Monday, November 27, 2006

Slæm vika

Það byrjaði á mánudaginn þegar ég fór til Dardis, kennara míns til að tala við hana um að skipta um ritgerðarefni en komst þá að því að ég átti að skila fyrsta eintakinu af 15 bls þennan sama dag. Ég skildi ekkert í þessu og talaði við aðra í bekknum og þeir vissu heldur ekki af þessu. Þennan sama dag ákvað ég að gera um "samkynhneigð í austurríki" og fór strax af stað til Rosa Lila Villa (austurrísku samtökin 78) til að leita heimilda. Næstu dagar fóru í rannsóknarvinnu og svo skrifaði ég ritgerðina upp um helgina.

Næsta dag fann ég út að ég hefði fallið á miðannarprófi í stærðfræðikúrsnum minum. Ég var mjög miður mín og var að pæla í að hætta í kúrsnum en kennarinn sagði að hlutinn sem við tókum í þessu prófi kæmi ekki á lokaprófinu og restin væri ekki stærðfræði heldur logic, svo ég ætlaði að reyna að ganga vel í lokaprófinu.

Á miðvikudeginum stal leigubílsstjóri 50 evrum af mér. Lumi var að koma heim með leigubíl og var ekki með pening svo ég fór niður og borgaði, hann bað mig um 10 evrur en ég var bara með 50 svo ég gaf það, svo kom lumi út og gaf mér eina evru til baka, ég varð sjokkeruð og sagði að ég hefði gefið honum 50 evrur. Á þeirri stundu hljóp lumi á eftir leigubílnum, leigubílsstjórinn sá að hann gaf honum 50, sá hann hlaupa á eftir en samt fór... hvað er að fólki?

Næstu daga klæjaði mig fjandi mikið eftir að eitthvað kvikindi hefði bitið mig. Nett óþægilegt að eyða öllum dögum inni að skrifa ritgerð og geta varla einbeitt sér vegna kláða.

Ég kláraði þó ritgerðina, skilaði fyrsta eintakinu af mér í dag, svo er bara að bíða og sjá hvernig kennaranum líkaði hún. Klæjubitið er ekki eins slæmt og ég er núna að fara að læra stærðfræði. Það verður alltaf að koma slæmur tími inn á milli svo maður njóti góða tímans, ekki satt?

2 comments:

Anonymous said...

Alveg rétt hjá þér Anna mín. Góðu hlutirnir verða bara ennþá betri þegar einhver leiðindi hafa verið á undan. Svo má líka segja að við þurfum leiðinlegu hlutina til þess að geta þekkt þá góðu :-)

Hlakka til að fá þig heim um jólin.

Pabbi

Anonymous said...

þoli ekki svona ómerkilegt fólk. takið næst niður númerið á bílnum og klagið hann!! Rósalina