Sunday, November 12, 2006

Bohemian Rhapsody


Það var karaoki keppni á föstudaginn á barnum Pointers og ákvað ég að keppa. Það voru um 20 manns sem kepptu og gekk það fyrir sig þannig að tveir keppendur sungu og svo var valið á milli þeirra og sá sem vann komst í næstu umferð.

Ég byrjaði á að syngja "Bohemian Rhapsody" með Queen. Fólk var orðlaust yfir hve vel ég stóð mig miðað við svona erfitt lag, sérstaklega rúmensku vinkonur mínar sem gátu ekki hætt að tala um hve vel ég söng og ég rústaði gaur sem söng "Nothing Else Matters" með Metallica.

Önnur umferð, ég tók "These Boots are made for walkin" með Nancy Sinatra og naut þess í tætlur. Ég notaði hattinn minn og tók nokkur kúrekaskref og labbi sem líktist meira America´s next top model göngulagi. Ég vann þá umferð líka.

Þriðja og síðasta umferð þá tók ég "Objection" með Shakiru, tók salsasveiflur, öskraði og lék með. Fólk tók undir, meira að segja klappaði og stappaði í lok lagsins.

Ég endaði í 3.sæti. Þeir sem voru í 1. og 2.sæti voru í sömu hljómsveit og eru atvinnusöngvarar svo ég var mjög stolt af mér. Þeir komu meira að segja upp að mér og hrósuðu mér og voru hissa á að ég væri ekki atvinnusöngkona. Nokkrir krakkar úr skólanum mínum voru þarna og var nett gaman að heyra hrós frá þeim og stuðning. Þau vildu að ég ynni, líkt og flestir, enda í lokin kom fólk af öllum aldri til mín og sögðu að þeim fannst að ég átti að vinna. Skemmtilegt kvöld, enda fékk ég svo góða tilfinningu þegar ég söng og eftir sönginn, að tjá mig og fá að leika með.

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju þetta.
Enda ertu þræl vön, söngst með strákunum sem voru í brúðkaupi systur þinnar :-)
P.s varð að kommenta pínu

EggertC said...

Frábært hjá þér Anna mín. Til hamingju með árangurinn. Þú hefur aldeilis náð að sýna hvað þú getur.

Bestu kveðjur frá öllum heima.
Pabbi

Anonymous said...

Hae snudur
Mikid er eg stolt af ter, tetta kemur heldur ekkert a ovart ;) miss ya