Sunday, February 25, 2007

Saltkjöt og baunir, túkall!



Bolludagur, Sprengidagur og svo auðvitað Öskudagur. Hér er hins vegar haldið upp á Faschnachtsmontag og Faschnachtsdienstag, svokallað karnival þar sem folk klæðist búningum og fær loksins að borða eins mikið og það getur. Ég hef heyrt tvær útgáfur, að þau hafa fastað frá jólum (sem sagt ekki borðað kjöt og fisk) og svo að þau fasti fram á páska. Ég veit ekki hvort er réttara.

Hulda ákvað hins vegar að halda upp á íslensku dagana. Ég og Jón vorum boðin ásamt herbergisfélögum hennar í saltkjötsveislu og í eftirétt var bolla hvorki meira né minna. Hulda hefði þó ekki getað haldið upp á þessa stóru veislu hefði mamma hennar ekki kíkt í heimsókn. Hreint út sagt ljúffengur matur, alltaf gott að fá svokallaðan mömmumat, aka heimalagaðan mat. Bolla! Bolla! Bolla!

1 comment:

EggertC said...

Frábært hjá ykkur að halda svona upp á daginn. Alltaf gaman að fá saltkjöt, baunir og bollu.