Friday, May 18, 2007

"You had me at Bohemian Rhapsody!"

Eurovision..ég er officially komin með ógeð á þessari keppni. Lögin eru flest út í hött og fáranleg lög komast áfram í úrslitin. Ég horfði bara á undanúrslitin og dróg Andreu og Ligiu með mér til að horfa á keppnina heima hjá mér.

Ég varð svaka svekkt eftir að sjá ekki einu sinni Danmörk komast áfram í úrslitin. Ég er ekki sammála að skipta keppninni í tvennt en eitthvað verður að breytast. Ég trúi ekki að Serbía hafi unnið að sjálfu sér. Fór að pæla rosa mikið í þessari síma og sms kosningu, hvernig allt þetta virkar svona hratt og kemst til skila til Finnlands á réttum tíma. Einnig, ef við erum aðeins 300.000 og ekki nálægt neinu öðru landi, hvernig eigum við einhvern tímann eftir að vinna Eurovision?

Ligia sagði þó eitt áhugavert, sagðist skipta við okkur, Ísland myndi komast áfram og Rúmenía myndi fá öll þau lífsgæði sem við höfum. Nei takk! Ég sætti mig frekar við að við töpum Eurovision á hverju ári og höldum lífsgæðunum.

Hehe, við misskildum tyrkneska textann og héldum að það værum “shake it off, shake it in” og höfðum margar klúrar hugmyndir um hvað hann væri að tala um. Mjög fyndið

Við stelpurnar erum komin með nýjan uppáhalds stað. Þar sem er hægt að fara í karaoke og drekka ódýra en góða kokkteildrykki og það er rétt hjá mér. Í donauplex er nýr staður sem heitir Starvoice og þar er boðið upp á allt þetta.

Ég dróg Alexöndru, Ligiu og Andreeu með mér í Live Karaoke og fékk þær meira að segja allar að syngja. Eina skilyrðið var að ég syngi með þeim. Við vorum næstum einu manneskjurnar þar svo salurinn og karaoke-ið var okkar. Við sungum: super trooper, hey jude, fever, in the ghetto, I will survive, don´t cry for me Argentina, oh happy day og fleiri. Rosa stuð. Var æðislega gaman að fá þær allar með og syngja með mér.

Ótrúlega krúttlegt, andreea vildi að ég söng meira og meira. Það kom að því að ég spurði hana hvort hún væri ekki komin með ógeð á röddinni minni. Hún notaði þá frasann úr Jerry Mcguire og sagði "You had me at... BOHEMIAN RHAPSODY," vitnandi í karaoke keppnina í fyrra þar sem ég söng Bohemian Rhapsody og lenti í 3.sæti.


No comments: