Saturday, October 03, 2009

Danmerkurferð



Ásdís systir mín og unnustinn hennar Ragnald eignuðust tvær fallegar stelpur þann 070809. Stelpurnar höfðu hins vegar ekki fengið nöfn, svo þær voru kallaðar A og B eða 1 og 2. Þær gátu þó ekki endalaust haldið þeim einkennum svo Ásdís og Ragnald ákváðu að halda smá nafnaveislu og bjóða fjölskyldunni í heimsókn. Ég, mamma, amma og pabbi ferðuðumst því til Kaupmannahafnar.

Ég kom á þriðjudaginn 21.september og var til 1.október. Ég mætti galvösk á hverjum degi og naut félagsskapar Ásdísar og stelpnanna. Var rosa dugleg að passa skvísurnar. Ég gisti svo fyrir ofan íbúðina hennar Rögnu vinkonu minnar í herbergi með tveimur rúmum með félagsmiðstöð (eða svoleiðis) við hliðina á. Fór í mömmuklúbbapartý hjá Rögnu, þar sem við spiluðum party og co og drukkum en svo um kvöldið fór ég upp í herbergið mitt en gat ekki sofnað fyrr en 5 því þau spiluðu rokk tónlist í félagsmiðstöðinni. The Immigrant song kl. 4 um nóttina er ekki beint vögguvísa.

Á laugardeginum var nafnaveislan alræmda, hún var haldin í veislusal hjá afa ragnalds. Þar mættust fjölskyldur Ragnalds og Ásdísar í kaffi og kökur. Stelpurnar fengu loksins nöfnin Viktoria og Helene Kruse. Ragnald og pabbi (fyrir hönd Viktoríu) héldu svo fallegar ræður í tilefni dagsins og að lokum voru teknar upp gjafir með hjálp Sif og Jóns. Sif söng líka skemmtilega útgáfu af Mamma mia ("mama mia..hello hello kitty...my my how can i resist you)...svo sætt. Skemmtileg stund með fjölskyldunni.

Ragnald bauð mér, pabba, mömmu og ömmu í sunnudagsmat með þeim Ásdísi, þar sem hann eldaði týpískan jólamat, svínakjöt með góðri brúnni sósu ásamt rauðkáli og kartöflum. Ekkert smá góður matur. Vantaði bara tartaletturnar ;)

Við stelpurnar fórum einnig í verslunarferð, ég verslaði fullt af fötum í H&M, enda komin tími til, alltof langt síðan ég verslaði föt. Ég var einnig svaka dugleg að hjóla og labba frá Rögnu til Ásdísar, ekkert smá stolt af sjálfri mér.

Það var æðislegt að hanga með Rögnu, Ásdísi og skvísunum Helene og Viktoriu. Við Ragna grínuðumst með að þetta væri í fyrsta sinn sem við værum í mömmuleik. Ég sá miklar breytingar hjá stelpunum bara á þessum nokkru dögum, farnar að sparka meira og gera meira með höndunum sem og tungunum þeirra (alltaf að ulla). Þær voru góðar, öskruðu bara ef þær voru svangar eða með magaverk. Ásdís er ekkert smá góð mamma og ég er svoooo stolt af henni.

Frábær ferð!!!!!

No comments: