Friday, May 04, 2007

Nóg að gerast í Vínarborg

Kosningar í nemendafélaginu. Stóðu yfir í heila viku og voru niðurstöðurnar eftirfarandi: Löwstedt var valin kennari ársins, Dragan forseti, Adam varaforseti, Anna sér um fjármuni og Fuhmy um partyin. Var mjög fegin með þessar niðurstöður. Ótrúlega krúttlegt, Anca rúmenska vinkona mín hélt ég hefði unnið svo hún sendi mér eftirfarandi skilaboð “You Rock GIRL and I know you will be just perfect in this position!!!”

Save Darfur dagar. Í Darfur (hérað í Súdan) er stríð í gangi og það versta er að fáir vita af því. Því ákváðu Anna Lepingwell, Josipa Saric og Janina Mank að gera eitthvað í því og kynna nemendum Webster fyrir þessum atvikum. Þau voru með bás með greinum og bæklingum til að útskýra hvað er að gerast og gáfu nemendum, ásamt tölvuskjá með powerpoint kynningu og myndum frá Darfur. Í lokin var svo haldin umræða með fyrrum ráðherra Súdan í Austurríki, sögukennara og hagfræðikennara til að ræða mismunandi hliðar stríðsins. Mjög áhugavert. Tók þetta á video og mun þetta vera hluti af webcast verkefninu mínu og ég mun líka skrifa grein um þetta. Alltaf gott að vekja athygli á því sem er að gerast í heiminum.

Nemendafélagið heldur reglulega barbeque og var þessi vika valin í þetta sinn. Við vorum rosa heppin að fá yndislegt veður svo við gátum notið matarins enn betur og legið úti í sólinni. Góður matur í frábæru veðri, hvað gæti verið betra?

Á föstudaginn var partý hjá Freund (deildarstjóra fjölmiðladeildarinnar) og hittust flestir nemendurnir og kennarar og nutu matar og góðs félagsskapar. Mjög áhugavert, sérstaklega þar sem ritstjóri blaðsins míns fékk of mikið að drekka og varð mjög viðkvæm og grét af stolti og sagði hversu stolt hún var af börnunum sínum og svo blaðinu og fékk ég og Alexandra hrós yfir hve mikið við höfðum vaxið sem pennar. Seinna um kvöldið lentum við þó í rifrildi því ég var á móti því að folk þyrfti áfengi til að tjá sig en hún mælti með því og sagði að sumir væru bara einfaldlega of feimnir. Hver má hafa sína skoðun á því.

Á laugardaginn var svo Webster party á klúbbnum hochriegl, fancy klúbbur, dýrir drykkir og pop house music sem ég var ekki beint að fíla. Fór þángað með Ligiu og svo hittum við Patriciu og Agnieszku. Ég tók myndir og naut félagsskaparins þar til Dóra og Alexandra komu. Æðislegt að hanga með öllum. Fílaði ekki staðinn en í réttum félagsskap er manni liggur við nett sama hvar maður er. Sjá myndir á www.wuvsc.at



Vienna Review maí eintakið kom út og er ég með 3 greinar, eina dagbókarfærslu, eina grein um Webster party og svo stóra grein um tónleikaiðnaðinn, eða um þá sem flytja inn og auglýsa tónleikana. Sú grein var það áhugaverð að það eru meðmæli á forsíðunni.

1 comment:

EggertC said...

Til hamingju með greinarnar Anna mín. Fín mynd af þér og stelpunum.

Kveðja frá Amsterdam
Pabbi