Thursday, January 04, 2007

Milli jóla og nýárs

Búin að gera mikið milli jóla og nýárs. Líkt og aðrir íslendingar fór ég í jólaboð. Fyrst hjá vinum mömmu og pabba þar sem var góður matur og svo var leikið málshætti og aðrir áttu að giska, voðalega skemmtilegt. Svo héldum við boð í álfkonuhvarfinu fyrir fjölskyldu pabba þar sem sannaðist að "þröngt mega sáttir sitja" en þar var einnig girnilegur matur og svo lesið upp úr kínverskri stjörnuspá fyrir hvern og einn. Heppnaðist mjög vel.

Á annan í jólum fór ég svo á barinn að sjá Steedlord tónleika. það var troðfullur salur og héldu þau algjörlega stemmningunni uppi. Það voru svo margir að fólkið var næstum komið í andlitið á svölu. Ég og Frikki dönsuðum svo með Svölu restina af kvöldinu. Voða gaman fyrir utan að fjórar manneskjur stigu á sömu tánna mína, nett vont. Var í nýjum stígvélum svo fann varla fyrir fótunum mínum restina af kvöldinu. En eins og sagt er "Beauty is pain"

No comments: