Wednesday, October 28, 2009

Auf Wiedersehen, Raiffeisen



Ég vann hjá Raiffeisen International í 6 mánuði, en vegna kreppunnar var ekki til peningur fyrir "externals" eins og mig og því var samningurinn ekki endurnýjaður. Yfirmennirnir mínir voru mjög ósáttir þegar þeir heyrðu þetta og vildu halda mér, komu mér meira að segja í viðtal hjá annarri deild , en ég neitaði því starfi, vegna þess að þetta var bara önnur 6 mánaða vinna, mikil vinna og erfitt fólk. Fannst það ekki þess vert. Vildi frekar vera atvinnulaus og leita að einhverju sem hentar mér betur. Er enn að leita....

Svona er að vinna hjá vinnumiðlunum (sem externals), samningarnir stuttir og þú færð ekki afslætti eða aðra kosti sem þú færð þegar þú vinnur hjá fyrirtækinu sjálfu. Aftur á móti færðu meira frelsi og auðveldara að segja þig úr starfi. Þetta er gott fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill (eins og mig) en ég hef núna unnið í ár (á tveim stöðum) og maður fær ógeð á að leita að nýrri vinnu á 6 mánaða fresti.

En svona er staðan í dag í Austurríki. Flest fyrirtæki ráða í gegnum vinnumiðlanir einmitt til þess að vera ekki bundin.

Ok nóg um dapurslega atvinnuumhverfið, þó verð ég að segja að eftir að allir vissu að samningnum mínum væri ekki framlengt , kom fólk með samhryggistóninn og "are you ok?" og "head tilt" eins og í þessu myndbroti úr Friends:

http://www.youtube.com/watch?v=F4595J4Mu7o&feature=related

Áður en ég fór tók ég þó þátt í staffa eventinu, þar sem við vorum sett í ákveðin lið og svo kepptum við í ýmsum þrautum (boccha, spýtuhlaup, giska á kaloriur, lyfta upp kubbum í sameiningu, semja ljóð, þekkirðu vörumerkin, o.s.frv). Við vorum rosa heppin með veður, sól og blíða í Präter Hauptallee (sem er ekkert smá stórt og fallegt svæði). Eftir þrautirnar var okkur svo boðið upp á mexíkóskan mat, drykki og lokum dansleikur. Svo var sagt hver vann þrautirnar: MOLDOVA, ég trúði þessu ekki, mitt lið vann og við fengum kampavín að launum. Snilldarkvöld :)




Kveðjupartýið


Ég starfaði fyrir tvo yfirmenn og tvær deildir í IT deild, flestir karlmenn, svo mér fannst kveðjupartýið mitt frekar skondið enda fullur salur af körlum og svo ég. Ég hló með sjálfri mér og hugsaði að ég væri stödd í verstu martröð Lumi.

Skrifstofukonurnar komu svo inn og gáfu mér 170 evra virði í spa, blóm og smá pening fyrir taxi og svo fékk ég 80 evra gjafabréf á hvaða tónleika sem ég vil, þvílíkt sætt af þeim. Yfirmennirnir komu einnig til mín, héldu ræðu og þökkuðu mér fyrir starf mitt. Svo hlustuðum við á góða tónlist, drukkum bjór og töluðum saman. Eftir að flestir voru farnir fór ég með IT strákunum mínum (Tom, Alex og kærustu hans Andreu, Andreas) og einnig Peter, Oliver og Tsz á bar nærri Raiffeisen sem heitir Kah kah (uppáhalds staður strákanna). Ég á eftir að sakna strákanna (einn er alveg eins og Sheldon í The Big Bang Theory, svo þið getið ímyndað ykkur fjörið sem fylgdi honum), Tinu og Söndru mest af öllum, frábærir einstaklingar þar á ferð.




Ég átti góðan tíma, kynntist mikið af fólki og lærði mikið af þessari reynslu. Ég var í raun komin með ógeð af skrifstofustarfi svo kannski var þetta fyrir bestu, að ýta mér út í djúpu laugina svo ég myndi finna annað starf sem hentaði mér betur.

Auf Wiedersehen, Raiffeisen

No comments: