Saturday, July 25, 2009

Sumar á Íslandi

Miðvikudaginn 8.júlí (afmælisdagur mömmu) hélt ég áleiðis til Íslands, en stoppaði fyrst í Kaupmannahöfn, Danmörku til að heimsækja systur mína (sem er ólétt af tvíburum). Ég heilsaði upp á hana og unnustann, sá heimilið þeirra sem var fullt af barnadóti og fór svo með systur minni niður í bæ þar sem við hittum vini hennar og keyptum afmælisgjöf handa móður okkar. Það var yndislegt að hitta hana enda hef ég saknað hennar.



Eftir nokkurra klst flugferð var ég komin til íslands. Mamma sótti mig og fór með mig á detoxstöðina sem hún á (ásamt Jónínu Ben) í Reykjanesbæ. Áhugavert að koma frá vín og kaupmannahöfn til keflavíkur þar sem ríkti ró og friður. Engin á ferli. Mamma sýndi mér detoxstöðina, rosalega flott og kósý staður og við enduðum síðan kvöldið með að fara í heita pottinn, yndislegur endir á löngum degi.



Ég vaknaði hress og kát á þriðjudeginum og fór í gönguferð með fólkinu á detoxstöðinni. Eftir að hafa teygt á fór ég svo í nudd hjá tveimur pólskum nuddurum sem vinna á stöðinni. Stundum er ekkert betra en að slappa af og fá nudd. Ég fór svo í herbergið mitt og horfði á Out of Africa þar til pabbi kom að sækja mig. Við keyrðum í smáralindina, keypti íslenskan mat þar á meðan pabbi keypti hjól sem afmælisgjöf handa mömmu. Um kvöldið fór svo fjölskyldan mín út að borða á Ítalíu til að fagna afmæli mömmu. Ótrúlegt hvað fjölskylda mín lítur vel út, allir svo grannir, stefán missti 30 kíló, pabbi alltaf að hlaupa og mamma í detox. Ég er orðin þybbnust í fjölskyldunni :P

Á föstudaginn slappaði ég af og horfði á amerísku útgáfuna af "The Office", uppáhaldið mitt er Jim, Pam og Dwight...mjög skemmtilegir þættir.


Besta er sambandið milli Pam og Jim



Um kvöldið fór ég svo til Frikka (og Davíð kærasta hans) og held ég hafi aldrei hlegið eins mikið og það kvöld þar sem við vorum að reyna að gera fyndið atriði fyrir brúðkaup systur hans næsta dag.

Á laugardaginn vöknuðum snemma, fórum í Kornhlöðuna, sal nærri Lækjarbrekku og gerðum allt tilbúið fyrir brúðkaup Nadiru og Söndru, lesbískt/búddhista brúðkaup. Þemað var 1930 og sást það á skreytingum, lögum sem og fötunum þeirra, enda gengu þær gullfallegar meðfram sætum okkar að alteri (eða kannski heitir það öðru nafni í búddhatrú). Þar kyrjuðu þær ásamt gestum í u.þ.b 10 min og var svo gefið 3 skálar sem átti að tákna líf þeirra saman. Svo hélt konan sem gaf þeir saman ótrúlega fallega ræðu um ást og brúðkaup, svo sagði Nadira quote eftir Shakespeare og Sandra quote eftir John Lennon og svo voru þær gefnar saman (dóttir Söndru, Tinna, kom með hringana) og kysstust. Ótrúlega falleg stund. Svo söng vinkona þeirra, við borðuðum góðan pinnamat og næst bað frikki nadiru systur hans um fyrsta dansinn... ég fór næstum að hágráta þetta var svo falleg stund. Síðar í brúðkaupinu dönsuðu svo brúðhjónin saman ásamt gestum þeirra. Mér fannst líka mjög gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki hitt í mörg ár eins og Daða, Elvu, Magga og Skjöld. Ég vildi ekki hafa að missa af þessari stund, enda ógleymanleg. Þvílík upplifun.



Á laugardagskvöldið hittumst ég, Frikki, Davíð, Óli Helgi og unnusti hans Daníel heima hjá Frikka og Daníel og fórum í drykkjuleik og töluðum um brúðkaupið sem og brúðkaup óla og daníels. Enduðum svo með að fara á nýjasta gay staðinn Barbara, þar sem er spiluð snilldartónlist (ein af ástæðum fyrir að ég fíla gay staðina, góð tónlist, félagskapur) og dönsuðum við alla nóttina. Um 4 leytið löbbuðum við svo að hallgrímskirkju, tókum fullt af myndum (af okkur ad hoppa). Ótrúlegt hvað veðrið var gott og svo bjart. Loks urðum við það svöng að við löbbuðum niður á subway og fórum svo heim. Snilldarkvöld.



Á sunnudaginn var svo slappað af og ég og Frikki kíktum i Kolaportið til að hitta Svölu, Haffa og restina í Steed lord þar sem þau voru með fatamarkað. Svo fórum við í bíó á The sister´s keeper (ef þú grætur ekki á þessari mynd ertu velmenni), ótrulega falleg. Á mánudag fór ég í bíó með Guðrúnu á Brüno, sem mér fannst alger snilld (sértaklega því hann átti að vera austurriskur og fylgdi því ákveðin húmor).

Á þriðjudaginn hitti ég Dagnýju og fórum við á American Style, í göngutúr um miðbæinn og enduðum á English Pub, þar sem við björguðum einum manni (Valur að nafni) frá fullnum manni sem var að angra hann. Valur var allt kvöldið að spjalla við okkur, svo að fulli kallinn reyndi meira að segja að fá eina af okkur, valur þurfti því að bjarga okkur á moti. Í þakklæti fékk ég trúbadorinn til að syngja bowie lag fyrir hann. Mikill einkahúmor kom út úr þessu kvöldi hjá mér og dagnýju enda er þetta kvöld þar sem þú þurftir að hafa verið þarna til að skilja hve fyndið það var.



Á miðvikudaginn hjálpaði ég mömmu við detox ráðstefnu sem haldin var á Grand hotel með að selja miða á ráðstefnuna, gekk rosa vel miðasalan og ráðstefnan yfir höfuð. Svo komu Davíð, Frikki og Valdi (bróðir Frikka) og við fórum í Heiðmörk, þar sem við grilluðum og spiluðum svo ýmsa barnaleiki með vinum Davíðs (m.a. skotbolta, hollinn skollinn, dimmalimm, stórfiskaleikur o.fl). Ótrúlega gaman að leika sér.

Fyndið að sjá muninn á detox- og sveita útlitinu mínu...heheh


Á fimmudaginn hékk ég með Frikka og Davíð og nutum við sólarinnar með að fara á Austurvöll, þar hafði Alþingi ákveðið að samþykkja umsókn í ESB svo vorum við vör við nokkur mótmæli. Við röltuðum síðan um fallegu Reykjavíkurborg. Um kvöldið fór ég með Dagnýju, Frikka og Bryndísi á pöbbarölt þar sem við enduðum auðvitað á English Pub og fengum okkur smá að drekka. Alltaf gaman að hitta vini. Á föstudagskvöldið var svo afmælið hennar Dagnýjar. Ég og Frikki fórum ásamt Stefáni og Eydísi í Hafnarfjörðinn. Það var ekkert smá stuð, fórum í drykkjuleik við Vælsmyndbandið (Vælið er söngvakeppni í Verzlunarskóla Íslands, þar sem ég tók eitt sinn þátt og dönsuðu Dagný, Guðrún og Frikki meðal annarra hjá mér, ótrúlega fyndið), við drukkum við hvert klúður, snilldarleikur. Svo var twister drykkjarleikur (já twister leikurinn) var mjög skrautlegt og fyndið enda guðrún, dagný og tinna og svo bróðir dagnýjar og vinir hans, ég, Bryndís og frikki hlógum og tókum myndir. Við skemmtum okkur til að verða 2-3 og fórum svo í bæinn, ég og Frikki fórum á Barböru þar sem við hittum meðal annars Össa, Daníel, Magga og Haffa. Rosa skemmtilegt kvöld.



Á sunnudaginn hitti ég Þórdunni þar sem við kíktum í smá ísbíltur, leið svo illa nokkru seinna svo ég var heima, um kvöldið náði ég þó að jafna mig og hitti Árnnyju í smá bíltúr. Á mánudaginn var svo gott veður að ég og mamma skelltum okkur í sund og sólbað, svo hitti ég Auði í smá kaffi, Hörpu í karaoke, Alexöndru í mat á Horninu og loks smá hitting á English Pub en þar mættust ég, Alexandra, Sandra, Nadira, Dagný, Guðrun, Matthildur og kærasti hennar. Æðislegt að hitta alla.



Á þriðjudaginn pakkaði ég svo, borðaði heimalagaðan mat með fjölskyldunnni og kíkti til ömmu og afa um kvöldið ásamt því að kveðja frikka og davíð. Á miðvikudaginn stoppaði ég aftur í kaupmannahöfn og fyrst systir mín var í pre-baby myndatöku fór ég til Rögnu vinkonu og fjölskyldu hennar (kærasta að nafni Arnar og 1 árs Brynju) og skutlaðist svo í smá heimsókn til systu. Loks tók ég flugvélina til Vínar. Tvær vikur er allt of lítið, en æðislegar, sérstaklega ánægð hve heppin ég var með veður. Þótti ótrúlega vænt um að sjá fjölskyldu og vini og verð að segja að ég sakni þeirra sárt þegar ég er í Vín, en svona er þetta að búa erlendis. Þar til næst....

2 comments:

Ásdís said...

það var svo gaman að fá þig í heimsókn

Anna C said...

sömuleiðis að hitta þig, hlakka til að hitta þig aftur, get ekki beðið eftir að sjá krílin ykkar ;)