Thursday, January 08, 2009

Gleðilegt nýtt ár 2009

Byrjaði árið 2008 ekki vel, fárveik heima á Íslandi, með svo mikinn hausverk að mér fannst ég vera að deyja. Komst til Vínar, var á fullu í skólanum, skrifandi greinar í The Vienna Review og takandi þátt í nemendafélaginu.

Kosovo varð sjálfstætt þann 17.febrúar, svo lumi hélt til Kosovo til að halda upp á það. Ótrúlegur sigur fyrir Kosovo Albana.

Ég útskrifaðist með B.A. í fjölmiðlafræði frá Webster háskólanum í maí, með verðlaun (Community Service Awards) fyrir þáttöku mina í nemendafélaginu frá Webster og nemendafélaginu. Hélt einnig tvo tónleika sem gengu mjög vel.



Flutti í nýja íbúð. Rosa fín, fyrir utan það að hún er gömul svo gluggarnir lokast ekki almennilega, svo er mjög kalt á veturna en frábært á sumrin.

Lumi kom með mér til Íslands í sumar, til að halda upp á þreföldu útskriftarveisluna okkar fjölskyldu, ég með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði, Ásdís með master í sálfræði og pabbi með doktor í viðskiptafræði. Sú veisla var haldinn á 20.hæð í Turninum í Kópavogi og um 150 manns komu, Ég syndi Lumi landið, Gullfoss, Geysir og Þingvelli og hann kolféll fyrir landinu.



Ég eyddi sumrinu í Vín, vann sem hostessen fyrir Castrol Group þegar EURO (fótboltamót) var haldið þar. Kenndi einnig brúðarvals og jazzballet hjá Casoamia, tók fjármálanámskeið hjá OVB og var í starfsþjálfun hjá EPO (European Patent Office) í tvo mánuði áður en ég fékk vinnu þar.



Ég og Lumi forum svo til Kosovo þar sem við héldum upp á 4 ára sambandsafmæli okkar og bjuggum hjá fjölskyldu Lumi.

Vinir fóru af landi brott, Alexandra til Þýskalands, Anna Nagel til Bandaríkjana og Agniezska til Spánar. Var sárt að missa vini og erfitt að hitta hina vini mina, vegna skóla o.s.frv. Get ekki ímyndað mér hvernig það verður þegar restin flytur heim eða annað út í heim. Það erfiða við að búa í stórborg er að folk stopper stutt.


Aðrir atburðir:
Ferðalög: Reykjavík (Ísland), Vushtrri, Pristina, Mitrovica (Kosovo), Las Palmas (Gran Canaria) og Gars am Kamp (Austurríki)
Tónleikar: Ég hélt soul tónlist á Studio 52 og mina tónlist (www.myspace.com/annaclaessen) á útskriftarballi webster
Ball: WU ball
Greinar: The Vienna Review (www.viennareview.net)
Keppnir: fékk tvo Webbies fyrir bestu grein og besta video.
Heimsókn til Vínar: Mamma, pabbi, Ásdís, Lenka, Hulda og Ásgeir
Vesen: H.U.I internet (var föst með það í ár)
Vinna: Wildzone, Castrol Group, Austro Mechana, EPO, Casomai
Video: Blonde in disguise

Planið 2008 fór allt eftir áætlun, fann starf (EPO og Casomai), nýja íbúð, vann áfram í tónlistinni minni og ræktaði samband mitt við lumi, fjölskyldu og vini. Planið 2009 er svipað, finna nýtt starf, vinna í tónlistinni og dansinum og njóta tímans með lumi, vinum og fjölskyldu.

No comments: