Sunday, May 13, 2007
Greinin mín komst í MOGGANN!!!
Eftir að hafa heyrt lag Lay low í Grey´s Anatomy, fór ég á mbl.is og vildi sjá hvað fólk hefði um þetta að segja en EKKERT. Auðvitað, því þau heima eru líklega ekki komin svo langt í seríunni þar sem ég sá þetta á netinu beint frá Bandaríkjunum. Ég ákvað því að prufa að skrifa e-h sjálf um þetta, svipað eins og ég myndi gera ef ég væri að skrifa fyrir blaðið úti og sendi það inn.
Viti menn, svo í morgun sendi mamma og pabbi mér e-mail eftir að frænka okkar hefði hringt í þau og sagt þeim að ég væri með grein í blaðinu, svaka spennandi.
ATH. það er þó ein villa, þetta er ekki í lokaþættinum, þetta er tveim þáttum undan lokaþættinum en það er rétt að það var verið að gera áhorfendur viðbúna fyrir nýjum þætti með Addison. Skiptir ekki máli, grein eftir mig í Morgunblaðinu... magnað!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
úúú, til hamingju með þetta þú ert náttúrulega algjör snillingur! hehe :D
Til hamingju 'sekan þú verður frábær fréttakona. Magnað ég er svo stoltur!!!!!!!
Til hamingju með þetta. þetta er frábært. ég var ekki búin að sjá þessa grein og ég er mjög hissa á að mamma mín sé ekki búin að segja mér frá þessu (hún er alltaf að hringja og spurja hvort að ég sé búin að lesa þetta og hitt sem er ROSALEGA spennandi í mogganum) ;)
úú þins bara orðinn frægur :D
Post a Comment