. Æðislegt að hanga með öllum. Fílaði ekki staðinn en í réttum félagsskap er manni liggur við nett sama hvar maður er. Sjá myndir á www.wuvsc.at



Vienna Review maí eintakið kom út og er ég með 3 greinar, eina dagbókarfærslu, eina grein um Webster party og svo stóra grein um tónleikaiðnaðinn, eða um þá sem flytja inn og auglýsa tónleikana. Sú grein var það áhugaverð að það eru meðmæli á forsíðunni.