Sunday, February 18, 2007

Æðislegur Valentínusardagur

Valentínusardagur, þann 14.febrúar, var yndislegur. Hann byrjaði venjulega, með að fara í skólann í "Layout" tíma. Þar lærðum við á InDesign. Rosa áhugavert. Svo kom ég heim og þar var lumi með súkkulaðikassa í hjartalaga kassa. Rosa sætt. Ég hafði skilið eftir rós á borðinu fyrir hann.

þegar ég kom heim var ég svo þreytt svo ég og lumi elduðum og svo svaf ég smá. Ég hékk svo með lumi þar til ég þurfti að fara í skólann, því ég hafði stungið upp á Sex and the city maraþoni á Valentínusardaginn og nemendafélagið samþykkti það. Við vorum nokkur sem mættum svo við keyptum snakk, nammi og drykki og náðum í sjónvarp og dvd úr annarri skólastofu. Það mætti fáir, því margir voru í tíma og í prófum, en það var rosa huggulegt. Svo fór ég og Ligia í table tennis og gengum frá öllu dótinu.

Við fórum svo í Donauplex í billiard. Eftir það fundum við karaoki klúbb uppi og við fórum þangað og ég tók nokkur lög. Allt í einu kom bros á Ligiu, ég sneri mig við og þar var Lumi. Ég sendi honum oftast sms um hvert ég fer og í þetta sinn kom hann líka og Ligia fékk loksins að hitta hann. Það var æðislegt. Við fórum svo öll heim.

Hreint út sagt yndislegur dagur :)

No comments: