Tuesday, December 23, 2008

Komin til landsins

Loksins, loksins komin til "winter wonderland" íslands.

Það var þó langur ferðadagur. Vaknaði glaðvakandi kl.4, fór á flugvöllinn um 5:30 og fór á kaffihús, las bók og fékk mér kakó og croissant. Flugið var um 7:30, var fínt, fékk vatn og croissant og var lent í Kaupmannahöfn um 9:30.

Ég keypti bók og las. Sá svo Helgu, einn íslending í Vín og við spjölluðum þar til hennar vél fór. Svo hitti ég Arnar, Rögnu og dóttur þeirra Brynju. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá litla krúttið, sem er um 6 mánaða gömul ,hún var svo spennt að sjá mig (spriklar og brosir þegar hún sér nýtt fólk). Foreldrarnir gerðu svo hafragraut og hituðu mjólk fyrir flugið og svo var flogið heim með icelandair.



Ég hafði ekki borðað síðan í síðustu flugvél svo ég gat ekki beðið eftir flugvélamatnum. Nema hvað, það var engin flugvélamatur, foreldrar mínir né icelandair hefði sagt mér að icelandair er skipt í klassa og ég var á þeim klassa sem fékk engan mat. Svo ég hélt það út, fékk bara cola, las, svaf smá og kíkti til hjaltested fjölskyldunnar. Var svo fegin að lenda, Mamma tók á móti mér og svo hitti ég pabba og Stefán, var æðislegt. Gott að vera komin heim.

No comments: