Sunday, June 22, 2008

Hostessen

Vann sem hostessen fyrir Castrol Group v/Euro (evrópumótsins í fótbolta, sem er meðal annars haldið í Vín)á síðasta föstudag og verð að vinna þar einnig frá 27-30.júní.

Castrol hafði haft fótboltakeppni fyrir vipskiptavini Castrol um allan heim og þeir sem unnu áttu að spila á þessum velli og sigurvegarar fengu bikar.

Ég mætti á flugvöllinn um 8:30 á föstudag, einungis til að bíða til 12:15 þegar við settum skilti í rútuna og svo um eitt leytið komu leikmennirnir loksins. Ég tók á móti 9 dönum (mínu liði) og svo einum breta og var með stelpu, Marie, í rútu sem tók á móti hollendingum. Við þurftum svo að ´biða í langan tíma eftir austurrísku fótboltamönnunum því við vissum ekki hvar þeir voru. Marie talaði sem mest svo ég slappaði af. Við fórum með þá á hótel Bio Vital í bænum Gars am Kamp sem er 1 og 30 klst frá Vín.



Það var rosa fallegt veður og nutum við þess í botn. Við fórum í hádegismat, svo á fótboltavöllinn og svo um kvöldið var dregið hver spilaði á móti hver öðrum. Danska liðið mitt var mjög skemmtilegt og vildi svo til að fjórir af þeim voru frá Kosovo, hverjar eru líkurnar? Einn var meira að segja frá bænum hans Lumi. Maturinn var ekki spes, en annars æðislega gaman að komast úr borginni og njóta góða veðursins í þessari litla, litríka bæ.

No comments: