Friday, May 25, 2007

Zimbardo vika

Spring break, vikufrí þar sem flestir fara heim eða á ströndina, allavega gera e-h skemmtilegt. Hvað endaði ég með að gera? Mynda fræga manneskju auðvitað.

Philip Zimbardo, sálfræðingur sem er frægur fyrir Stanford fangelsistilraunin sem hann gerði auk 300 greina og fjöldann allan af bókum kom til Vínar til að kenna í Webster. Í tilefni þess, vorum við í Webcast tímanum fengin til að mynda hann. Við mynduðum fyrirlestur í Amerika haus, kennslustund, hádegismat með nemendunum, ræðu hans á útskrifardag Webster og viðtal við hann.

Zimbardo talaði um mismunandi efni, allt frá “Time Perspective”, “Shyness” og til “How good people can turn evil.” Rosalega góður fyrirlesari sem heldur þér við efnið allan tímann. Rosa sniðugur að nota myndir og brot úr bíómyndum til að halda athygli áhorfenda og auka skilning þeirra á ákeðnum efnum. T.d. þegar hann var að tala um “Time Perspective” notaði hann brot úr myndinni “Yellow Submarine” með Bítlunum. Ekki nóg með að hann sé góður fyrirlesari heldur er hann með áhugaverðar hugmyndir og eltist við þær og skrifar um þær. Hann elskar að kenna og nemendurnir finna það. Hann er yndisleg manneskja og það var heiður að fá að kynnast honum.



Í lok vikunnar fékk ég þó að skemmta mér aðeins. Nemendafélagið sá um útskriftarballið, svo ég vann ásamt Agniezsku, Ligiu , Masoud, Omar, Adam og Maju við að visa fólki til sætis, sjá um að allir borguðu og svo að allt færi vel fram.. Við gerðum meira en það, við vorum skemmtiatriðið. Við stelpurnar áttum dansgólfið þetta kvöld. Ég skemmti mér konunglega vel bara að dansa, fá gómsætan mat, skemmta mér með vinum mínum og vera prinsessa í eitt kvöld J

No comments: