Wednesday, March 19, 2008

Girls just want to have fun

Þökk sé nemendafélaginu þá hélt Webster í fyrsta sinn upp á útskriftarferð og var e´g ekki lengi að skrá mig og vinkonur mínar. Dvalarstaður: Kanarí.



Um 20 manns frá Webster flugu með Lauda til Las Palmas á Kanarí. Þaðan tókum við svo rútu í 45 min til Playa del Ingles þar sem hotelið okkar Eugenia Victoria var. Okkur brá þegar við komum á staðinn, einungis gamalt folk. Við fengum okkur að borða…já var eins og á elliheimili. Það eina sem var gott var fiskur og grænmeti, svo ég neyddist til að borða heilbrigt ;) Alls ekki slæmt.



Webster hópurinn var rosa skemmtilegur og við héldum hópinn, sérstaklega fyrsta kvöldið þar sem við náðum að kynnast hvort öðru. Mjög alþjóðlegur hópur, frá Saudi Arabíu, Makedóníu, Georgíu, Kazakhstan, Rúmeníu, Austurríki og svo ég frá Íslandi.Eins í öllum útskriftarferðum komu upp alls kyns skondin atvik, einn gaur ældi á skemmtistað, þrjú pör mynduðust í ferðinni, ég slasaði tánna mina í fótbolta, trúnó, klikkaðar útlenskar stelpur og spánverji sem reyndi að skemmta okkur með kynlífsstunum.



Eg gat ekki annað en farið í karaoke, svo ég tók “Bohemian Rhapsody” og svo bað Natia mig að syngja “Uptown girl” með henni. Fékk mikið lof fyrir sönginn minn. Svaka stuð.



Herbergisfélagar mínir voru engar aðrar en Ligia og Alexandra, bestu vinkonur mínar í Vín. Ég hefði getað verið hvar sem er í heiminum. Mesta stuðið var með þeim í herberginu þegar við settum okkar uppáhalds tónlist á og dönsuðum um íbúðina og skiptumst á fötum og makeup. Algjör stelpuferð.

3 comments:

EggertC said...

Gaman ad thu skemmtir ther vel i ferdinni. Bestu kvedjur fra pabba og mommu sem eru ad sigla a Nilarfljoti og skoda pyramida :-)

Anonymous said...

Vá hvað ferðin hefur verið skemmtileg!
Ég væri alveg til í svona ferð... Oh er að læra alein á bókasafninu á Akranesi á föstudaginn langa... Stuðstuð!
Páskakveðjur,
Þórdís Kolbrún

Dis said...

Það hefur verið rosa gaman hjá þér.