Thursday, December 21, 2006
21 árs gömul
*Fékk afmælissöng um morguninn frá mömmu, pabba, stebba og ásdísi og æðislegar gjafir, föt og þátturinn “No Angels” frá Ásdísi og Ingimari.
*Fór í hárgreiðslu í skol og klippingu
*Pabbi borðaði hádegismat á Subway með mér og keyrði mig svo til vinnuna hennar mömmu. Þar sungu stelpurnar í vinnunni hennar mömmu afmælissönginn og svo fór ég og mamma, sóttum Ásdísi og fórum á Nordica i heitan pott og svo nudd, algert dekur
* Fórum í kringluna á kaffihús og svo í smá verslunarleiðangur. Hitti svo Árnný og Fríðu á American Style í smá spjall. Hef ekki hitt þær í heilt ár, ótrúlegt en satt.
* Kvöldinu eyddi ég svo í fjölskyldunni í bíó á “The Holiday”
Æðislegur dagur.... eitt vantaði þó til að fullkomna hann en það er ástin mín, Lumi, sem er staddur í Kosovo. Hann sendi mér þó sína ástarkveðju.
Koman til klakans
Millistoppið í Danmörku entist í nokkra tíma svo ég, Ásdís og pabbi skruppum á Strikið (þar sem við fundum m.a. jólakjólana okkar)þar sem var svaka jólastemmning, jólaljós og jólasöngur og skruppum svo í jólatívolíið. Vá hvað það var flott. Risastór jólakúla, allt skreytt með jólaljósum og var einnig jólaálfaþorp þar sem við kíktum á en við enduðum svo að fá okkur kakó í kuldanum á einu kaffihúsi þar sem pabbi rifjaði upp gömlu jólahefðirnar. Rosa gott spjall. Svo fórum við aftur á Kastrup þar sem við hittum Stefán, tékkuðum töskurnar inn og fórum í gegnum öryggishliðið. Nema hvað, Ásdís var tekinn og þurfti að henda 5.000 króna jólagjöf í ruslið. Svekkjandi þessar nýju reglur. Við fórum svo á Hereford og fengum okkur steikur. Rosa gott að fá sér smá í gogginn. Svo var flogið heim. Æðislegt að vera komin heim á klakann.
..always knocking at my door"
Tónleikarnir voru f´rabærir að mínu mati og kom mér á óvart hve vel hún söng live, hve hún talaði við áhorfendur persónulega og var með flotta sýningu. Go Baby Jane!!!
"I got trouble, trouble, trouble....
Ég hafði ekki heyrt lögin á nýju plötunni hennar en vá hvað þetta voru góð lög, vel sungin og rosa persónuleg sem gefur extra stig. Hún var með gamaldags þema, líkt og í myndbandinu hennar “Ain´t no other man” og með þannig myndir á skjávarpanum. Svo þegar hún söng “Oh Mother” sagði hún okkur frá mömmu sinni og hvernig hún dáðist af mömmu sinni fyrir að yfirgefa heimilisofbeldi sem hún þurfti að þola af föður hennar. Svo var mynd af henni á skjávarpanum.
Saturday, December 16, 2006
Ég hlakka svo til....
Hélt tvisvar upp á afmælið mitt. Fyrst með Dóru á barnum BarBar, þar sem við fengum okkur nokkra kokkteila, fengum svo fría tiramisu, pizzu og kokkteil. Borgar sig að eiga afmæli. Rosa gaman að hitta allt gengið og kynnast nýjum Íslendingum, Sigga og Helgu.
Seinna skiptið voru allir mínir vinir á kokkteilbarinn Sky bar. Það var rosa huggulegt, fékk tvær friar ávaxtaskálar svo allir gestirnir fengu að smakka. Á Sky bar var svo söngvari sem song Elvis Presley, Frank Sinatra og fleiri gömul lög. Svo inn á milli komu jólalög sem kom manni í gott jólaskap. Svo fengum við nóg að fína kokkteilbarnum og forum á bar Alt Wien og spjölluðum. Þar komst Alexandra að því að ég talaði þokkalega þýsku, varð nett hissa þar sem við tölum venjulega alltaf ensku saman. Flestir fóru svo heim fyrir utan mig, Huldu og Steffi. Við forum á annan kokkteilbar til að spjalla aðeins lengur. Rosa huggulegt afmæli og ég er nett ánægð með gjafirnar mínar.
Ég og Alexandra íslenska forum svo í jólaverslunarleiðangur. Markmið: að kaupa jólagjafir. Okkur gekk mjög vel, samt betur í að kaupa gjafir fyrir okkur sjálfar. Um kvöldið forum við svo á Starmania, söngvakeppni líkt og íslenska Idolið. Ég fékk miðana vegna Lindu, sem ég hitti á Íslendingaskemmtuninni. Munar um að mynda sambönd. Það var rosa gaman á Starmania en það var aðeins öðruvísi en hinar keppnirnar. Það var ein dökk kona kynnir, einn dómari og fólkið í áhorfendasætunum kaus í miðjum þættinum og svo eftir þáttinn áttu áhorfendur heima að kjósa. Það var rosa flott byrjendaatriði sem skemmtilegum blöndum af lögum frá “Dancing Queen” með Abba til “Don´t feel like dancing” með Scissor Sisters nema keppendurnir voru ekki góðir að dansa og reyndu ekki einu sinni. Flestir söngvararnir voru ekki einu sinni góðir að syngja og áhugavert var af níu keppendum þá voru sex strákar og tveir af þeim hommar. Fjórir söngvarar fannst mér góðir, Ric, dökkur, svaka söngvari, leikari og dansari sem söng austurrískt lag, Falco, rokkaralegur sem söng “With or Without you” , Martin, annar hommana, með dívuhreyfingar og hreint út sagt magnaða rödd tók “Hold the Line” og Nadine, sextán ára með magnaða rödd sem söng “You´re My Number One”.
Það versta við síðastliðna viku var að klára að endurskrifa ritgerðina mina fyrir Composition, taka símaviðtal við Magga Scheving og skrifa grein fyrir Fundamentals of Reporting og leysa heimaprófið úr kúrsnum Introduction to Mass Communication. Erfitt því ég gat varla sofið v/hálsbólgu og ég fékk ekki knús því karlinn fór Kosovo þann 12.des. Vá hvað ég sakna hans.
Einn dagur....þar til ég hitti fyrst pabba, stebba og ásdísí á flugvellinum í danmörku og svo förum við í bæinn, kannski´i Tivoli og svo heim á klakann.
Hlakka til að koma heim og sjá ykkur.
Thursday, December 14, 2006
Pink tónleikarnir
Fyrst birtust þrír einstaklingar klæddir svörtum skikkjum með kerti sem gengu fram a svið og svo til baka. Svo datt tjaldið niður og Pink birtist og söng lag sem ég þekkti ekki (líklegast af nýja disknum). Á tónleikunum fór mikið í búningaskipti og notaði liðið sitt á sviðinu til að drepa tímann, hljómborðsleikarinn og svo gítarleikarinn spilaði fallega, dansararnir dönsuðu, bakraddasöngvararnir sungu lög einar, o.s.frv.
Hún tók alla aðal smellina hennar, "There you go" var tekið með flamingo stíl, svaka flott og klæddist hún flamingo kjól og gítarleikari spilaði undir í byrjun í nautabanaklæðum, "Who knew" var hún í venjulegum fötum en söngurinn hennar var svo magnaður og þetta kom svo innilega fra hjartanu að ég fékk gæsahúð. "Stupid girls" tók hún í lindsey lohan klæðnaði, með rauða hárkollu og skinnjakka og dansararnir voru klæddir eins og dragdrottningar með svaka brjóst, ljósar hárkollur, jakka og stígvélum. “U and U´r hand” birtist hún á mótorhjólinu alræmda og fór svo ofan af því niður og dansaði.
Magnaðasta var þó “Get the party started” og önnur lög þar sem hún tók Cirque du Soleil á þetta og klifraði upp á slæðu úr loftinu og gerði ýmis konar kúnstir ásamt því að syngja, það sama með fótboltanet. Svo tók hún lagið “What´s up” af 4 non blondes sem ég fílaði í tætlur.
Eftir tónleikana keypti ég mér disk Lili og fékk eiginhandaáritun í kaupauka.
Wednesday, December 13, 2006
Íslenska "I´ve got you babe"
aldrei datt mér í hug að heyra þetta sem íslenska útgáfu af "I´ve got you babe" og það á jólaútvarpinu á www.jol.is. Lagið "Rjúpur" með Baggalúti er nett fyndið en algjört rugl. Kannski restin af baggalútslögunum sé það líka, kannski nýi tvíhöfði.
Friday, December 08, 2006
Frá Andrési Önd til Afríku
Það var ekki nóg með safnið heldur svo var það kærasta hans, sem var rússnesk og 30 ára. Hún leit út fyrir að vera mail order bride fyrst þegar ég sá hana en svo spurði ég hana hvernig þau hefðu kynnst og þau kynntust í lest. Hann skildi eftir nafnspjaldið sitt í bókinni hennar, nema með vitlausu númeri, upps. Hann hefði þá prentað fjölda nafnspjalda með vitlaust símanúmer. Whatever, þau voru sæt saman :)
Á laugardaginn fór ég á International Bazaar með Alexöndru í Austria Center. Þar voru margir básar gömlum hlutum, tombólu og réttum frá 40 löndum. Við enduðum með að velja okkur mat sem við myndum líklegast aldrei fá annars. Við fengum kjúkling með olífum og kús kús frá Afríku og grænmetisrétti frá Bangladesh. Þar sem sá matur var frekar kaldur og ekki beint mitt uppáhald þá endaði ég á ameríska básnum með pulsu og cola í hendi. Ég held þetta sé eins og þegar maður fer til útlanda. Fyrst er allt rosa spennandi og maður vill prufa allt en svo í lokin vill maður bara fá e-h kunnuglegt og þakkar þa´fyrir að Mcdonalds sé næstum í hverju landi.
Eftir Bazaarinn fórum við niður í skóla til að skrifa grein um atburðinn og hjálpaði ég þeim einnig við að skrifa dagbókarfærslu. Svo í næsta blaði eru 2 greinar eftir mig plús 1 dagbókarfærsla aftan á blaðinu.
Um kvöldið var ég frekar þreytt og pirruð en þurfti að fara á klúbbinn Hochriegl í webster partý til að taka myndir fyrir nemendafélagið. Ég var enn pirraðri þegar ég þurfti að borga inn og svo kostuðu drykkirnir 5 evrur. Þrátt fyrir pirringinn þá reyndi ég að skemmta mér, dansa smá, tók fullt af myndum, sjá myndir og í endanum var þetta ekki slæmt.
Sunnudagurinn fór svo í lærdóm...enda er maður nú fyrst og fremst í skólanum
IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie
Opening Credits: Don´t go breaking my heart- elton john and kiki dee
Waking Up: My Way- Frank Sinatra
First Day at Highschool: Sometimes im happy- fred astaire
Falling in Love: Sexed up- Robbie Williams
Fight Song: She will be loved- maroon 5
Breaking up: Independent women- Destiny´s Child
Prom: Stanslaust stuð- Páll Óskar
Life: I was made for loving you- Kiss
Mental Breakdown: Runaround Sue- Jukebox
Driving: Bíólagið- Stuðmenn
Flashback: Út í eyjum- Stuðmenn
Getting Back Together: Anyone who had a heart- Dionne Warwick
Wedding: I wanna run to you- Whitney Houston
Birth of Child: Falling into you- Celine Dion
Final Battle: Du kennst mir nicht- Boom 2005
Death Scene: Build me up buttercup-the Foundations
Funeral Song: Do I- Jimmy Eat World
End Credits: The music of the night- Phantom of the Opera
Sunday, December 03, 2006
Wednesday, November 29, 2006
Tónleikaæði!!!!
Monday, November 27, 2006
Slæm vika
Næsta dag fann ég út að ég hefði fallið á miðannarprófi í stærðfræðikúrsnum minum. Ég var mjög miður mín og var að pæla í að hætta í kúrsnum en kennarinn sagði að hlutinn sem við tókum í þessu prófi kæmi ekki á lokaprófinu og restin væri ekki stærðfræði heldur logic, svo ég ætlaði að reyna að ganga vel í lokaprófinu.
Á miðvikudeginum stal leigubílsstjóri 50 evrum af mér. Lumi var að koma heim með leigubíl og var ekki með pening svo ég fór niður og borgaði, hann bað mig um 10 evrur en ég var bara með 50 svo ég gaf það, svo kom lumi út og gaf mér eina evru til baka, ég varð sjokkeruð og sagði að ég hefði gefið honum 50 evrur. Á þeirri stundu hljóp lumi á eftir leigubílnum, leigubílsstjórinn sá að hann gaf honum 50, sá hann hlaupa á eftir en samt fór... hvað er að fólki?
Næstu daga klæjaði mig fjandi mikið eftir að eitthvað kvikindi hefði bitið mig. Nett óþægilegt að eyða öllum dögum inni að skrifa ritgerð og geta varla einbeitt sér vegna kláða.
Ég kláraði þó ritgerðina, skilaði fyrsta eintakinu af mér í dag, svo er bara að bíða og sjá hvernig kennaranum líkaði hún. Klæjubitið er ekki eins slæmt og ég er núna að fara að læra stærðfræði. Það verður alltaf að koma slæmur tími inn á milli svo maður njóti góða tímans, ekki satt?
Monday, November 20, 2006
Útvarpsstjarna
(tekið af KISS FM,www.kissfm.is, Morgunútvarp í umsjá Lindu)
Já viti menn, mín barasta orðin útvarpsstjarna, hehe, ekki beint. Linda, umsjákona Kiss FM morgunútvarpsins fann prófílinn minn á minnsirkus.is og sá þar að ég væri að læra fjölmiðlafræði í Vín og fannst það áhugavert og vildi spjalla við mig.
Spjallið var á léttu nótunum, hún spurði mig um námið, hvort við hefðum útvarpsstöð, veðrið í Vín og hvort ég ætlaði að koma heim um jólin. Ég var hissa að hún sagði ekkert þegar ég minntist á það að kærasti minn væri frá Kosovo. Kannski ekki efni í þáttinn. Best var þó að hún gat borið nafn mitt rétt fram, ekki margir sem geta það. í lokin sagði ég eftifarandi sem ég vil einnig koma til skila hér.
"Ég bið innilega að heilsa vinum mínum og fjölskyldu og ég hlakka til að sjá ykkur um jólin"
Sunday, November 19, 2006
Vienna Review Launch Party
Ég kom snemma og hjálpaði til að þrífa, kaupa blóm og skreyta borðin með eintak af blaðinu og seinna um kvöldið tók ég á móti fólkinu og gaf þeim prosecco að drekka.
Gaman var að sjá hversu margir komu og hlustuðu á Dardis (ritstjóra blaðsins) skólastjórann og einn nemanda sem hefur verið lengst með blaðinu halda ræður og svo var dansað dátt seint um kvöldið. Ljúfast fannst mér að sjá Dardis með dóttur sinni Maggie, en hún hefur fengið eiginleika mömmu sinnar til að skrifa og skemmtu þær sér vel um kvöldið.
Við hjá blaðinu gáfum Dardis blóm og sætindi (því hún er svo "sweet" eða ljúf) í tilefni dagsins. Gaman að vera hluti af þessu.
Saturday, November 18, 2006
Sunday, November 12, 2006
Bohemian Rhapsody
Ég byrjaði á að syngja "Bohemian Rhapsody" með Queen. Fólk var orðlaust yfir hve vel ég stóð mig miðað við svona erfitt lag, sérstaklega rúmensku vinkonur mínar sem gátu ekki hætt að tala um hve vel ég söng og ég rústaði gaur sem söng "Nothing Else Matters" með Metallica.
Önnur umferð, ég tók "These Boots are made for walkin" með Nancy Sinatra og naut þess í tætlur. Ég notaði hattinn minn og tók nokkur kúrekaskref og labbi sem líktist meira America´s next top model göngulagi. Ég vann þá umferð líka.
Þriðja og síðasta umferð þá tók ég "Objection" með Shakiru, tók salsasveiflur, öskraði og lék með. Fólk tók undir, meira að segja klappaði og stappaði í lok lagsins.
Ég endaði í 3.sæti. Þeir sem voru í 1. og 2.sæti voru í sömu hljómsveit og eru atvinnusöngvarar svo ég var mjög stolt af mér. Þeir komu meira að segja upp að mér og hrósuðu mér og voru hissa á að ég væri ekki atvinnusöngkona. Nokkrir krakkar úr skólanum mínum voru þarna og var nett gaman að heyra hrós frá þeim og stuðning. Þau vildu að ég ynni, líkt og flestir, enda í lokin kom fólk af öllum aldri til mín og sögðu að þeim fannst að ég átti að vinna. Skemmtilegt kvöld, enda fékk ég svo góða tilfinningu þegar ég söng og eftir sönginn, að tjá mig og fá að leika með.
Friday, November 03, 2006
Hrekkjavakan búin en nóg framundan
Hrekkjavökuball var í skólanum mínum og ákvað ég því að klæða mig upp. Þar sem ég var blönk ákvað ég bara að setja á mig hárkollu og mála mig hræðilega og þetta er það sem kom út úr því.
Ég ákvað að gerast meðlimur nemendafélagsins í skólanum mínum og sé ég um að taka myndir á böllum og skrifa um atburði félagsins í skólablaðið ásamt því að hjálpa til við að skipuleggja atburði skólans. Á hrekkjavökuballinu vantaði þeim DJ svo ég stökk í það starf ásamt því að taka myndir. Nóg að gera en svaka áhugavert. Það var gaman í fyrstu að vera DJ (því fyrst voru þeir sem störffuðu hja´skólanum og ég vissi nokkurn veginn þeirra smekk en nemendur skólans eru frá svo mörgum löndum með svo mismunandi smekk að það var erfitt að þjóna öllum. Einnig því ein króatísk stelpa vildi skipta sér að svo ég fékk nóg að leyfði þeim að taka við og fór að taka myndir og dansa. Mjög fínt ball.
Myndirnar mínar frá ballinu eru á www.wuvsc.at
Hef lítið gert undanfarið, er búin að vera slöpp, hefur líklegast að gera með að loksins er komin vetur í Vín, snjókorn falla og vindurinn blæs, svo ég hef haldið mér innandyra í örmum lumi. Svo er það lærdómurinn. Vá hvað ég er fegin að það var hætt við einn kúrsinn mimn því fjórir eru meira en nóg, serstaklega 2 Dardis tímar.
Framundan er rannsóknarritgerð um Nígeríubúa í Vín (hegðun þeirra gagnvart konum), stærðfræðiáfangi (tölvustæðfræði), greinar fyrir fundamentals of reporting og svo ritgerð fyrir Introduction to Mass Communication.
The Vienna Review (skólablaðið) inniheldur tvær fleiri greinar eftir mig. Ein um "Die Lange Nacht der Museen" og önnur um hversu sjónvarp hefur áhrif á viðbrögð kvenna við óléttu. Gaman að vera hluti af þessu og sjá nafn mitt í blaðinu.
Nog um mig, hvað er að frétta af ykkur?
Wednesday, November 01, 2006
leikari betur þekktur fyrir ali g hlutverk sitt er hérna sem bruno, austurrískur gaur, geðveikt fyndið.
Í þessu videoi er hann að tala við prest frá Arkansas, Bandaríkjunum sem vill hjálpa hommum (afhomma þá)
Þetta er jafnmikið rugl og þegar ég sá auglýsingu fyrir lyf sem átti að fjarlægja kvengenin í körlum.
Hvernig getur kynvís karlmaður sagt e-h um að vera samkynhneigður? Hvað veit hann um það og hvernig og af hverju á að breyta því?
Friday, October 27, 2006
Stebbi í heimsokn
Stebbi bróðir kom í vikuheimsókn til mín í Vínarborg. Hann kom ekki einungis til að heimsækja mig heldur líka keppa í keilukeppni. Honum gekk vel, endaði með að lenda í 33-68 sæti af 256 þáttekendum. Vel gert í fyrsta opna keilumótinu hans.
Í þessari vikuheimsókn fórum við í billiard tvisvar og fórum út að borða. Annars eyddum við miklum tíma að horfa á Scrubs sem mátti sjá í lok ferðarinnar þegar Stefán var komin með stæla J.D. Við sátum ekki alltaf inni heldur fórum einnig út. Einu sinni á klúbb með íslensku Alexöndru þar sem við enduðum á Kaiko að dansa og í seinna skiptið á Charlie P´s þar sem Stefán hitti vinkonur mínar, þýsku Önnu, austurrísku Alexöndru, austurrísku Conny og rúmönsku Ligiu. Það var rosa huggulegt og áttum við öll skemmtilegt spjall. Við skruppum líka til Lumi á Soho (þar sem hann vinnur) og Stefán og Lumi gátu séð hvorn annan.
Það var gaman að sjá Stebba og hanga smá með yngri brósa.
Wednesday, October 25, 2006
Die Lange Nacht der Museen
Þann 7.október var löng nótt safna haldin í sjöunda sinn í Austurríki, Lictenstein og Vaduz. Þá voru næstum öll söfnin opin frá 6 til 1 um nóttina fyrir eitt verð 12 evrur og komst inn á öll söfnin. Um 336.800 manns sóttu atburðin og ég og vinkonur mínar voru engin undantekning.
Við mættum a Heldenplatz um 6 leytið og keyptum miða og biðum þar til söfnin opnuðu. Þá löbbuðum við inn á Albertinu þar sem var sýning með verkum Picasso. Magnað að sjá það, maður sá að hann var mikill kvennamaður þar sem flestar myndir voru af konulíkumum og teiknaði hann mjög nákvæma mynd af því (eiginlega of grófa á köflum). Maður fór að finna seinna hversu margir voru á safninu. Það var engin loftkæling og salirnir fóru að fyllast af fólki. Mér fannst eins og það væri að líða yfir mig. Mig vantaði loft, mig vantaði e-h að drekka. ég tók upp vatn en þá þaut einn öryggisvörður að mér og sagði að drykkir væru bannaðir. Ég trúði þessu ekki, ekkert loft og ekkert vatn, hvað á maður að deyja þarna inni. Ég gat ekki séð meira. Ég hljóp á milli verka með vinkonum mínum til að sjá allt og við þutum síðan út.
Næst héldum við leið okkar á Naturhistorische museum. Manuelu langaði svo að sjá e-h skordýrashow svo við fórum þangað og við fengum svört 3D gleraugu til ad horfa á skjáinn, þetta var ekki smekklegt og ég varaði Manuelu "ef ég fæ martröð í nótt, þá er það þér að kenna." Eftir sýninguna vildi ég ekki sjá meira af skordýrum svo ég fór á cafeteríuna þar sem þau voru með bóksölu. Ótrúlegt úrval, ég keypti tvær bækur, Wurthering Hights og úrdrátt úr Crucibles, á tvær evrur. Var nett sátt með mín kaup. Svo kíktum við á Venus, fyrstu konuna og fórum svo út. Mér fannst byggingin mun flottari heldur en mikið af því sem var inni. Ótrúlegt hvað byggingarnar og stytturnar eru fallegar í Vín. Þau leggja miklar áherslu a fegurð.
Síðasta stopp var Museumsquarter þar sem við tókum eftir að margir voru með heyrnatól og syngjandi lög. Ég spurðist fyrir um þetta og kom þá í ljós að maður gat fengið heyrnatól til að hlusta á meðan maður væri að skoða listaverkin í söfnunum. Brilliant hugmynd sem margir notfærðu sér. Við enduðum kvöldið á Mcdonalds og ég fór svo heim enda klukkan orðin margt.
Die Lange Nacht der Museen var rosalega áhugavert kvöld og fannst mér ég hafa séð mikið go skemmt mér vel. Íslendingar ættu að taka upp á þessu enda eru mörg söfn sem við vitum ekki af. Íslendingar hefðu gott að kíkja á söfnin sín og sjá menninguna sem við höfum að bjóða.
Monday, October 09, 2006
whats up doc?
Videokvold hja Ligiu. Eg for loksins i heimsokn til Ligiu rumonsku vinkonu minnar. Hun byr i Hietzing i heimahusi med fjolskyldu sinni. Otruleg heimatilfinning sem madur fekk hja henni. Hun byr i ALVORU husi, med ALVORU mat. Tegar madur byr einn fer madur ad sakna HEIMA tilfinninguna. Eg, Ligia og Andrea (lika rumensk), horfdum a Birthday girl med Nicole Kidman, rosa ahugaverd mynd og svo Wimbledon, romantisk tennismynd med Kirsten Dunst. Eg smakkadi rumenskan mat og eg leyfdi teim ad smakka opal skot :P
Vedrid er buid ad vera rosa skritid. Einn daginn for eg ut og var ekki tessi grenjandi rigning. Minnti mig a Orlando, Florida. Eg var ekki nema 2 min fra lestarstodinni i straetoinn og fra staetoinum til ibudarinnar minnar en vard gegnvot! Annars er buid ad fint vedur nema farid ad kolna undanfarid.
Tad voru kosningar um daginn og svaka basar allstadar, verid ad gefa blodrur og baeklinga. Tad sjokkerandi var to einn hopur, kalladur FPO. Tar er madur ad nafni Stracher, sem eg sver er naesti Hitler. Hann er svo a moti innflytjendum og muslimum ad halfa vaeri nog. Tad sorglega er ad teir fengu meira en helminginn af kjosendum til ad kjosa sig.
H'er stendur "Gomul gildi fyrir nyja Vin... hafa ekkert laert af tessum 60 arum",
Andlit stracher sett a hitler mynd.
For a fjolmidlaradstefnu i Messezentrum og va hvad tad var ahugavert. Oll fjolmidlafyrirtaekin, prentsmidjur og allt sem tarf til ad fjolmidlar ganga voru a stadnum og svaka flott upp sett. Svo voru bodnar upp a gomsaetar veitingar sem stod af bakarisdoti, vatni/vini og braudi. Eg og adrir i kursnum Fundamentals of Reporting vorum ad dreifa uppkasti af skolabladinu okkar "Vienna Review" a stadnum og gekk mjog vel.
Alexandra (vinkona Fridu vinkonu minnar) kom til Vinar og akvad eg ad hitta hana. Eg og Ligia vorum nidur i bae og hitti hun okkur hja operunni og tokum vid tur um baeinn og endudum ad fa okkur ad bord og i sma spjall a Charlie Ps. Tad var aedi. Endadi tar til um ellefu leytid, for svo a Soho ad hitta Lumi og for svo heim.
Laugardagskvold var kokkteilkvold a Sky bar. Eg, Alexandra islenska og austurriska, Anna tyska, Dora, Rannveig og ein onnur drukkum cosmopolitan og nutum stelpuspjallsins i botn. Ekta Sex and the city moment. Seinna um kvoldid kom svo svaka god tonlist, fra Grease og sungum vid allar i botn og lekum med. Svaka stud hja okkur stelpunum :)
Enn ein kennslustund, Gareth Graff, fyrsti bloggarinn sem faer medmaeli fra Hvita husinu kom og taladi i Kunsthalle Wien. Mjog ahugavert ad heyra fra honum. Kikti einnig i Amerika haus a fyrirlestur nema hann var svooo leidinlegur, var um af hverju austurrikjar hata ameriku og gaurinn sem taladi var med svo miklum Arnold Schwarzenegger hreim ad eg atti erfitt med ad hlaeja ekki. Plus tad var svo mikill hiti uti ad ekki aetladi eg ad hanga inni ad hlusta a leidinlegan fyrirlestur. Sumir hlutir eru ekki tess virdi.
Islendingabjorkvold. Eg for til Alexondru (hun byr i kasstnergasse tar sem eg bjo i Vin 2004) og vid eldudum okkur fahitas og spjolludum tar til um ellefu leytid. Ta forum vid a universitatsbrau og hittum hina islendingana. Teir voru komnir vel i glas og toku skrambi vel a moti okkur. Mikid hafdi gerst fyrir islendingana tetta sumar. Eyrun og Lalli voru buin ad trulofa sig (tau eru jafnaldrar minir) og Gilli var ad fara ad flytja inn med kaerastanum sinum. Um 1 leytid forum vid svo a svaka sleezy bar sem kalladist Edison, adallega gamlir karlar tar og donsudum sma og fengum okkur kokkteil. Krakkarnir foru svo a HaBana klub en eg og Alexandra forum heim.
Eg set inn myndir seinna svo tessi faerslu litur ekki ut fyrir ad vera svona long. Afsaka stafina en eg er a austurrisku lyklabordi.
Gledifrettir:
*Stebbi kemur i naestu viku
*Tvaer greinar eftir mig voru birtar i skolabladinu The Vienna Review
(ein um Madonnu og eina um Obsession)
Wednesday, October 04, 2006
Algjor martrod!!!!
Monday, October 02, 2006
You don't know what you've got till its gone
Tad var ekki bara stressid i skolanum sem hafdi ahrif a mig heldur tolvuna mina lika. I sidustu viku hrundi talvan min og eina sem eg se nuna tegar eg kveiki a tolvunni er desktop myndin min, mynd af mer og Lumi. Hugbunadurinn sem eg hafdi verid med var ekki nogu "genuine" og fyrst eg keypti ekki genuine strax ta gafst talvan barasta upp.
Eg for svo nidur i bae og aetladi ad redda tessu, kaupa nyjan hugbunad nema hvad.... tau attu bara hugbunadinn a tysku. Svo nu tarf eg ad eyda timanum minum i tolvustofunni i skolanum tar til Stebbi brodir kemur til Vinar med nyjan hugbunad i farteski. Eg get ekki bedid tangad til.
Svo tid verdid ad fyrirgefa ef eg er ekki inn a msn eda skype, eg barasta hef ekki adgang tessa dagana. Eg reyni to ad tekka a e-mailnum og odrum upplysingasidum a tolvunum i skolanum.
Er strax farin ad sakna tess ad geta ekki talad vid vini og fjolskyldu... tad er vist ad ordtakid er rett "you don't know what you've got till it's gone"
Sunday, September 24, 2006
Friday, September 22, 2006
Bílslys og læti
Alexandra spurði okkur hvort við vorum í lagi, við vorum öll í belti svo okkur skaðaði ekki. Svo hlupum við úr bílnum og athuguðum ´bilinn sem við klesstum á. Í bílnum sat kona um fimmtugt og henni var ráðlagt að halda sér í bílnum þar til löggan kæmi. Um 20 mín seinna kom sjúkrabíll og svo löggan. Konan sem við klesstum á fór á spítala, til öryggis en við vorum eftir og yfirheyrð af lögreglunni. Ekki nóg með það heldur hálftíma seinna kom rannsóknarlögreglan.
Rannsóknarlögreglan var öðruvísi en venjulega lögreglan. Hún var með húfu (eins og stúdentahúfa íslendinga) og í endurskinsvesti. Löggan merkti við þar sem bílarnir voru, einn þeirra mældi út vegalengdir á meðan hin lögreglan tók okkur í gegn í yfirheyrslu. Fyrst tók hann alexöndru, benti henni á biðskylduna og spurði hana "veistu hvað þetta merki þýðir" hún svaraði "auðvitað, ég er með ökuskírteini"... hann leit á hana eins og hún væri alger vitleysingur. Svo yfirheyrði hann okkur. Alexandra var í uppnámi svo vildi vita hvað myndi gerast svo hún hringdi í Helmut (kærasta Önnu sem er lögfræðingur). Hann kom og hlustaði á yfirheyrslurnar og fylgdist með stöðu mála. Munar um að hafa e-h sem veit hvað hann er að gera.
Við vorum þar í um það bil 2 tíma, mér fannst það lengur að líða. Ég vildi ekki fara frá Alexöndru fyrr en ég vissi að allt væri í lagi. Það er erfitt í svona aðstæðum því maður getur lítið gert. Ég gegndi bara stöðu mínu sem vinkona, hélt utan um hana, knúsaði hana og hélt í hendina á henni þegar hún þurfti kraft minn og huggun. Svona hlutir gerast, sem betur fer slasaðist enginn.
Enn einn dagur í Vín.....
Tuesday, September 19, 2006
Sunday, September 17, 2006
Saturday, September 16, 2006
Magni-ficant
Ég líkt og aðrir Íslendingar hef setið föst við skjáinn hvern einasta miðvikudag (því ég sé þetta bara á netinu) til að fylgjast með frammistöðu Magna og annarra keppenda i Rock Star Supernova. Ég fékk fyrst mikinn áhuga á þessu eftir að hafa horft á keppnina í beinni á Aruba, svo spennandi, svo gaman að fylgjast með Íslendingi standa sig vel á erlendri grundu.
Lokaþátturinn var áhugaverður og stóð magni sig vel jafnt og ávallt en það kom mér ekki á óvart að hann myndi vera í 4.sæti því hann er ekki nógu rokkaður fyrir hljómsveitina. Ég var farin að halda með Toby þar sem hann hélt stuðinu allan tímann og lét áhorfendur meira að segja taka þátt í atriðinu. Ég var farin að fíla Dilönu minna eftir að hún sagði svo slæma hluti um hina keppendurna í viðtali og ég hef í raun aldrei fílað Lucas, hann er punk týpa, með hár eins og skunkur og syngur dálítið vælukjóalega. En hann stóð sig mjög vel og átti góðu fylgi að fagna svo ég skil að hann hafi unnið.
Mér fannst synd að Storm hafi þurft að fara, hún var æði, þegar hún söng "Suffragette City" og "Ladylike" var frammistaðan hennar svo mögnuð að hún átti ekki skilið að fara. Mér fannst synd að engin tók "Comfortably numb" með Pink floyd, þrátt fyrir að lucas og dilana rifust um það. Þetta lag minnir mig á pabba, pink floyd aðdáenda númer eitt og þetta lag spilaði hann alltaf í bílnum þegar hann var að keyra mig og þykir mér því mjög vænt um þetta lag.
"Til hamingju Magni með árangurinn í þessari keppni. Þú hefur staðið þig eins og hetja og ert núverandi stolt þjóðarinnar. Við eigum ekki það marga íslendinga og er æðislegt að sjá þegar einn okkar er að gera það gott á erlendri grundu að kynna land og þjóð. Einnig gaman að sjá þegar fólk tekur áhættu að láta drauma sína rætast og þú gerðir það og áttir 4.sætið vel skilið. Njóttu nú lífsins á Íslandi með fjölskyldunni sem þú hefur saknað sárt. "
Tuesday, September 12, 2006
5 ár síðan
11.september 2001, ég var nýkomin úr skólanum (verzló) og fór í vinnuna til pabba til að læra og var hissa að sjá svipbrigðin á skrifstofukonunum. Þegar ég spurði hvað var að, sögðu þær ekkert heldur bentu mér á skjáinn og þessi mynd var það sem ég sá. Ég átti ekki til orðs.
Í tilefni þess að það voru fimm ár frá hryðjuverkunum í NY þá var haldin forsýning í skólanum mínum á myndinni Obsession (Radical Islam War against the West). Þetta var mynd um manneskjurnar sem ollu 9/11, hvernig þeir þjálfa, hvað fær þá til að gera þetta og sprengja sjálfan sig og drepa aðra. Þessi mynd var full af fréttamyndum frá löndunum sem hafa lent í hryðjuverkunum, NY, London, Istanbul, Madrid, Beslan og fleiri. Ég var þó mest hissa á að vita aðeins um NY, London og Madrid, hitt hafði ég ekki heyrt um. Segir hver stjórnar fréttaframleiðslunni. Svo var sýnt myndir frá Islam klerkum að segja "Death to America" og lítil börn að segja að gyðingar væru svín og ættu að deyja. Ótrúlegt að sjá þetta. Það voru sýndar myndir eftir myndir og maður fékk ekki tíma til að hugsa, tilfinningarnar tóku yfir sem er týpískt dæmi um propaganda mynd. Það voru mörg viðtöl, þ.a.m frá dóttur manns sem dó fyrir trúna sína (martyr), fréttamenn, fræðimenn sem vita allt um hryðjuverk og þjóðaröryggi. Ég gæti haldið áfram en best er fyrir ykkur að sjá þetta sjálf. En ég vara ykkur við, þetta er propaganda mynd um propaganda.
Sjá trailer: http://www.obsessionthemovie.com/trailer.htm
Ég er ekki einungis búin að sjá þessa mynd heldur líka "The last minutes of 9/11" leikin þáttur við viðtöl við manneskjurnar sem komust lifandi úr WTC og svo CNN Remembering 9/11, sýnd fréttaskotin frá þessum örlagaríka degi. Ég hafði ekki áður séð svona mikið. Ég sá bara eitt brot frá þessu en að sjá þetta allt í einu, ég varð orðlaus. Skiptir ekki máli hversu oft ég sé þetta, ég trúi þessu ekki.
11.september var áður fyrr snakkeanniversary hjá mér og Kollu. Þegar ég og Kolla vorum mestu Friends aðdáendur átti nýja serían að vera sýnd 11.september og ákváðum við að hafa Friends kvöld, þ.e. borða snakk, drekka cola og horfa á Friends. Nafnið gaf til kynna þegar Chandler og Monica áttu anniversary og höfðu ýmis nöfn yfir það og við borðuðum snakk svo það varð snakkanniversary. Í dag, hefur þessi dagur þó allt aðra þýðingu. Fall Bandaríkjanna.
Sunday, September 10, 2006
Comment
Svo common, gefið mér comment um hvað ykkur finnst um síðuna og ég held áfram að blogga
Kveðja frá Vín,
veika Anna
Thursday, September 07, 2006
Willkommen nach Webster party
Nýkomin til Vínar, nýbyrjuð í skólanum og strax partýið byrjað. Fyrsta Webster partýið var haldið á síðasta fimmtudag á S-club. Ég ætlaði fyrst ekki að fara en fyrst ég var niður í bæ (hafði verið með Ingerid í bíó) að þá langaði mig að kíkja á stemmninguna og ég sá ekki eftir því.
Fyrst voru fáir sem ég þekkti svo ég spjallaði við fólk úr kúrsunum mínum og kunningja mína en svo loksins komu vinir mínir og dönsuðum við eins og brjálæðingar við góða tónlist. Rosa gaman að sjá Önnu þýsku aftur. Hún kom með nýja kærastann sinn Helmut (sem ég,hún og alexandra kynntumst á ráðhúsinu) og ég og Anna höfðum farið að djamma með þeim einu sinni.
Svaka sæt saman, ekki satt?
(Helmut og Anna)
Tvær vikur strax búnar í skólanum, tek 4 kúrsa, Introduction to Mass Communications, Basic Algebra, Composition og Fundamentals of Reporting. Voða áhugaverðir kúrsar.
Núna er ég veik heima, no fun. Er búin að fá slæma magaverki, e-h flensa í gangi, guði sé lof að Lumi er mikið heima, munar um að hafa e-h hjá sér þegar maður er veikur.
Enough about me, "how r u doin"?
Friday, September 01, 2006
Tekin fyrir utan íbuðarinnar hennar Thelmu áður en við fórum allar á Madonnu tónleikana í Horsens, Danmörku. Mér finnst þetta mynd ferðarinnar því þetta er rosa sæt mynd af okkur öllum og sýnir umhverfið hjá Ásdísi og vinkonu hennar, Skejby fílinginn.
Það var æðislega gaman hjá Ásdísi, ég fékk að sjá lífið hennar í Århus, húsið hennar, nágrenni og vini og skemmtum við okkur konunglega systurnar. Við fórum t.d. í bæinn að versla og fórum á Jensens (góður matur), höfðum Íslendingakvöld (horfðum á Börn nátturunnar og Englar Alheimsins og borðuðum íslenskt nammi) og höfðum einn sólardag þar sem við vorum úti á svölum að spila yatzi og spil í skínandi sól. Við fórum svo til Thelmu og Svenna kvöldið fyrir Madonnu tónleikana og borðuðum hjá henni ljúffengt Fahitas með Madonnu diskinn í bakgrunni
Þessi mynd var tekin í Horsens af okkur systrunum með Madonnu borða í bakgrunni. Madonna hafði tekið yfir bæinn, fatalínan hennar var í H&M, lögin hennar spiluð á öllum stöðum bæjarins og trilljón manns sem voru komnir bara til að sjá hana. Sæt mynd af okkur, ekki satt?
Madonnu tónleikarnir voru magnaðir, eins og lögin séu ekki æði og Madonna sjálf, sem er icon í mínum augun (get ekki ímyndað mér tónlistarheiminn án hennar) heldur var ótrúlegast að sjá hversu mikið af sýningunni hún eyddi í að fá okkur til að hugsa hvað er að gerast´i heiminum, hvort sem það sé heimilisofbeldi, morð, HIV í Afríku, stríð Bush eða Ísrael/Palestínu.
Mér fannst persónulega ekki sjokkerandi krossinn þar sem ég vissi af honum en varð hissa að ekkert hefði verið sagt í fjölmiðlum af þegar hún fékk alla tónleikagesti til að hafa eftir henni:
We want peace
We don´t want war
FUCK George Bush
He is a whore
Ég er svo stolt af mömmu og pabba sem hlupu maraþon í glitnismaraþoninu og ekki nóg með það heldur safnaði mamma hæstu peningsupphæðina af starfsmönnum bankans og gaf MS-félaginu peningaupphæðina (þau hafa hjálpað Denna frænda svo mikið þegar hann fékk heilablóðfallið).
Það var æðislegt að koma heim og hitta vini sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Ég hitti vælsdruslurnar mínar, Katrínu, Kollu, Auði, Frikka og svo Hörpu (á myndinni með mér). Harpa er trúlofuð og ætlast að giftast á næsta ári (kærastanum sem hún hefur verið með í 3 ár). ÆÐI!
Ég hitti einmitt á Gay Pride 2006 og ákvað að stökkva upp á pall með Frikka, Haffa, Svölu og co. og vorum við mikið máluð og með partýstemmningu á floaternum. Svala söng nokkur lög og Haffi söng einnig sitt lag (eða í staðinn fyrir að syngja "Roxie" af Moulin Rouge þá söng hann "Haffi"), voða skemmtileg reynsla og að styðja við hommavini mína og að kynnast svölu og co. Þau eru yndi :) Um kvöldið tók ég Guðrúnu með mér í partý til Frikka og Varða. Svaka mikið stuð í hommapartýinu og var sungið "Annan dag í paradís"af lífi og sál og dansaði Össi með. Guðrún ákvað svo að gerast ljósmyndari og varð ég fyrirsæta, mjög fyndnar myndir. Um kvöldið fórum við svo á NASA en stoppuðum stutt, hlustuðum á Pál Óskar syngja og DJ-ast og svo fórum við á Billardstofuna í Lágmúlanum og skemmtum okkur konunglega þar og misstum okkur í stelpuspjalli. Alltaf gott að hanga með góðum vinum og styðja við hommavini :)
Tuesday, August 29, 2006
Þar sem við fjölskyldan eigum það til að gera klikkaða hluti ákváðum við að gera eitthvað brjálæðislega flott fyrir jólamyndina, að fara á fjórhjól. Ég var skíthrædd í fyrstu því við þurftum að skrifa undir eitthvað skjal að ef við myndum deyja væri það ekki á þeirra ábyrgð (líklega svo við myndum ekki lögsækja þá) en um leið og ég fór á hjólið og tók einn hring fílaði ég það í tætlur og einnig gerði restin af fjölskyldunni. Stefán var að leika sér svo mikið að greyið Ásdís sem lenti fyrir aftan hann var skítugri en við öll til samans. Svaka skemmtileg upplifun. Mæli með þessu.
Aruba var algjör fjölskylduskemmtun, við fjölskyldan gerðum mest allt saman, hvort sem það var að fara í karaoki( allir sungu nema mamma), keilu og pizza Hut, verzlunarferð, kúbushow (sem var alger hörmung að allra mati nema Ásdísar), tennis (allir nema mamma), út að borða og á hverju þriðjudagskvöldi fengum við okkur taco bell og horfðum á Rock Star Supernova live.
Ótrúlega sæt mynd af mömmu og pabba, varð að hafa hana með
Svo erum við systkinin skrambi flott í köfunargræjum. Eftir fjórhjólaferðina tókum við ferju út á eyju þar sem var vatnagarður og hægt að snorkla í sjónum og fórum við systkinin og sáum svaka stóra fiska. Stefán sá meira að segja einn á stærð við magann sinn og brá svakalega.
Ótrúlega fyndið, alltaf þegar við fórum í eitthvað vatnasport, Ásdís og Stebbi í Jet Ski og ég og Ásdís létum draga okkur á hringjum þá sögðu gaurarnir sem stjórnuðu "Don´t feed the sharks", einhver einkabrandari þar sem það voru ekki hákarlar á þessu svæði. Ótrúlegast fannst mér þó að fara í parasailing, þar sem við systkinin vorum dregin eitt í einu í fallhlíf á meðan restin af fjölskyldunni var í bátnum sem dróg fallhlífina. Ég fór fyrst í vatnið og svo háloftin. Svaka útsýni.
Aruba var æðisleg. Án efa skemmtilegasta fríið til þessa, sérstaklega því Ásdís fékk að vera með og við erum öll systkinin komin á fullorðinsaldur svo við gátum gert meiri hluti saman.
Monday, August 28, 2006
Á fyrsta kvöldinu endaði ég með Ásdísi á bar við hliðina á hótelinu í svaka löngu spjalli. Þar sem hvorug ég né Ásdís höfðum talað við vini okkar undanfarið (flest farin í sumarfrí) og ekki við hvor aðra misstum við okkur í stelpuspjall dauðans. Í lok kvöldsins var okkur litið til hliðar og sáum stráka með hollandshatta með appelsínugulum fléttum að spila billiard. Okkur fannst þetta frekar skondið svo Ásdís vildi eiga mynd af þessu en þorði ekki að spurja, svo auðvitað fór ég yfir til þeirra og bað um eina mynd. Þeir vildu hafa Ásdísi með og myndin=priceless.
Það er eins og Ásdís hafi gert e-h af sér... svaka svipur á henni.
Amsterdam var sérstök, hún var blanda af bretlandi og köben fannst mér. Ekki einungis fólkið var skakkt þar heldur húsin líka (ótrúlega serstök hús). Svo þurfti maður að passa sig að fara á rétt coffeshop, ekki nema þú vildir fá þér hassköku og maríjúana. Við fjölskyldan komum öll frá sitthvoru landinu og hittumst í amsterdam. Mamma og pabbi frá London (Bretlandi), ég frá Vín (Austurríki), Ásdís frá Århus (Danmörku) og Stefán frá Berlín (Þýskalandi þar sem hann var að keppa í keilu). Mamma og pabbi sóttu mig og Ásdísi á flugvellinn en stefán kom ekki fyrr en næsta dag. Við tókum lest og löbbuðum svo upp á hótel Golden Tulip, rosa fínt hótel. Um kvöldið löbbuðum við svo um bæinn og fórum á Hard Rock og fengum okkur að borða. Voða huggulegt.
Næsta dag á meðan pabbi var að sækja stefán á flugvöllinn notuðum við tækifærið stelpurnar og versluðum. Misstum okkur í SPS (rosa flottar vörur í þessari búð) og keyptum við okkur allar eins jakka og buxur, geðveikar gellur. Áður en pabbi hafði farið og mamma var að hlaupa höfðum við farið í Fame, tónlistar og dvd búð og misstum okkur í dvdinu (eða ég mest). Svo kom Stefán og við fórum og sungum afmælissönginn fyrir hann. Svo löbbuðum við um bæinn og fórum í bátsferð um síkin, rosalega áhugavert að sjá borgina þannig. Næst var haldið á ítalskan veitingastað sem tók smá ´tima að finna. Við enduðum svo 18 ára afmælisdag bróður míns í rauða hverfinu, þar sem vændiskonur eru hafðar í gluggum. Rosalega brá me´r að sjá þetta. Hafði aðeins séð svona lagað í sjónvarpinu og minnti þetta á Roxanne með the Police. Ásdís reyndi að taka mynd af þessu en var hótað af einum verðinum (eða á maður að segja PIMP).
Næsta dag áður en við héldum til Aruba var farið á Maddam Toussoud safnið. Rosa gaman að fara og tók fjölskyldan svo margar myndir að engin mun gleyma þeirri ferð. Ég var þó skíthrædd í nýja Pirates of the Caribbean þar sem þú ferð um þröngan gang í miklu myrkri með ógnvægilegum hljóðum og bíður eftir að öskra þegar einhver manneskja kemur við þig. Ímyndaðu þér, við ýttum Stefáni fremst, svo var ég haldandi fyrir eyrun og Ásdís öskrandi. Annars varð ég fyrir vonbrigðum hvað sumar eftirlíkingarnar voru lélegar. Svo var leiðinni haldið upp á flugvöll þar sem við tókum 9 1/2 tíma flug til Aruba. Fun fun fun!!