Saturday, May 17, 2008

Útskriftarball

Útskriftarballið var haldið á Hotel Intercontinental. Ég og Lumi mættum aðeins fyrr til að stoppa við í Alumni coctail þar sem við heilsuðum upp á kennara og aðra nemendur. Við hittum svo mömmu, pabba og Ásdísi og settumst á borðið Sameinuðu þjóðirnar (United Nations) ásamt fjölskyldu tékkneskrar skólasystur minnar. Fyrst voru haldnar ræður og svo borðhald. Þar var buffet svo nóg góðgæti í boði.



Ég fékk verðlaun frá nemendafélaginu fyrir starf mitt þar og söng svo ásamt Julian. Ég spurði hvar míkrófóninn væri og stjórnandinn benti á púltið. Ég fékk sjokk. Sem betur fer hækkaði einn maður í míkrófoninum svo fólkið heyrði allavega í mér. Við tókum tvö af okkar lögum, fyrst "I feel it at night" og svo "Blind" við frábærar undirtektir. Ein lítil stelpa kom meira að segja til miín til að segja hve góð söngkona ég væri...ótrúlega sætt. Fyrsti aðdáandinn af mörgum. Meira að segja fjölskyldan og Lumi voru hissa á hve góð söngkona ég væri. Gaman að koma fólki á óvart. Við dönsuðum smá og fórum svo á hinn endann á hótelinu, til að spjalla í ró og næði. Ljúf fjölskyldustund ásamt Lumi. Frábær endir a´frábæru kvöldi.

1 comment:

Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir elsku Anna og ég vil óska ásdísi og pabba þínum innilega til hamingju með útskriftina :)

kveðja Ragga