Sunday, April 27, 2008

Tónleikar AC



Fyrstu tónleikar mínir í Vín voru haldnir þann 13.apríl á Studio 52, nýjum tónlistarstað. Þar söng ég lög eftir Arethu Franklin, Aliciu Keys, The Supremes, Jackson 5, The Temptations og fleiri. Svo endaði ég á mínum eigin lögum. Ég gleymdi nokkrum textum en lék á létta strengi og tók mín lög svo vel að áhorfendur voru ánægðir með frammistöðu mína.

Vinir mínir studdu við bakið á mér, dönsuðu við lögin og sköpuðu stemmingu sem ég kunni að meta. Ég og Alexandra fengum afhend Webbies verðlaunin alræmdu við góðar undantektir frá vinum og kunningjum úr Webster. Í lok kvöldsins fengum við frítt skot á kostnað hússins og dönsuðum við góða tónlist. Ég fór svo heim þar sem Lumi og ég skáluðum í kampavíni. Yndislegt kvöld.

2 comments:

Anonymous said...

Vá hljómar vel! Til hamingju með tónaleikana og til hamingju með verðlaunin! Glæsilegt =)

Heyrðu ég er að koma til Vínar í júní!! Frá 14. - 22. júní, við gætum kannski hist eitthvað ;) Kaiko - Er hann ennþá til?

Tilhlökkunarkveðjur,
Þórdís Kolbrún ex-Vínarbúi!

Anonymous said...

Helduru að ég sé ekki með númerið þitt ennþá save-að í símann minn ;)

Vonandi sjáumst við eitthvað í júní!

Þórdís Kolbrún