Friday, October 27, 2006

Stebbi í heimsokn


Stebbi bróðir kom í vikuheimsókn til mín í Vínarborg. Hann kom ekki einungis til að heimsækja mig heldur líka keppa í keilukeppni. Honum gekk vel, endaði með að lenda í 33-68 sæti af 256 þáttekendum. Vel gert í fyrsta opna keilumótinu hans.

Í þessari vikuheimsókn fórum við í billiard tvisvar og fórum út að borða. Annars eyddum við miklum tíma að horfa á Scrubs sem mátti sjá í lok ferðarinnar þegar Stefán var komin með stæla J.D. Við sátum ekki alltaf inni heldur fórum einnig út. Einu sinni á klúbb með íslensku Alexöndru þar sem við enduðum á Kaiko að dansa og í seinna skiptið á Charlie P´s þar sem Stefán hitti vinkonur mínar, þýsku Önnu, austurrísku Alexöndru, austurrísku Conny og rúmönsku Ligiu. Það var rosa huggulegt og áttum við öll skemmtilegt spjall. Við skruppum líka til Lumi á Soho (þar sem hann vinnur) og Stefán og Lumi gátu séð hvorn annan.

Það var gaman að sjá Stebba og hanga smá með yngri brósa. Posted by Picasa

1 comment:

Anonymous said...

Það var aldeilis frábært að þið skylduð fá að hittast systkinin. Ekki amalegt fyrir Stebba að eiga systur í Vín til að heimsækja og geta keppt í keilu í leiðinni.

Kveðja,
Pabbi