Saturday, December 16, 2006

Ég hlakka svo til....

Ég og Rósa fórum á jólaskemmtun Íslendingafélagsins síðasta sunnudag. Það var æðislega gaman, að vera krakki aftur, dansa í kringum jólatréð og syngja gamla jólasöngva. Jólasveinninn kom svo í heimsókn og gaf öllum íslenskt nammi. Það áhugaverðasta við atburðinn var þó að tala við Lindu Kettler, íslending sem vinnur hjá ORF (sjónvarpstöð í Vín) og fræddi hún mig mikið um fjölmiðlalífið í Vín og á Íslandi. Magnað var að eftir jólaballið fórum við út, þar sem jólamarkaður var og allt í einu heyrðum við gospelrödd, þá var live söngur og þegar klukkurnar klingdu var þetta svo töfrandi...algjör stemmning.

Hélt tvisvar upp á afmælið mitt. Fyrst með Dóru á barnum BarBar, þar sem við fengum okkur nokkra kokkteila, fengum svo fría tiramisu, pizzu og kokkteil. Borgar sig að eiga afmæli. Rosa gaman að hitta allt gengið og kynnast nýjum Íslendingum, Sigga og Helgu.



Seinna skiptið voru allir mínir vinir á kokkteilbarinn Sky bar. Það var rosa huggulegt, fékk tvær friar ávaxtaskálar svo allir gestirnir fengu að smakka. Á Sky bar var svo söngvari sem song Elvis Presley, Frank Sinatra og fleiri gömul lög. Svo inn á milli komu jólalög sem kom manni í gott jólaskap. Svo fengum við nóg að fína kokkteilbarnum og forum á bar Alt Wien og spjölluðum. Þar komst Alexandra að því að ég talaði þokkalega þýsku, varð nett hissa þar sem við tölum venjulega alltaf ensku saman. Flestir fóru svo heim fyrir utan mig, Huldu og Steffi. Við forum á annan kokkteilbar til að spjalla aðeins lengur. Rosa huggulegt afmæli og ég er nett ánægð með gjafirnar mínar.



Ég og Alexandra íslenska forum svo í jólaverslunarleiðangur. Markmið: að kaupa jólagjafir. Okkur gekk mjög vel, samt betur í að kaupa gjafir fyrir okkur sjálfar. Um kvöldið forum við svo á Starmania, söngvakeppni líkt og íslenska Idolið. Ég fékk miðana vegna Lindu, sem ég hitti á Íslendingaskemmtuninni. Munar um að mynda sambönd. Það var rosa gaman á Starmania en það var aðeins öðruvísi en hinar keppnirnar. Það var ein dökk kona kynnir, einn dómari og fólkið í áhorfendasætunum kaus í miðjum þættinum og svo eftir þáttinn áttu áhorfendur heima að kjósa. Það var rosa flott byrjendaatriði sem skemmtilegum blöndum af lögum frá “Dancing Queen” með Abba til “Don´t feel like dancing” með Scissor Sisters nema keppendurnir voru ekki góðir að dansa og reyndu ekki einu sinni. Flestir söngvararnir voru ekki einu sinni góðir að syngja og áhugavert var af níu keppendum þá voru sex strákar og tveir af þeim hommar. Fjórir söngvarar fannst mér góðir, Ric, dökkur, svaka söngvari, leikari og dansari sem söng austurrískt lag, Falco, rokkaralegur sem söng “With or Without you” , Martin, annar hommana, með dívuhreyfingar og hreint út sagt magnaða rödd tók “Hold the Line” og Nadine, sextán ára með magnaða rödd sem söng “You´re My Number One”.



Það versta við síðastliðna viku var að klára að endurskrifa ritgerðina mina fyrir Composition, taka símaviðtal við Magga Scheving og skrifa grein fyrir Fundamentals of Reporting og leysa heimaprófið úr kúrsnum Introduction to Mass Communication. Erfitt því ég gat varla sofið v/hálsbólgu og ég fékk ekki knús því karlinn fór Kosovo þann 12.des. Vá hvað ég sakna hans.

Einn dagur....þar til ég hitti fyrst pabba, stebba og ásdísí á flugvellinum í danmörku og svo förum við í bæinn, kannski´i Tivoli og svo heim á klakann.
Hlakka til að koma heim og sjá ykkur.

No comments: